Lífskrydd

Það er gaman að stundum sem krydda lífið.

Til dæmis þegar ég fór með mömmu á Kaffi Haítí að fá okkur kaffitár. Þeir sem hafa komið inná Kaffi Haítí vita að sá staður rúmar 5 manneskjur ef þær eru ekki í yfirþyngd.

Enduðum (lauslega þýðir það mamma) á því að spjalla við karlmenn sem komu inn á kaffihúsið með fána á 2 metra langri stöng. Það var því ekkert annað eðlilegra (fyrir mömmu) en að spyrja, -Hvaða fána eruð þið með?

-Þetta er fáni Húmanistaflokksins.

Upphófust miklar samræður sem meðal annars snérust um móðurömmu mína og fleira fólk sem hugsanlega tengdust umræðuefninu. Hugsanlega ekki. Mamma býr yfir þeim skemmtilega hæfileika að byrja að tala um eitt en taka 90°beygju í allt annað umræðuefni áður en haldið er áfram með upphaflega sögu. 

Þegar hér var komið sögu stóð yðar háæruverðuga með bakið í þessar samræður og sagði með þjáningarsvip við manninn sem stóð hinumegin við afgreiðsluborðið, -Tvo kaffi takk...?

Það er alveg merkilegt að sama hversu gamall maður verður, maður dettur alltaf inn í hlutverk unglingsins sem skammast sín niður í tær fyrir hegðun sem maður telur vera ósamboðna einhverjum vegna aldurs. Einhverjum sem er móðir manns.

Í ljós kom að mennirnir með Húmaníska fánan voru að mótmæla á Austurvelli og sögðu hreyfinguna vera að koma sér í gang í pólítíkinni.

-Nú?!?!?!?! Hva? Ég hélt að Húmanistar væru ópólítísk samtök?!?!?! Mömmu leist nú ekkert á þetta.

-Jaaaá, sagði annar maðurinn. -Við erum svona Ný-Húmanistaflokkurinn.

Múahahaha.... allt er nú til. Við mamma ranghvolfdum augunum framan í hvor aðra. Og ég þarf að fræða hana um Flokk Mannsins sé ég. Hún var ekki á landinu þegar sá flokkur var og hét en er nú einhvern veginn orðinn að HúmanistNý-Húmanistaflokknum. Við vorum hins vegar alveg sammála um það að svona menn og samræður krydda lífið. Ekki satt?

Fróðleiksmoli: Húmanistar heimsins trúa því að rök, reynsla og gildi hvers manns geti gert okkur kleift að lifa góðu lífi án þess að trú blandist þar inní. Alls staðar í heiminum blanda þeir sér ekki beint í stjórnmál heldur leitast þeir við að hafa áhrif á þing með því að fræða þingmenn og starfsmenn þeirra um gildi húmanista og áherslumál hverju sinni. Þeir eru með þrýstihópa o.sv.frv.

Er það því ekki týpískt íslenskt að gera þetta að einhverju einkabatteríi sem hefur misst sjónar á kjarnanum í leit sinni að eigin (?) upphafningu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

glatað að missa af þessu ;-)

steinimagg, 2.4.2010 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband