Hengd upp á þráð

Hengd upp á þráð. Það er ég þessa dagana.
Ekkert hægt að segja í bili.
Mánudagurinn verður erfiður.
Þriðjudagurinn ennþá erfiðari.
Ég er alvarleg að spá í hvort það verði nokkuð hár eftir á höfðinu á mér í lok vikunnar...ég á það til að þynnast í kollvikunum í stressi.
Sjáum til.

Gamlungar

Það er sama hvað við verðum gamlar...

einastrond.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Þá verðum við aldrei gamlar...

 3njolar.jpg

 

 

 

 

 

Aldeilis ekki gamlar...

reim.jpg

 

 

 

 

Við notum marglitar reimar.....

 

 

 Setjum þara í hárið...

einthroskud.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Þótt að við séum sextíuogfimmára ...65...

ammlidag.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 og aðeins yngri.....

hrifen.jpg

 

Þessi sefur í formalíni... hlýtur að vera... hún er alltaf eins í gegnum áratugina...

 

 

 

 

 3igosi.jpg

 

 

Afmælisbarnið fékk óskina uppfyllta... keyrt austur til að skoða og heyra í gosinu...

 

Íslendingurinn í Austurríki safnaði ösku til að sýna börnunum.....

oskusofnun.jpg

 

 

 

 

 

Afmælisbarninu fannst þurfa að krydda myndina...

 

 

Já einmitt já.....

askaogthroski.jpg

 

 

 

Bjórflaskan var keypt á Selfossi og ætluð tengdasyninum...

 

 

 

En svo var nú endað heima hjá uppáhalds (einu) dótturinni í smá bubbly....

bubbly.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Og skálað........

bybblysysturoghm.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Og skálað.......

ammliskal.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

...fyrir góðum degi með góðu fólki.


Interpol bollan

Skoðaðu þetta hér

Trúir þú því að þessi hér sé einungis 114 kíló?!?!?!?!?!

 siggipol

Nei.

 

Nefnilega ekki ég heldur.

 

Hvaðan komu staðreyndir um þyngd?

 

Getur verið að hann hafi fengið "lánuð" 30 kíló og dregið þau frá eigin þyngd?

Exactly.


Eurovisioníó

Ég viðurkenni það.

Auðmjúk.

Inni í mér er eitthvað furðulegt. Eitthvað sem veldur því að ég bara fíla allt í kringum söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eurovision.

Það liggur við að ég sé farin að telja niður í mars. 

Ennívei.

Í ár er lagasmekkurinn minn furðulegri en venjulega.

Lögin sem ég fíla... eru frá löndum eins og Armeníu. Slóvakíu. Bosníu. Hjálp.... Serbía? Jú víst. Lokaðu bara augunum, ekki horfa á vídeóið, hlustaðu bara. Djísess... hvernig dettur mér í hug að sannfæra aðra um að þessi lög séu skemmtileg. Það er náttúrulega bara bilun að fíla þetta. En hefurðu séð myndina Svartur köttur hvítur köttur? Ég fíla músíkina í þeirri mynd alveg í frumeindir. 

En ég er steinhissa á frændum okkar Dönum sem senda sína eigin útgáfu af Sting og Every step you take (I'll be watching you). What gives? 

Metnaðarfyllsti (?) textinn er sunginn af ljóshærðri söngkonu fyrir Latviu sem veinar í sífellu að "Only Mr. God knows" svarið við því af hverju við lifum. Hverjum datt í hug að leysa lífsgátuna í 3ja mínútna Eurovisiontexta? Latvíu.

Pissupásulög eru til dæmis þegar Noregur, Malta, Rússland flytja sitt. Annars er rússneski textinn eiginlega alveg bráðfyndinn. 

Jæja þá veistu það.

Ég er Euronörd út í gegn.

Óverandát.


Ótrúlegir viðburðir í dag

Vöknuðum fersk og fín á hótelherberginu á Hótel Selfossi og fengum okkur morgunmat.

a_selfossi.jpg

 

Hress þrátt fyrir mjög skemmtilegt kvöld Wink

 

Já...

Svo einstaklega hress...

Að við lögðumst aftur uppí rúm.

En...

Þá var Selfoss bara á öðru máli.

ludrasveit.jpgÞar var nefnilega kröfuganga kl. 10 þann 1. maí.

Já, bara taka daginn snemma er það ekki?

 

 

 

Við drusluðumst á fætur og drifum okkur út í bíl.

Ákváðum að kíkja á þetta eldgos.

Alveg ótrúlegt að sjá svona lagað með eigin augum.

eldgos_eyjafjalla.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Þvílíkir dynkir og drunur. Þvílíkt eldgos.

thorvaldseyri.jpg

 

 

Það var varla hægt að toppa daginn en kvöldið varð samt ótrúlegt!

Við fórum á Gildru tónleika í Hlégarði í kvöld.

Þeir voru bara hreint út sagt magnaðir strákarnir. Bara ótrúlegir.

Vá!

 


Flugfélög bera ábyrgð á kostnaði farþega

Á vef Flugmálastjórnar má sjá hver réttindi allra flugfarþega eru við eldgos.

Þetta skjal er fengið hér á síðu Flugmálastjórnar, efsti linkur.

Þetta skjal segir einfaldlega að allir sem eru nú strandaglópar utan Íslands, til dæmis Íslendingar á leið heim, eiga rétt á því að flugfélagið greiði á meðan

  • hótelgistingu
  • mat
  • ferðir til og frá flugvelli
  • tvö símtöl á meðan farþegar eru strandaglópar utan heimalandsins.

Það eina sem fellur niður við hamfaraástand er réttur farþega til skaðabóta. Það er það eina sem glatast í slíku ástandi.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífskrydd

Það er gaman að stundum sem krydda lífið.

Til dæmis þegar ég fór með mömmu á Kaffi Haítí að fá okkur kaffitár. Þeir sem hafa komið inná Kaffi Haítí vita að sá staður rúmar 5 manneskjur ef þær eru ekki í yfirþyngd.

Enduðum (lauslega þýðir það mamma) á því að spjalla við karlmenn sem komu inn á kaffihúsið með fána á 2 metra langri stöng. Það var því ekkert annað eðlilegra (fyrir mömmu) en að spyrja, -Hvaða fána eruð þið með?

-Þetta er fáni Húmanistaflokksins.

Upphófust miklar samræður sem meðal annars snérust um móðurömmu mína og fleira fólk sem hugsanlega tengdust umræðuefninu. Hugsanlega ekki. Mamma býr yfir þeim skemmtilega hæfileika að byrja að tala um eitt en taka 90°beygju í allt annað umræðuefni áður en haldið er áfram með upphaflega sögu. 

Þegar hér var komið sögu stóð yðar háæruverðuga með bakið í þessar samræður og sagði með þjáningarsvip við manninn sem stóð hinumegin við afgreiðsluborðið, -Tvo kaffi takk...?

Það er alveg merkilegt að sama hversu gamall maður verður, maður dettur alltaf inn í hlutverk unglingsins sem skammast sín niður í tær fyrir hegðun sem maður telur vera ósamboðna einhverjum vegna aldurs. Einhverjum sem er móðir manns.

Í ljós kom að mennirnir með Húmaníska fánan voru að mótmæla á Austurvelli og sögðu hreyfinguna vera að koma sér í gang í pólítíkinni.

-Nú?!?!?!?! Hva? Ég hélt að Húmanistar væru ópólítísk samtök?!?!?! Mömmu leist nú ekkert á þetta.

-Jaaaá, sagði annar maðurinn. -Við erum svona Ný-Húmanistaflokkurinn.

Múahahaha.... allt er nú til. Við mamma ranghvolfdum augunum framan í hvor aðra. Og ég þarf að fræða hana um Flokk Mannsins sé ég. Hún var ekki á landinu þegar sá flokkur var og hét en er nú einhvern veginn orðinn að HúmanistNý-Húmanistaflokknum. Við vorum hins vegar alveg sammála um það að svona menn og samræður krydda lífið. Ekki satt?

Fróðleiksmoli: Húmanistar heimsins trúa því að rök, reynsla og gildi hvers manns geti gert okkur kleift að lifa góðu lífi án þess að trú blandist þar inní. Alls staðar í heiminum blanda þeir sér ekki beint í stjórnmál heldur leitast þeir við að hafa áhrif á þing með því að fræða þingmenn og starfsmenn þeirra um gildi húmanista og áherslumál hverju sinni. Þeir eru með þrýstihópa o.sv.frv.

Er það því ekki týpískt íslenskt að gera þetta að einhverju einkabatteríi sem hefur misst sjónar á kjarnanum í leit sinni að eigin (?) upphafningu?

 


BruniBB

Það er ég í dag. BruniBB.

Fór til húðsjúkdómalæknis vegna einhvers sem heitir melasma. Google-aðu það bara.

Lækningin er ávaxtasýra á andlitið. Í dag var seinna skiptið. Get ekki sagt að ég hafi verið beint fögur eftir fyrra skiptið. Leið eiginlega eins og ég væri holdsveikissjúklingur þegar ég horfði í spegil.

photo_on_2010-03-09_at_22_52.jpg

 

Hvað finnst þér?

Sérðu ekki rauðu blettina?

Já, ég var að leika mér í PhotoBooth daginn sem ég hét Sigga-Flaga.

Allt andlitið að flagna af og sár hér og þar. Ókey kannski smá ýkjur. Ekki mikið. 

 

En semsagt fór aftur í dag í meiri ávaxtasýrupenslun.

Já og lít svona út.

photo_on_2010-03-30_at_20_38.jpg

 

 

Ok.

Ok.

Ok.

Smááááá dramatískir effektar og ýkjur.

Lít svona út.

 

photo_on_2010-03-30_at_20_38_2.jpg

Hápunktur dagsins var þegar læknirinnn horfði framan í mig og sagði, -Tja þú ert með færri hrukkur heldur en síðast.

Vúpdídú.

 

Þegar lífið færir þér eintómar sítrónur

...þá get ég nú ekki séð hvernig er alltaf hægt að búa til sítrónusaft. Sorrí.

Ég myndi frekar segja að mann svíður undan safanum sem nuddast í sárin og á endanum sitji miður uppi með sítrónusorbet, súran, kaldan og kannski ekki akkúrat það sem passar.

Véfréttarstíllinn verður því miður að ráða ríkjum hér um stund.

Við Eiginmaðurinn tókum að okkur tvo drengi sem áttu um sárt að binda. Þeir eru núna að átta sig á raunveruleikanum og lífið er því bara erfitt. Sökkar feitt eins og einhverjir myndu segja.

We shall overcome!


Sætasta frænkan

Það kom svo sæt frænka og gisti hjá okkur um helgina.

Við fórum í frænkuferð í mollin okkar, Kringluna og Smáralind.

Gegt gaman.

Ellabellaogeg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband