BruniBB

Það er ég í dag. BruniBB.

Fór til húðsjúkdómalæknis vegna einhvers sem heitir melasma. Google-aðu það bara.

Lækningin er ávaxtasýra á andlitið. Í dag var seinna skiptið. Get ekki sagt að ég hafi verið beint fögur eftir fyrra skiptið. Leið eiginlega eins og ég væri holdsveikissjúklingur þegar ég horfði í spegil.

photo_on_2010-03-09_at_22_52.jpg

 

Hvað finnst þér?

Sérðu ekki rauðu blettina?

Já, ég var að leika mér í PhotoBooth daginn sem ég hét Sigga-Flaga.

Allt andlitið að flagna af og sár hér og þar. Ókey kannski smá ýkjur. Ekki mikið. 

 

En semsagt fór aftur í dag í meiri ávaxtasýrupenslun.

Já og lít svona út.

photo_on_2010-03-30_at_20_38.jpg

 

 

Ok.

Ok.

Ok.

Smááááá dramatískir effektar og ýkjur.

Lít svona út.

 

photo_on_2010-03-30_at_20_38_2.jpg

Hápunktur dagsins var þegar læknirinnn horfði framan í mig og sagði, -Tja þú ert með færri hrukkur heldur en síðast.

Vúpdídú.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband