Hvunndagshetjur

Krabbameinsfélagið gerir marga góða hluti. Best væri samt ef þessi starfsemi væri undir LSH. Meðferðir og allt annað er þar. Þekki málið örlítið vegna stjúpu.

Stjúpa er með krabbamein. Nú er það í beinum og lifur. Það byrjaði í vinstra brjóstinu 1999, kom aftur fram hjá viðbeininu vorið 2006 en var uppgötvað á ný í beinum og lifur í febrúar 2008.

Krabbameinið var lúmskt. Faldi sig og því fögnuðum við þegar blettirnir sem sáust á beinunum í október 2007 voru bara beineyðing vegna lyfjagjafa í baráttunni við krabbameinið. Aldeilis ekki.

Stjúpa var gift pabba og á með honum tvo unglinga, stráka jafngamla mínum. Þau pabbi höfðu undirbúið sig undir það að hún næði ekki að fylgja drengjunum eftir þar til hún yrði gömul og grá.

Pabbi dó 3 mánuðum eftir greiningu í fyrra. Krabbamein í brisi. Hann var 63. ára. Ótrúlegt. Ég er enn að ná því að hann er ekki lengur hjá okkur.

Stjúpa er svo mikil kjarnakona að það hálfa væri meira en nóg.

Hún er primus motor fjölskyldunnar. Göngutúrar, leikhús, listviðburðir.........

Hún segir að það besta við öllu sé að hreyfa sig. Gerði það þegar hún var í lyfjameðferðinni og leið sem verst. Henni leið betur eftir góðan og langan göngutúr.

Núna setur hún eyrnatappa á milli tána, er með milljón innlegg í skónum, kaupir sér fullt af sandölum og þrammar um allt með svo miklar blöðrur á fótunum. Áhrifin af krabbameinslyfjunum.

Hún er algjör nagli. Ótrúleg kona. Algjör hetja hvunndagsins.


mbl.is Varagljái fyrir gott málefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband