Coalport

Ég vildi óska þess að við ættum mörg Kolaport eða ættum skemmtilega markaði eins og maður getur eytt heilu dögunum í á ferðum erlendis.

Ég elska markaði þar sem vörurnar eru útbreiddar á teppum á torgum og lymskulegir sölumenn bíða rólegir eftir að lítill fiskur bíti á. Nei sko! Ekta Guarnerius (næstumþvíStradivarius). Eða ekki. Ég féll ekki fyrir þeirri fiðlu á markaðnum rétt hjá Sablon í Brussel.

En það grípur mann nett markaðsþrá/nostalgía þegar rambað er um Kolaportið.

Allskonardót

 

 

Það er svo gaman að skoða alla litlu hlutina.

 

 

 

FaceOff anyone?

úha

 

 

 

 

 

 

 

Það var hreint og beint troðið um síðustu helgi. Bara gaman.

Óverandát.

 

 


Dagbók

Stundum finnst manni bara ekkert hafa gerst en svo dregur maður fram myndavélina og sjá. Jahérnahér....

Kannski ef maður héldi dagbók, þá myndi maður sjá þetta svona svart á hvítu en við látum myndirnar nægja.

Það er nú ýmislegt sem við höfum verið að bralla, ég og Eiginmaðurinn og unglingarnir.

Við Eiginmaðurinn fórum í sumó um daginn... það var sko huggó.

Hvað heldurðu að þetta sé?

habubbl.jpg

 

 

 

 

 

 

Nei. Ekki þvagsýni...

Óóóó... Hvað ef að tappinn skýst í höfuðið á mér. Svo hrædd..... ehemm.Bubblesó

 

 

Óóóó... þetta var svo gaman. Spennandi. Gott! Takk Mamma Glæsipía sem gaf mér þetta. 

Bubbles







 

 

 

 

Kvennaskólastrákarnir dubbuðu sig upp og fóru á ball. 

  Gangsta

 

 

 

 

 Gangsta E og Gangsta S

MadScientist

 

 

 

 

 

 Dr. Frankenstein I presume?

Gleymdi ég nokkuð að nefna það að þetta var grímuball?

Nú svo kom yndislega krúttleg frænka í heimsókn. Skemmtileg í ofanálag.

Esæta

 

 

 

 

 

 

 

 Hún er að fara að flytja til Noregs. Crying

Hún lærði nýtt spil sem Yngrisonur kenndi okkur. Spilið heitir Gúrka. E-sæta frænka skildi spilið. Ekki ég. Hún er breiníakk. Ekki ég.

Nú svo kom önnur sæt frænka í heimsókn. Ísafjarðaryngismærin sjálf.

Brynjabjútí

 

 

 

 

 

 

 Hún var að fara í morgun til Frakklands. Par Avignon. Í alvöru. Hún ætlar að búa í Avignon. Grátgrátgrát....

Hún hefur verið vikulegur (stundum oftar) gestur hjá okkur og hennar verður sárt saknað. 

Svo fórum við hjónakornin í menningarferð til Reykjavíkur um síðustu helgi. Einhverjir ráku augun í að ég spurði á Fésbók hvernig maður fengi unglinga með sér að skoða listasöfn? Svarið er.....

 ...að það er ekki hægt.

Þá er um að gera að hafa þetta huggó og rómó. Sem við gerðum.

Kaffirómó

 

 

 

 

 

 

 

minihm.jpg

 

 

 

 

 

Hvar er kökan mín?

koka.jpg

 

 

 

 

 

 

 Ummmm...

Við komum svo heim og allt var galopið út á götu. Ókunnur bíll. Við í sjokki. Innbrotsþjófar að tæma húsið?

Nei. Þessi hérna elska.

dbro.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Mætti heim til okkar. Spasslaði og múraði herbergin sem er verið að breyta.

Algjört æði að eiga svona góðan bróður. D-bróðir er bestur. 

 

 

 


Við erum þá tvær í öllum heiminum

Fékk þennan sendan í morgun.

My night began as any other normal weeknight. Come home, fix   dinner, play with the kids. I then had the thought that would ring painfully in my mind for the next few hours: 'Maybe I should pull the waxing kit out of the medicine cabinet.'

So I headed to the site of my demise: the bathroom. It was one of those 'cold wax' kits. No melting a clump of hot wax, you just rub the strips together in your hand, they get warm and you peel them apart and press them to your leg (or wherever else) and you pull the hair right off.

No muss, no fuss. How hard can it be? I mean, I'm not a genius, but I am mechanically inclined enough to figure this out. (YA THINK!?!) 

So I pull one of the thin strips out. Its two strips facing each other stuck together. Instead of rubbing them together, my genius kicks in so I get out the hair dryer and heat it to 1000 degrees. ('Cold wax,' yeah...right!) I lay the strip across my thigh. Hold the skin around it tight and pull. It works!

OK, so it wasn't the best feeling, but it wasn't too bad. I can do this! Hair removal no longer eludes me! 

I am She-rah, fighter of all wayward body hair and maker of smooth skin Extraordinaire.

With my next wax strip I move north. After checking on the kids, I sneak back into the bathroom, for the ultimate hair fighting championship. I drop my panties and place one foot on the toilet.

Using the same procedure, I apply the wax strip across the right side of my bikini line, covering the right half of my hoo-ha and stretching down to the inside of my butt cheek (it was a long strip) I inhale deeply and brace myself....RRRRIIIPPP!!!!

I'm blind!!! Blinded from pain!!!!....OH MY GAWD!!!!!!!!!

Vision returning, I notice that I've only managed to pull off half the strip. CRAP! Another deep breath and RIPP! Everything is spinning and spotted. 

I think I may pass out...must stay conscious...must stay conscious. Do I hear crashing drums??? Breathe, breathe...OK, back to normal.

I want to see my trophy - a wax covered strip, the one that has caused me so much pain, with my hairy pelt sticking to it. I want to revel in the glory that is my triumph over body hair. I hold up the strip!

There's no hair on it.

Where is the hair??? WHERE IS THE WAX??? 

Slowly I ease my head down, foot still perched on the toilet. I see the hair. The hair that should be on the strip...it's not! I touch. I am touching wax.

I run my fingers over the most sensitive part of my body, which is now covered in cold wax and matted hair. Then I make the next BIG mistake...remember my foot is still propped upon the toilet? I know I need to do something. So I put my foot down. 

Sealed shut! My butt is sealed shut. Sealed shut!

I penguin walk around the bathroom trying to figure out what to do and think to myself 'Please don't let me get the urge to poop. 

My head may pop off!' What can I do to melt the wax?

Hot water!! Hot water melts wax!! I'll run the hottest water I can stand, into the bathtub, get in, immerse the wax-covered bits and the wax should melt and I can gently wipe it off, right???

*WRONG!!!!!!!*

I get in the tub - the water is slightly hotter than that used to
   torture prisoners of war or sterilize surgical equipment - I sit. 

Now, the only thing worse than having your nether regions glued together, is having them glued together and then glued to the bottom of the tub....in scalding hot water. Which, by the way, doesn't melt cold wax.

So, now I'm stuck to the bottom of the tub as though I had cemented myself to the porcelain!! God bless the man who had convinced me a few months ago to have a phone put in the bathroom!!!!!

I call my friend, thinking surely she has waxed before and has some secret of how to get me undone. It's a very good conversation starter. 'So, my butt and hoo-ha are glued together to the bottom of the tub!'

There is a slight pause. She doesn't know any secret tricks for removal but she does try to hide her laughter from me. 

She wants to know exactly where the wax is located,'Are we talking cheeks or hole or hoo-ha?' 

She's laughing out loud by now...I can hear her.. I give her the rundown and she suggests I call the number on the side of the box.

YEAH!!!!! Right!! I should be the joke of someone else's night. 

While we go through various solutions. I resort to trying to scrape the wax off with a razor .. Nothing feels better than to have your girlie goodies covered in hot wax, glued shut, stuck to the tub in super hot water and then dry-shaving the sticky wax off!! By now the brain is not working, dignity has taken a major hike and I'm pretty sure I'm going to need post-Traumatic Stress counseling for this event.

My friend is still talking with me when I finally see my saving 
grace....the lotion they give you to remove the excess wax.

What do I really have to lose at this point? I rub some on and OH MY GOD!!!!!!! The scream probably woke the kids and scared the dickens out of my friend. It's sooo painful, but I really don't care. 'IT WORKS!!

It works !!' I get a hearty congratulation from my friend and she hangs up. I successfully remove the remainder of the wax and then notice to my grief and despair....THE HAIR IS STILL THERE.......ALL OF IT! So I recklessly shave it off. Heck, I'm numb by now. Nothing hurts. I could have amputated my own leg at this point.

Next week I'm going to try hair color......

Man einhver eftir seinni metfés sögunni? Ég tel mig vera ágætlega gáfaða en ég reyndi líka að skafa vaxið í burtu, skola vaxið í burtu, klippa vaxið í burtu... þangað til ég rak augun í blauttissjúið sem fylgdi með. Blauttissjúið sem þurrkaði allt vaxið í burtu á augabragði. Þegar ég var búin að reyna allt annað. Orðin marin, hárlaus og blá.


Guðsélof...að þetta var sú síðasta!

Varúð! Innihald er neikvætt og pirrað.

Vinir nær og fjær.

Prísið ykkur sæl með þá vitneskju innanborðs að síðastliðið laugardagskvöld var síðasta sýningin á Michael Jackson Tribute sýningunni á Broadway.

Hluti af stemningunni í kringum hvaða sýningu sem er verður að myndast af því að horfa á sviðið og umgjörðina þar.

mjstage.jpg

Á þessari sýningu sem hófst klukkan 22 átti að koma manni í MJ fíling. Hvernig er það hægt? Með því að líkja sem mest eftir listamanninum og skapa stemningu?

Forrétturinn kom á borðið kl. 19. Rækjusúpa.

Sviðið var bara eitthvað gólf. Þetta er ferningur í miðjum salnum. Ekkert, ekkert, ekkert sem gerir það eitthvað spes.

Jú gott ef það sást ekki einn hvítur skermur eða tveir sem dansarar stóðu í þegar eitt lagið var sungið. En annars semsagt ekkert, ekkert, ekkert, nema söngvararnir og dansararnir til að skapa stemninguna með lögunum.

Einn af söngvurunum heitir Edgar Smári. Ég býst við að hann teljist seint vera kynþokkafullur... að minnsta kosti miðað við þessa sýningu og ég vorkenndi honum bara. Honum fannst greinilega mjöööög óþægilegt að standa á sviði, eiga að vera sexí og syngja lög eins og "Who's baaaad?!" Í millispilaköflunum snéri hann rassi í áhorfendur, horfði á hljómsveitina semsagt og sló taktinn með hnénu. Újé.

Aðalrétturinn kom á borðið klukkan 20:30. Lambalund.

Hinn íslenski söngvarinn, Arnar að nafni, var með MJ lúkkið á hreinu. Arnar er pínuþybbinn (tja við hliðina á Edgar Smára) en allt í lagi með það. Hann fór bara í allt of stuttar og þröngar buxur. Var í geðveikt þykkum, hvítum körfuboltasokkum og krumpaði þá um ökklana. Var með eitt hvítt leggings á handleggnum... hitt hafði greinilega dottið niður í buxurnar hans að framan. Tölum ekki meira um það. Súpersexy er ekki eitt af því sem mér datt í hug þegar ég horfði á hann.

Dansdömurnar voru ekki á góðum launum í þessari sýningu. Það var ekki eitt heilt par af sokkabuxum að sjá. Gat hér og þar. Við erum ekki að tala um þær sem voru notaðar í Thriller atriðinu. Þær voru aldrei í takt og þetta var bara pínlegt að horfa á.

Enginn karlmaður dansaði í þessu sjóvi. Ok, síðan hvenær er nóg að setja á sig skeifu til að áhorfendum finnist kvenkynsdansari vera karlkynsdansari? Nei bara spyr.

Eftirrétturinn kom kl. 21:45. Ísflís, kökuflís, ostakökuflís.

Thriller atriðið. Eigum við að ræða það?

mjthrillerr.jpg

Það er ekki nóg að veifa beinstífum handleggjum til að salnum finnist hann horfa á kirkjugarð, uppvakninga og almennt lifa sig inn í Thriller.

Það þarf að vera til staðar...ummm... eitthvað eins og.... einn eða tveir legsteinar?

Fólk málað eins og það sé uppvakningar? Draugalegt umhverfi? Ekki bara reykslæða á sviðinu, stífir handleggir og allir bara eins og þeir séu á leiðinni út í búð (í venjulegum fötum og ómálað).

Ég meina, fólk er að kaupa sig inn á eitthvað flott. 

 

Það eina sem var gott við þessa sýningu var unglingsstelpa sem söng eins og MJ á 9. ári og útlenski dökki söngvarinn sem tók eitt moonwalk spor og söng alveg þokkalega miðað við það að vera MJ eftirherma á Íslandi. Spáið í því hvað sýningin var léleg þegar maður grætur af gleði yfir einu dansspori.

En þegar svona ung stelpa syngur í ástardúett með téðum útlenskum söngvara þá er það ekkert annað en pínlegt þegar þau standa beinstíf við hlið hvors annars og syngja "I just can't stop loving you" án þess að líta á hvort annað fyrr en á síðustu tónunum. Úff.

mjsaman.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Það ætti að rasskella sýningarstjórann, dansstjórann og þann sem datt þetta rugl í hug.

Óverandát.


Að færast á hærra plan

Finnst ykkur Eiginmaðurinn hafi færst á hærra plan í fuglafóðringum?

fuglarestaurant_951858.jpg

Nei bara spyr...

Jólagjöfin hans frá mömmu minni var þetta fína fuglarestaurant.

Járnstöng með alls konar krókum og böndum til að hengja á góðgæti.

Hann hakkar nú saman brauð, fitu (stundum lýsi), fræ, epli og ýmislegt gott handa litlu kvúttlegu sætu spörfuglunum og setur í matardiskana þeirra.

 

-Gvuuuð hvað þú ert duglegur 'skan, sagði ég við hann.

-Já það er svo gott að blanda þessu svona saman í blendernum. Þá er svo auðvelt að smyrja þessu á diskana þeirra.

Það blésu gufustrókarnir út úr eyrunum á yours truly þegar hún sagði, -Með fína KitchenAid blendernum mínum?!!!!!

Það er eins gott að þessar fuglsdruslur kunni að meta áferðina á matnum sem er blandaður í Rándýra.  Blendernum. Mínum.

Oj.


Morgunmúffur Hjólínu

Í tilefni af megrun minni hef ég ákveðið að deila með ykkur heimsins bestu morgunmúffum. Tilgangurinn er að fita ykkur svo ég geti fyrirhafnarlítið virst mjórri... eða þannig... því ég minni á þessa mynd.

Jólabarnið2009

 

 

 

 

 

 

 

Ekkert hefur breyst... enn jafnmargar undirhökur... nema ég græt af harðsperrum í dag.

Ennþá með bumbu. Mikið af harðsperrum.

Já, uppskriftin. Hér er hún.

Good Morning Muffins staðfærð eftir upprunalegri uppskrift Ree Drummond

Í góða skál seturðu eftirfarandi:

4 bollar hveiti

1/2 bolli sykur

2 matskeiðar (ekki te-) lyftiduft

1/2 bolli smjör skorið smátt (helst búið að standa og er við stofuhita)

Blanda í annarri skál fyrst, trúðu mér... það er betra að gera þetta svona:

2 bollar appelsínumarmelaði (ekkert fínt marmelaði, þetta í stóru bláu plastdollunum)

1 bolli appelsínudjús

1 tsk vanilludropar

2 egg

Hella varlega saman við þurrefnin í hinni skálinni og ekki hræra oftar en 10 hringi með þeytaranum (égveit égveit... hljómar asnalega en þær verða léttari í sér ef þú hrærir ekki of mikið)

Setja í múffuform. Gera eins og ég. Kaupa silicon múffuform í Hagkaup. Misskilja verðið og fá 8 stykki á 199 krónur í stað 1.099. Ég keypti sko 6 pakka og græddi því rúmlega 5 þúsund kall á þessum skemmtilega verðmerkingaleik sem búðin stóð fyrir.

Mig minnir að ég hafi fengið 24 múffur úr þessum skammti. Þú bara prófar þig áfram. Fer allt eftir múffuformunum sem eru notuð þ.e.a.s. stærðinni.

Bráðnauðsynlegt ofan á hverja múffu:

Hræra saman 3/4 bolli sykur + 1 teskeið kanill + 1 teskeið malaður negull + 1/4 tsk salt.

Setja eina kúfulla teskeið ofan á hverja múffu áður en þær fara inn í ofninn.

Ofninn í 190 gráður og baka í 20 til 22 mínútur.

Takið úr formunum (nema þú notir pappírsform) og látið kólna.

Borða.

P.s. Ég bjó þær til deginum áður en ég hélt boð og hitaði þær upp í nokkrar mínútur þegar gestirnir komu. Virkaði vel. Þær kláruðust. Semsagt þrælgóðar.


Jamms og já

Mig langar að losna við bumbuna.

Helst milli kl. 00:30 - 07 alla daga, þegar ég er sofandi.

Ég er því í baráttu við sjálfa mig.

Heilinn segir, -nei nei nei! ekki fara í ræktina!

Bumban segir, -jú jú jú, hugsaðu um heilsuna.

Spurning hvort þeirra hefur vinninginn?


Huggó í sumó

Það var voða huggó í sumó.

geysir.jpgVið fórum í smá túristaleik.

Skoðuðum Gullfoss og Geysi.

Hér er mynd af svæðinu við Geysi.

Gullfoss var svo geggjaðslega flottur að það gleymdist að taka myndir. Trúðu mér bara. Það var geeeeeeggjaðslega flott að sjá fossinn í klakaböndum.

Síðan var rennt við í Kerið.

keri.jpg

Við rétt náðum síðustu sólargeislunum til að skoða okkur um.

 

 

 

Svo tóku við alveg bráðnauðsynleg húsverk.

P að skrælla Svosem eins og skrælingar.

Og þrif.

 

 

 

Á heitapottinum.

Pottaþrif

 

 

 

 

 

 

Kvenfólkið og allir undir tvítugu tjilluðu á meðan.

 Morgunmatur að venju næsta dag.

morgunmatur.jpg

 

 

 

 

 

Það var hreint ótrúlegt hvað sumir voru þreyttir þann dag... eða daginn eftir... hóhumm...nefni engin nöfn...skoðaðu bara myndina af fólkinu á brúnni.

Á brúnni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Tékklisti dagsins í dag

Ójá, allt er klárt.

Hlý föt - tékk

Kuldaskór - tékk

Sundföt - tékk

Perúdó - tékk

Cluedo - tékk

Scotland Yard - tékk

Sequence - tékk

Hvað heldurðu að Eiginmaðurinn, Yngrisonur og ég séum að fara að gera?

Einmitt. Gista í bústað yfir nótt. Gestir hjá mömmu og Englendingunum. Jessssss.....

Stjörnur. Norðurljós. Heitur pottur. Vöðvaslakandi drykkur. Skemmtilegur félagsskapur og geeeeeðveikislega skemmtileg spil. Það er sko lífið.


Gleðilegt ár 2010

Kæri bloggvinir nær og fjær. Ég óska ykkur gleðilegs og gæfuríks árs.

flugeldar2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 bal.jpg

 


 

 


 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband