Notalegt lag til að koma okkur í jólastemninguna
17.12.2010 | 00:11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heilsusamlegir dagar
15.12.2010 | 17:42
Já góðan daginn og velkomin í jólamatarkúr Sigríðar.
Dagskráin næstu 5 daga er frekar einfaldur kúr. Svo einfaldur að ég þarf bara að skrifa upp plan fyrir einn dag, hinir eru alveg eins.
Kl. 7 Borða hollan morgunmat. Það er mikilvægt að byrja daginn vel.
Kl. 9 Fá sér einn súkkulaðimola inni hjá Herði
Kl. 10 Skreppa niður í afgreiðslu og fá sér einn súkkulaðimola þar
Kl. 11 Labba fram í kaffikrók og á leiðinni stoppa hjá nöfnu og smakka Quality Street
Kl. 12 Fá sér heitan hádegisverð í mötuneytinu, muna eftir að fá sér vel af salatinu.
Kl. 13:30 Smakka helst allar tegundir af Haribo hlaupinu sem er á boðstólunum frammi í kaffikrók í boði Alþjóðadeildar, gjöf frá Þýskum félögum.
Kl. 14:30 Fá sér heilsusamlega flatköku með 11% osti sem ég kom með að heiman í morgun.
Kl. 15 Meira súkkulaði inni hjá Herði, hann hefur ekki gott af öllu þessi konfekti. Hver getur borðað 2 kíló einn og óstuddur? Þetta er bara góðmennska í mér.
Kl. 16:30 Farið að síga á seinni hluta dagsins og því gott að fá sér eina léttjógúrt áður en lagt er af stað heim.
Kl. 18:30 Hollur og heilsusamlegur kvöldverður. Burritos með hakki eða kjúklingabringa með salati eða álíka léttur matur.
Kl. 21 Jólakaka og mjólk með unglingunum og Eiginmanninum. Ekki láta það trufla sig þótt þeir vilji ekki fá sér köku. Einhver verður að fá sér.
Þessi kúr mun veita þér mikla lukku og þú ferð að minna á krukku....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Flauelsrödd Adele
10.12.2010 | 15:43
Guðminngóður hvað þessi stelpa er með fallega rödd.
Ekki er nýjasta lagið hennar verra!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
True Blood
9.12.2010 | 16:33
Ég datt inn í að horfa á TrueBlood í gerfihnattasjónvarpinu mínu. Geðveikir þættir.
Um daginn héldu aðalleikararnir keppni um hvor safnaði meiri pening til góðgerðarmála. Sigurvegarinn fékk að hanna bolinn sem hinn skyldi láta taka mynd af sér í.
Hvor vann?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jafnrétti jólanna
7.12.2010 | 22:24
Þið munið eftir því þegar Bréfasleikir birtist allt í einu heima hjá mér?
Hann á vinkonu. Reyndar er þetta allt HjólaHrönn að kenna Ég fékk nefnilega áskorun spurningu. Sem kom heilanum af stað. Og varð til þess að rétta kynjahlutfallið meðal jólasveinanna hér á bæ.
Hún er alveg svaaaaakalegt beib.
Jólasveinína er jafnréttisfulltrúi jólasveina og -meyja hér á þessu heimili.
Bréfasleikir er öryggisfulltrúinn.
Hóhóhó... Það eru fleiri vinir á leiðinni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Halló. Rautt ljós = Stopp.
6.12.2010 | 23:40
Guðmundur minn! Er bara ekki í lagi með fólk? Hættu hér ef þú nennir ekki að lesa tuð... Hinir haldið áfram með mér.
Hvað er eiginlega að gerast hér á Íslandi? Er fólk hætt að skilja hvað rautt ljós þýðir?
Í alvöru talað. Það gerist núna daglega að ég sé að a.m.k. 3 bílstjóra fara yfir á rauðu. Þetta er ekki eðlilegt ástand. Mér finnst eins og eitthvað hafi breyst í umferðinni og að fólk sé hreinlega bara í einhverri "fokk-jú" "fokking-shit" andlegu ástandi.
Beið á ljósunum við PFAFF húsið í dag, á leiðinni eftir Grensásveginum í átt að Glæsibæ. Jeppi við hliðina á mér. Hann á hægri akrein áfram eða beygja til hægri. Ég í bíl vinstra megin við hann. Við bæði stopp á rauðu ljósi. Saman í sirka 10 sekúndur. Bílar að koma niður brekkuna á sínu græna ljósi. Akkúrat þá stundina voru allir að beyja til vinstri eða hægri sem komu niður brekkuna, enginn fer áfram framhjá okkur. Hvað gerir jeppinn? HANN BARA BEYGIR TIL HÆGRI. Djísess. Hvað er eiginlega að? Hver gaf honum leyfi að dissa rautt ljós?
Það er ekki bara jeppakallinn. Mér finnst bara almennt allir, ALLIR, ekkert endilega kallar-með-hatta sem taka ekki eftir neinum ljósum eða 17 ára nýkominnmeðbílpróf unglingur sem virðir ekki rautt. Það eru bara allir.
Ég fæ bara hland fyrir hjartað að hugsa um fólk á gangbraut. Eða í öðrum bílum sem eiga réttinn / eru á grænu.
Hafið þið tekið eftir þessu í umferðinni sjálf?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Saklaus og hrein
2.12.2010 | 22:09
Ég þykist muna eftir því þegar þessi mynd var tekin...
Óljós minning um dót, svört tjöld og ljós. Tröppur sem þurfti að labba upp til að fara inn í stúdíóið. Þarna var ég 8 mánaða. Veit ekki hvort það geti staðist að maður muni eitthvað frá þessum aldri. Svakalegt krúttípútt. Svo saklaus og hrein sál.
Eitt af því sem ég hef alltaf haft gaman af er að föndra.
Sem kom sér vel fyrir Leynivininn minn þetta árið.
Við erum með skemmtilega hefð á hæðinni minni þar sem ég vinn. Nokkrum vikum fyrir jól höldum við Leynivinaviku. Allir draga nafn úr potti og í eina viku leggur maður sig í líma við að gleðja Leynivininn með gjöfum, fallegum orðum og álíka. Í lok vikunnar segjum við frá gjöfum og getum uppá hver hafi verið Leynivinurinn. Mjög skemmtilegt í dimmasta mánuðinum.
Ég var harðákveðin í því að gera bara eitthvað sjálf handa Leynivininum en gefa eina góða rauðvín í restina svona til að halda Leynivininum góðum ef ske kynni... Leynivinurinn var nefnilega starfsmannastjóri fyrirtækisins.
Ennívei... einn af mínum skemmtilegu eiginleikum er að geta aldrei alveg farið eftir leiðbeiningunum.
Svooo það var náttúrulega gefið að ég myndi ekki alveg fara hefðbundnar leiðir þegar ég ákvað að gefa Leynivininum mínum málaðan jólasvein.
Keypti svona skemmtilegt sett á næsta pósthúsi... eða kannski ekki alveg næsta því það er á Reyðarfirði en áfram með smérið. Átta drifhvítir og fallegir jólasveinar bíða þar í kassa eftir að vera málaðir í föt með andlit og svoleiðis.
Saklausar sálir.
Svo saklaus sál... Bíður milli vonar og ótta. Verð ég með rauða húfu og hvítt skegg? Eða hvíta húfu og rautt skegg?
Eða...
Kannski verð ég í rauðum búningi með svartan...
...svartan G-streng?!?!
Einu sinni var þetta svo hrein og saklaus stúlka. Hvað gerðist eiginlega?!
Bréfasleikir is in da house.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Námskeið fyrir karla
1.12.2010 | 17:26
Í morgun breytti ég til og fór í sturtu á efri hæðinni... karlahæðinni. G.M.G.!!!
Hlandlyktin!
Rykið!
Ekkisturtaðniðuroggumsíklósettinu!
Í tilefni þess rifja ég upp þetta námskeið fyrir alla þá sem þurfa á að halda heima hjá mér og annars staðar:
NÁMSKEIÐ FYRIR KARLA!!! AÐEINS FYRIR KARLA
Athugasemd: Námskeiðin eru flókin þannig að aðeins átta geta sótt hvert námskeið
Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:
FYRRI DAGUR
HVERNIG Á AÐ FYLLA ÍSMOLAMÓT ?Skref fyrir skref með glærusýningu
KLÓSETTRÚLLUR VAXA ÞÆR Á KLÓSETTRÚLLUHALDARANUM? Hringborðsumræður
MUNURINN Á RUSLAFÖTUM OG GÓLFI Æfingar með körfuefni (teikningar og módel)
DISKAR OG HNÍFAPÖR: FER ÞETTA SJÁLFKRAFA Í VASKINN EÐA UPPÞVOTTAVÉLINA? Pallborðsumræður, nokkrir sérfræðingar.
AÐ TAPA GETUNNI
Að missa fjarstýringuna til makans
Stuðningshópar
LÆRA AÐ FINNA HLUTI
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi
Opin umræða
SEINNI DAGUR
TÓMAR MJÓLKURFERNUR; EIGA ÞÆR AÐ VERA Í ÍSSKÁPNUM EÐA Í RUSLINU?
Hópvinna og hlutverkaleikir
HEILSUVAKT; ÞAÐ ER EKKI HÆTTULEGT HEILSUNNI AÐ GEFA HENNI BLÓM
PowerPoint kynning
SANNIR KARLMENN SPYRJA TIL VEGAR ÞEGAR ÞEIR VILLAST
Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar
ER ERFÐAFRÆÐILEGA ÓMÖGULEGT AÐ SITJA ÞEGJANDI MEÐAN HÚN LEGGUR BÍL?
Ökuhermir
AÐ BÚA MEÐ FULLORÐNUM; GRUNDVALLARMUNUR Á ÞVÍ AÐ BÚA MEÐ MÖMMU ÞINNI OG MAKA
Fyrirlestur og hlutverkaleikir
HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ EIGINKONUNNI Í BÚÐIR
Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni
AÐ MUNA MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR OG AÐ HRINGJA ÞEGAR ÞÉR SEINKAR
Komdu með dagatalið þitt í tímann
AÐ LÆRA AÐ LIFA MEÐ ÞVÍ AÐ HAFA ALLTAF RANGT FYRIR SÉR
Einstaklingsráðgjöf og samtöl
*Það gerist ekki neitt ef þú gerir ekki neitt*
Ég er enn að þurrka tárin... Hláturstárin... "Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar..." Múahahahaha... ég fæ bara harðsperrur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ééééég hlakka svo tiiiiiiiiiiiiil
19.11.2010 | 13:03
...að hitta vin minn Harry í dag. Vonandi tekst honum að koma sér úr öllum vandræðum sem vonda galdrafólkið kemur honum í .
...að fá pizzu a la Eiginmaðurinn að lokinni bíósýningu, eða síðar þar sem hann fær að koma með í bíó (plús mamma). Je, gamla fólkið rúlar.
...að passa tvo hunda um helgina. Ég er nú búin að horfa á grilljón The Dog Whisperer þætti...veit samt ekki hvort Frakkur og Moli viti af því .
...að njóta helgarinnar!
Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt um helgina?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kötturinn Smári
16.11.2010 | 21:32
Við eignuðumst kött í sumar.
Reyndar kom hann ekki til okkar fyrr en hann var tilbúinn, uppúr miðjum ágúst.
Við fórum allaleiðina í Grímsnesið til að sækja hann en vorum samt búin að velja nafnið á hann. Leiðrétting... Eiginmaðurinn valdi nafn á hann um leið og hann leit hann augum... hann bara féll kylliflatur fyrir honum. Mér finnst hann voða krútt. Við erum núna að tala um Smára... einbeita sér smá!
Hann er með svo skínandi skott.
Svo fallega litaðan feld.
Svo saklaus augu.
Ooooh Smári, þú ert svo mikið krútt.
Skaparinn heitir Einar og býr á Sólheimum. Þvílíkur listamaður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)