Metfé

Ég er nú "algjört metfé" eins og sagt er í minni fjölskyldu.

Fyrri metfés-saga

Ég er semsagt að leita dyrum og dyngjum að jólagjöfinni sem Obróður langar svo í. The God Delusion eftir Richard Dawkins.

Hver annar en ég fer inn í kristilega bókabúð (Kaffihúsið Glætan) og spyr hvort að þau séu að selja bókina "The God Delusion" eftir Richard Dawkins?

Höfundur The God Delusion heldur því fram að það sé nánast öruggt að engin yfirnáttúruleg vera að nafni Guð sé til. Delusion þýðir hugarórar eða ímyndun.

Svarið sem ég fékk var, -Nei, við erum sko kristileg bókabúð. Blush Jeremías minn.....

Seinni metfés-saga

Hjólina bónusdama er að spara. Það þýðir engar-ferðir-á-snyrtistofuna-þegar-þú-getur-gert-það-sjálf. Semsagt, heima-kantskurður með vax-lengjum sem þú hitar sjálf í lófanum.

Ég geri hlé hér og bendi á að á snyrtistofum er vaxið hitað í potti til að ná réttu hitastigi. Hefði það átt að segja Bónusdömunni eitthvað að ætlast var til að hún hitaði vaxrenningana í lófa sér?

Ræmurnar voru lagðar á réttan stað. Ááááááá....i en sko! Það tókst vel til vinstra megin. Jesssss!Lagt var á hægra læri tveir renningar.

Tveir ég endurtek. Á hægra læri, ofarlega, hugsanlega inná skóglendið fyrir miðju.

Hvað gerðist?

Tja, við skulum segja það að það er dálítill Picasso-á-slysadeildinni stíll á þessu þetta árið.

picasso_woman_b

Það væri náttúrulega bara mín heppni að lenda á slysó núna.

-Hvað kom fyrir þessa konu?

-Varð hún fyrir árás á hægra læri?

-Hún er öll marin í hægri nára!

-Og hvað er þetta með að vera hárlaus öðru megin? Ætli árásarmaðurinn hafi verið vopnaður rakhníf?

 


Kvútt!

Kvúttípúttið Korbininan. Hver er sætastur?

Korbinian des 09

Jú, það snjóar í Austurríki. Ekki á Íslandi. Í Austurríki.


Tíhíhí... eru ekki allir komnir í jólastuð?

Kannski ekki Jack Bauer? Smellið á nafnið hans og tékkið á klippunni... ef þið þorið...


Nýtt útlit?

Jæja. Skellti mér á ný gleraugu. Yngrisyni til ómældrar gleði og ánægju! Mamma ekki lengur með plástruð gleraugu í 1995 stílnum. Ehemm....

Ég kom heim í gær og með nýju gleraugun á nefinu.

Ekkert gerðist.

Ekki hóst eða stuna frá neinum heimilismeðlima.

Nýogbreytt1

Ekkert.

En... ég er hæstánægð með þau.

 Jólabarnið2009

Það er svo gott að búa í Kópavogi að ég er komin með þrjár undirhökur eins og ex-bæjarstjóri.

En er ekki tölvan mín flott skreytt? Það er allt að verða vitlaust í jólaskreytingum í vinnunni Wink.

Það er af sem áður var þegar húsvörðurinn reyndi að banna jólaskraut út af einhverjum arkitekti út í bæ sem taldi sig ráða yfir okkur. Frekjunum á 3. hæð. Hah!


Áttu tissjú?

Þegar þú ferð næst í Smáralind vil ég biðja þig um að hugleiða eitt...

slefff

Þú getur styrkt gott málefni. Það er að segja ef þú ákveður að kaupa eitt eða fleiri af 3000 dagatölum sem þeir eru að selja m.a. í Smáralindinni. Sem þeir eru persónulega að selja.

slefff

Þú vilt styðja gott málefni ekki satt? Þeir eru sjálfir að selja þessi dagatöl.

slefff

Þú veist að það er mikið lagt á sig til að verða slökkviliðsmaður? Þeir sitja sjálfir fyrir...

slefff

Réttu mér nú tissjúrúlluna...

Myndin er góðfúslega fengin að láni héðan.


Lítið krútt með gullbarka

Joe vann The X Factor! Jesssssssss......

Þetta er málið!

Geggjaðslega flottar myndir úr Bike Magazine af hjólaleiðinni sem við Eiginmaðurinn skulum ná að fara á næsta ári! Þetta hefur verið draumurinn undanfarin 3 ár... Fjallabak syðri.

Kvenmannsleysi og ráð við því

Einhver bloggaði í gær um kvenmannsleysi eða ekki... og þá datt mér í hug að þar sem ég er komin á miðjan aldur og er reynslunni ríkari... reynslu sem ég eignaðist fyrir tíð Eiginmannsins... að kannski ætti ég að ausa úr viskubrunni mínum... hann er djúpur og dimmur... 

Strákar, það eru 6 einföld atriði sem skipta máli og þið ættuð að vita.

1. Konur hafa ótrúlegt lyktarskyn. Farðu í bað á hverjum degi og notaðu svitalyktareyði. Það er ekki sniðugt að kæfa þær í rakspíra. Nei. Það er ekki hægt að fara í þvottapokabað og komast upp með það.

2. Eitt bros getur öllu breytt. Brostu og þær brosa framan í þig.

3. Kurteisi kostar ekkert og getur gert gæfumuninn.

4. Hafðu einhver umræðuefni tilbúin. Jólagjafainnkaup, veðrið og færðin, eitthvað skemmtilegt sem þú hefur upplifað eða gert, vinsælasta bókin, vinsælasta bíómyndin. Ekki tala illa um menn eða málefni. Ekki vera neikvæður.

5. Sú sem vill þig ekki er ekki sú rétta. Sú sem gefur þér færi (ef þú fylgir 1. til 4. plús 6) er sú sem er þess virði.

6. Áfengi verður að neyta í hófi. Það er enginn frábær eða fyndinn á fimmta glasi. Líka gott að sleppa því alveg.

drunks

drunk-girls

Gangi ykkur vel Heart

 


Lúkkar vel ekki satt?

Eða hvað finnst ykkur um eplastöngina?eplahendi.jpgeplatre.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dessert for the birds that haven't escaped to a warmer climate.


Skrýtinn dagur...

Skrýtinn dagur í dag. Hann átti að byrja á því að ég héldi smá kynningu á einni starfsstöðinni á mínum vinnustað. Eins og ég er búin að halda á nokkrum undanfarna daga. Síðan átti að aðstoða yngrison við að læra fyrir stærðfræðipróf morgundagins. En meira segja hinar bestu áætlanir geta farið úrskeiðis...

Vaknaði með ælupest. Eða svo hélt ég. Svimaði eitthvað á leið á klósettið en varð strax flökurt. Nei, það er ekki það sem þér datt í hug... Það. Er. Búið. Að. Binda. Fyrir.

Svona var næsti hálftími, hangandi yfir klósettinu og skúringafötunni og kúgaðist og kúgaðist. Síðan lagðist ég niður og þá fór allt á fleygiferð. Snérist og ég náði ekki að festa augun á einn punkt. 

Guðminngóður. Heilaæxli. Heilablæðing. Hjartaáfall. Eitthvað...

-Það eru hugsanlega lausir steinar í eyranu, sagði hjúkrunarfræðingurinn í símann.

Steinar. Hvað meinar manneskjan eiginlega?

-Þú getur komið fyrir hádegi og hitt lækni.

Lækninn hitti ég. Sá ó-stereotýpískasti sem ég hef séð.

Sítt hár.

Tom Selleck yfirvaraskegg.

Goatee.

Læknir mæ es...

Jæja, áfram með smjérið.

Við tók rannsókn þar og niðurstaðan var að Tom Selleck sendi mig á HNE í Fossvogi. Háls, nef og eyrnadeildina.

Þar tók nú bara skemmtilegt við.

-Bentu á nefið. Labbaðu hænuskref. Marseraðu á staðnum með lokuð augun. Settu þessi gleraugu á þig og hafðu augun opin. 

Gleraugun voru eins og gömlu flugmannsgleraugun nema það var ekkert að sjá út. Bara innávið. Það voru myndavélar innaná gleraugunum. Augun voru rannsökuð í bak og fyrir meðan mér var dýft nokkrum sinnum afturábak eins og við skírn í sértrúarsöfnuði.  Á meðan horfði læknir á skjáinn og athugaði hvort eitthvað titraði í augunum.

Nebbs, ekkert titraði.

Niðurstaðan?

Fyrir utan að líta út eins og asni, bendandi í allar áttir og með svört þykk flugmannsgleraugu?

-Það kemur fyrir marga að fá svona svima og engin útskýring finnst.

Olræt. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband