Sel ekki dýrara en keypti...
30.5.2008 | 23:23
Fann þetta á "sörfinu". Davíð sver að þetta losi mann við allar auglýsingar á blogginu:
Lokað á auglýsingar
Með því að nota Firefox og Adblock Plus (https://addons.mozilla.org/en-US/firefox/addon/1865) viðbót.
Þegar viðbótin hefur verið gerð virk og vafrinn enduræstur er hægt að fara í Adblock Plus Preferences > Add Filter og setja inn eftirfarandi skriftir:
http://mbl.is/augl/files/*
http://www.mbl.is/augl/files/*
http://www.mbl.is/mm/js/*
http://oams.visir.is/ads/*
http://www.eyjan.is/ads/*
http://eyjan.is/ads/*
http://blogg.gattin.net/syna_augl.*
Með þessu móti verða þessir vefmiðlar nánast lausir við auglýsingar.
Jájá, ég er ekki búin að þessu enda er tæknideild heimilisins á leið heim frá Þýskalandi via Manchester England.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ógn við öryggi ríkisins = Má ekki mótmæla
27.5.2008 | 18:35
Ég er nú svo fræg að tengjast nr. 16 í Morgunblaðsgreininni og velti því fyrir mér hvaða merkilegu upplýsingar fengust við það að hlera símann heima hjá ungum hjónum með 3 börn árið 1951 áður en herinn kom til að vera.
Í hlerunarbeiðninni er ekki vísað í lög heldur byggir beiðnin á tilfinningu lögreglunnar. Ég er með það svart á hvítu í afriti af þessum skjölum.
Hver var tilgangurinn með að hlera heimili rúmlega tvítugra hjónakorna árið 1968?
Að vísu mótmæltu nokkrir andstæðingar Atlantshafsbandalagsins fundi sem var haldinn hér á landi í júní 1968........ Mikil ógn af þeim sem greinilega sést á neðangreindri mynd sem fengin er úr grein á mbl.is um þennan fræga fund Nató.
Dómur sögunnar á einn veg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.5.2008 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sævar M C ?!
26.5.2008 | 23:17
24 fá ríkisborgararétt samkvæmt tillögu Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Pirr pistill
18.5.2008 | 11:15
Aðeins að fá smá útrás gagnvart öðru fullorðnu fólki sem býr í Mosfellsbæ.....
Það er ekki of mikið mál að setja Bónuskerruna í kerrustæðið eða fara með hana inn. Annars renna þær til og skemma bílana á stæðunum.
Það er hámark sóðaskapsins að henda rusli út um bílgluggann. Hvað er að ykkur?
Hvernig væri að hætta að leggja á gangstéttina fyrir framan innganginn í Kjarna (Bónusmegin), sérstaklega þið þarna ungu og fílefldu karlmennirnir? Hallærislegt.
Stubbiði sígarettuna í öskubakkann inni í bílnum en ekki henda henni út um gluggann. Skammistykkar.
Kenniði krökkunum ykkar að gatan er ekki ruslafatan fyrir umbúðirnar af því sem var keypt.
Þetta er ekkert flókið.
Beriði virðingu fyrir umhverfinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Reiðhjólahjálmur er málið!
13.5.2008 | 22:11
Rannsóknarfrúin Sigríður fór að kynna sér málið: Reiðhjólahjálmur eða ekki í lög?
British Columbia fylkið gerði rannsókn í kjölfar þess að hjálmur var lögleiddur í fylkinu og þá rannsóknarskýrslu er að finna hér.
Aðalatriðin í mínum huga úr þessari skýrslu eru.....
75% hjólreiðamanna sem slasast á reiðhjóli verða fyrir höfuðáverkum.
Málið er einfalt.
Rétt notaður reiðhjólahjálmur minnkar áhættu á heilaskaða um 70%
Til að sannfæra ykkur enn frekar hvet ég ykkur til að skoða reiðhjólahjálm Hallsteins á myndinni hér fyrrir neðan. Hjálmurinn sem bjargaði lífi hans.
Þennan hjálm var Hallsteinn með þegar Bens keyrði aftan á Hallstein á reiðhjóli við Vesturlandsveg. Hallsteinn rann eftir húddinu og skall af öllu afli með höfuðið / hnakkann á efri gluggapóst framrúðunnar. Hann dældaði gluggapóstinn á bílnum með hjálminum. Svona lítur hjálmurinn út eftir þetta slys.
Þið sjáið að það vantar bita aftan á hjálminn. Þetta hefði annars verið höfuðkúpa Hallsteins...í kistunni.
Bloggar | Breytt 14.5.2008 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Flýta mér hvað?!
6.5.2008 | 21:02
Hér kemur mynd sem lýsir svipnum á mér þegar eiginmaðurinn vogaði sér í morgun kl. 07:47 að segja að það væri mér að kenna ef hann yrði of seinn í vinnuna.
Við förum saman í bíl þar sem hann getur enn ekki hjólað.
Grunnregla nr. 1: Það er ALDREI mér að kenna ef hann mætir ekki kl. 08:00. Aldrei.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvunndagshetjur
30.4.2008 | 10:00
Krabbameinsfélagið gerir marga góða hluti. Best væri samt ef þessi starfsemi væri undir LSH. Meðferðir og allt annað er þar. Þekki málið örlítið vegna stjúpu.
Stjúpa er með krabbamein. Nú er það í beinum og lifur. Það byrjaði í vinstra brjóstinu 1999, kom aftur fram hjá viðbeininu vorið 2006 en var uppgötvað á ný í beinum og lifur í febrúar 2008.
Krabbameinið var lúmskt. Faldi sig og því fögnuðum við þegar blettirnir sem sáust á beinunum í október 2007 voru bara beineyðing vegna lyfjagjafa í baráttunni við krabbameinið. Aldeilis ekki.
Stjúpa var gift pabba og á með honum tvo unglinga, stráka jafngamla mínum. Þau pabbi höfðu undirbúið sig undir það að hún næði ekki að fylgja drengjunum eftir þar til hún yrði gömul og grá.
Pabbi dó 3 mánuðum eftir greiningu í fyrra. Krabbamein í brisi. Hann var 63. ára. Ótrúlegt. Ég er enn að ná því að hann er ekki lengur hjá okkur.
Stjúpa er svo mikil kjarnakona að það hálfa væri meira en nóg.
Hún er primus motor fjölskyldunnar. Göngutúrar, leikhús, listviðburðir.........
Hún segir að það besta við öllu sé að hreyfa sig. Gerði það þegar hún var í lyfjameðferðinni og leið sem verst. Henni leið betur eftir góðan og langan göngutúr.
Núna setur hún eyrnatappa á milli tána, er með milljón innlegg í skónum, kaupir sér fullt af sandölum og þrammar um allt með svo miklar blöðrur á fótunum. Áhrifin af krabbameinslyfjunum.
Hún er algjör nagli. Ótrúleg kona. Algjör hetja hvunndagsins.
Varagljái fyrir gott málefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Korbinian krútt
26.4.2008 | 11:20
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ó ó Regína
17.4.2008 | 14:13
Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið " | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Algjörar í Amsterdam
17.4.2008 | 10:06
Fyrsta daginn fórum við í leit að kaffihúsi. Stjúpa er koffínisti nr. 1 á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Hún er komin niður í 5 bolla á dag, dulladull.
En semsagt, við tvær fórum að leita að kaffihúsi.
Assgoti eru þetta drusluleg kaffihús, sögðum við við hvor aðra, þetta er nú ekki líklegt til að bjóða upp á gott kaffi... innifyrir voru ungir menn, ekki mjög hreinir að sjá, innréttingar nánast engar fyrir utan málverk á veggjum... svona Bob Marley í 4ra fermetra stærð....Trekk í trekk hörfuðum við út af stöðum merktir í bak og fyrir sem Coffee House.
Stjúpa var að verða örvæntingarfull. Komið fram yfir tímann, varð að fá koffín strax!
Römbuðum loks inn á stað við hliðina á kaffihúsi sem virtist vera bakarí. Mynd af staðnum í Amsterdam myndaalbúminu. Þar fékkst allt í lagi expresso og stjúpa gat þá farið í skoðunarferðina.
Um kvöldið lá ég uppi í rúmi og las loksins allt um Amsterdam í túristabókinni sem mamma sendi mér.
Í bókinni stendur að ferðamenn skuli hafa það í huga að neysla eiturlyfja er leyfð í Amsterdam og að svokölluð "soft drugs" neyti menn á almenningsstöðum sem eru merktir sem Coffee House....... Einkenni eru oft furðulegir litir á veggjum, stór málverk af rastaförum, eða myndir af hassplöntunni.....
Einmitt..... Algjörar í Amsterdam!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)