Kommooooooon fuglar!

Er ekki nóg að vera með fuglarestaurant úti í garði?

Með ljúffengum eplum á?

Dýrafitu, brauði og lúxus Morgungulli?

fuglarestaurant_1042472.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarf að auglýsa í Farfuglablaðinu? 

Ég fer nú að verða svolítið móðguð að þið skulið ekki mæta í mat til mín...


Piparkökuskreytingar par excellance

Hér er aldrei neitt bara venjulegt...

Við mamma bökuðum piparkökur í dag og svo skreyttum við H móðursystir kökurnar í gríð og erg.

pipohh_1042245.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Voðalega huggulega skreyttar kökur eða hvað?

piponormales.jpg

 

 

 

 

 

 

Lítil hugguleg jólabjalla.

pipojolabjalla_1042248.jpg

 

 

 

 

 

 

Svo bættist í hópinn Eiginmaðurinn.

hmpipa.jpg

 

 

 

Og fór líka að skreyta kvúttlega jólabjöllu. Svo duglegur!

hmpip.jpg

 

 

 

Ha?

 

 

 

Múahahaha.....

pipoweird.jpg

 

Við skemmtum okkur konunglega.

 


Laugardagskvöld

Það er misgaman að undirbúa kvöldmatinn bara eins og gengur og gerist.

 maturogallt.jpg

 

 

 

 

 

Stundum er maður í engu kokkastuði.

kjotaponnu.jpg

Svínalundirnar liggja á pönnunni á leiðinni í ofninn. Strákarnir elska svona mat. Kjöt. Sósa. Mikið af öllu.

 

Þegar það kemur fyrir að manni leiðist svona hræðilega að elda er gott að hafa eitthvað til að dreifa huganum.

Til dæmis duglegan EiginmannSmile.

Duglegan að dytta að einhverju tengdu innréttingu og ísskáp.

hmfix.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 Dulladulli, svona líka duglegur eða hvað?

hmkruttiae.jpg

 

 

 

 

Sem lyftir skapinu og huganum með nærverunni einni saman...

 

hmae.jpg

Hvernig er hægt að standast svona flott útsýni? Wink

 

 

 

Maturinn nánast eldaði sig sjálfur, það var svo gaman.

 

 


Góður nemandi

Kennarinn í saumó sagði okkur svo yndislega og dagsanna sögu að ég verð að deila henni með ykkur hér.

Eitthvað var mórallinn lélegur hjá krökkunum í bekknum, einelti og leiðinlegheit, sem fór fyrir brjóstið á Kennaranum. Hún sagði því við krakkana að það væri til fræg setning, 2.000 ára gömul, sem væri svona:

Þið eigið að koma fram við aðra eins og þið viljið að þeir komi fram við ykkur.

Svo spurði Kennarinn, -Hver haldiði að hafi sagt þetta fyrir 2.000 árum?

Þögn í bekknum. Nemendur horfðu hver á annan. Ekkert svar.

Þá sagði Kennarinn, -Hann var með sítt hár og skegg. Uppi fyrir 2.000 árum.

Þögn í bekknum. Nemendurnir horfðu hver á annan. Ekkert svar.

Nú bætti Kennarinn við, -Hann var í síðri mussu og gekk um berfættur í sandölum. Með sítt hár og skegg.

Allt í einu rétti einn strákurinn upp hendina brosandi út að sínum 10 ára eyrum og sagði, -Ég veit! Ég veit! Þetta var róni.

Greyjið Kennarinn átti erfitt með að hlæja ekki upphátt að elsku krúttinu sem fannst svo rökrétt að berfættur maður með sítt hár í sandölum væri pottþétt róni.


Gott var það!

Kræsingarnar!

Súkkulaðikakan. Skyr/rjómabomban. Brauðrétturinn. Rúllan. Djísess! Þetta var allt of gott hjá Hjúkrunarfræðingnum. Hef lúmskan grun um að hún sé að reyna að auka bíssnesinn á spítalanum með því að stuðla að sexföldu hjartaáfalli í saumó.

Mikið rætt og óvenjumikið af kjaftói í gærkvöldi. Hélt ég myndi detta af stólnum þegar ég heyrði af konunni sem gengur um með móður sína í handtöskunni.

Hvíti fíllinn ræddur á léttu nótunum sem betur fer. Það voru nefnilega himinn og haf á milli væntinga og skilnings á sameiginlegri för í gamla barnaskólann okkar. Eftir töluvert drama (hjá einni) og Facebook-þræði þar sem Frú Drama skrifaði heilu ritgerðirnar um framkomu annarra var málið rætt og komist að niðurstöðu.

Þegar skilaboðin eru ekki skýr og væntingar ekki orðaðar er ekki nema von að hver og einn skilji eins og honum er einum lagið.

End of story.

Ha? Þetta með mömmuna í handtöskunni. Já, það er saga um það að ákveðin kona hér í bæ gangi um með öskuna af móður sinni í töskunni og kynni hana fyrir öllum og þeir látnir heilsa í fyrsta sinn sem þeir hitta öskuna/móðurina.

Elska saumó!


Bloggið dautt?

Allaveganna hefur það verið í andaslitrunum hjá mér.

Það er nú ástæða fyrir því. 

Einhvern veginn er það svo að þegar ekkert er framundan nema norðanstormur, hliðarvindur, hálka og brekka niðurávið þá er ekkert hægt að gera nema hætta að blogga nema maður ætli að hafa bloggið eins og svæsnustu prívat dagbók með grátum og harmakvælum.

En, núna er stilla, eins og er svo ég haldi áfram með líkingarmálið og því ekkert því til fyrirstöðu að skrifa pistla hér.

Jibbí, saumó í kvöld. Hlakka til að borða gott hjá Hjúkrunarfræðingnum. Hún gerir svo góðar kökur. Hlakka ekki til að ræða Hvíta Fílinn en.... það verður. Útskýri hann betur næst. Hehe.


Heimur versnandi fer...?

Ég tel mig vera víðsýna.

Ég tel mig vera afslappaða gagnvart fyrirframskilgreindum hlutverkum kynjanna.

Ég á mjög góðan mann sem tekur til hendinni alveg eins og ég. Við vitum hins vegar hvað ég er góð í (fjármál, heilsumál fjölskyldumeðlima, "nota smokkinn"-ræðuna og slíkt...) og hvað hann er góður í (bílskúrinn, viðgerðir, eitthvað sem tengist verkfærum því ég hef ekkert slíkt í mér sem heitir að lesa bæklinga...).

En...

Ég verð að viðurkenna að það eru greinilega ákveðin mörk sem ég geeeeet bara ekki yfirstigið og myndi hreint út sagt skilja við Eiginmanninn ef hann vogaði sér yfir þau.

En í stað þess að blaðra um þessi mörk ætla ég bara að sýna þér þau og spyr hvort heimurinn versnandi fer?

sokka1 Þetta? Þetta er ekkert segir þú.

sokka2So far so good...

Hvað er konan að tala um? Mörk? Hvaða mörk ætti aumingja Eiginmaðurinn að fara yfir?

 

 

 

 

 

 

 sokka3Ég meina... þó að hann sýni smá blúndu...

 

 

 

 

 

 

 

 

sokka4

 

 

 

Bara sætur tígur?

 

 

 

 

 

sokka5

 

 

Nei!

Nei!

Nei!

Sum mörk eru og verða alltaf til staðar. Þetta er eitt af þeim mörkum sem ég get ekki séð íslenska karlmenn vaða yfir.

Hvað finnst þér?


Er þetta ekki toppurinn?

Við kíktum á þorpið Zaros sem er frægt fyrir að setja tært fjallavatn á flöskur og selja í gríð og erg um eyjuna Krít. Við bjuggum á geðveikislega flottri bændagistingu (Nana apartments) og "herbergið" var ekkert slor. Bara heil íbúð á tveim hæðum. Zaros gisting

 

 

 

Yndisleg kona að nafni Nana gaf okkur að borða á morgnana. Ég held við höfum fengið matarást á Nönu. 

Eða var það kannski hjá henni Irini á Vegerra?  Þar mætti maður bara spenntur á kvöldin...

Hjá Irinu

 

 

 

 

...spenntur að sjá hvað henni datt í hug að gefa manni að borða það kvöldið. 

maturirenu.jpg

 

 

 

Enginn valkvíði þar á bæ. Og allt... bókstaflega allt... það besta sem við höfum smakkað... ókei ókei... bjórinn og húsvínið voru að sjálfsögðu smökkuð líka.  En þetta var samt alveg ótrúlega góður matur.

Zaros er skemmtilegur bær og kom á óvart á fleiri en einn vegu. Til dæmis vissum við ekki fyrr en við gengum um þorpið að þessi botngata með vegg í endann... var engin botngata heldur var bara beygja fyrir horn... tja sirka 100 gráðu beygja þannig að þetta virkaði sem botngata þú skilur. hm_zaros_1007993.jpg

 

Eiginmaðurinn stendur akkúrat við vegginn sem snarbeygir til hægri framhjá inngangi nokkurra húsa.

 

Þetta er svo skemmtilegt þorp. Ekkert Disneyland bara náttúran uppá sitt besta og frábært fólk.


Komin frá Krít!

Við erum komin frá Krít.
Þetta frí var nú frekar skrýtið. Það má segja að við höfum gert afskaplega lítið annað en að taka það mjöööööög rólega.
Ástæðan?
Eiginmaðurinn lenti í slysi 3 klukkustundum fyrir flug frá Noregi til Krítar.

Við fórum á slysó í gærkvöldi, um leið og við vorum búin að segja hæ við unglingana á heimilinu.
Eiginmaðurinn er hælbrotinn á hægri og ökklabrotinn á vinstri og eflaust rófubeinsbrotinn líka.

Mamma kallar hann Postulínsmanninn.
Ég segi að nú sé hann búinn með óheppnisskammtinn sinn.
Hvað finnst ykkur?


Hjúkket

Málið er að mamma...

ammlidag.jpg

 Þessi hér...

askaogthroski.jpgtil vinstri að sjálfsögðu...

...fór í stóra aðgerð s.l. þriðjudag.

Ahht..bú....vonandi Smile

Og núna liggur greyjið heima og þarf að þola umhyggju okkar hinna. Heilbrigðiskerfið er náttúrulega þannig úr garði gert að um leið og viðkomandi kemst hjálparlaust á klósettið... nú þá er viðkomandi tilbúinn að fara heim.

Eins og þetta hér grey sem komst ekki niður á neðri hæð hússins hjálparlaust fyrr en eftir 5 vikur.

Loksins kominn heim

Hann var frá vinnu í tæpt ár en var sendur heim á 8. degi eftir næstum banvænt slys.

Við skulum ekki halda áfram að ræða þessi mál, blóðþrýstingurinn bara má ekki við því Wink.

Ennívei, mamma er búin í aðgerð. Komin heim. Hjúkket.

slefffÉg vona að dagatalið sem hangir í svefnherbergi vissrar konu... dagatalið með þessum herramönnum... hjálpi til að flýta bata þeirrar konu.

Ef ekki... þá hef ég alltaf eitthvað að horfa á þegar ég kem inn í svefnherbergi mömmu til að hjúkra sjúklingnum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband