Hvunndagshetjan mín nr. 1, fyrsti kafli
16.4.2008 | 20:16
Mig hefur lengi langað til að blogga örlítið um þessa frétt enda málið mér skylt. Hjólreiðamaðurinn er betri helmingurinn að nafni Hallsteinn.
Ungur ökumaður búinn að keyra langa leið frá Borgarnesi, fer slysalaust gegnum 5 hringtorg Vesturlandsvegar áður en hann sofnar undir stýri eftir síðasta hringtorgið og keyrir beint á Hallstein sem var að hjóla rétt utan vegar. Ég var bara á sextíu, segir drengurinn. Ég vaknaði ekki fyrr en hann skall á rúðuna hjá mér og þá fór ég að bremsa.
Hallsteinn flaug 12 metra í loftinu og rúllaði áfram aðra tvo. Endaði á milli akreinanna í átt til Reykjavíkur.
Klukkan var rúmlega níu á sunnudagsmorgni, Hallsteinn að keppast við að ná á hjólaæfingu og veit ekkert fyrr en hann vaknar á spítala seinna þann dag. Reyndar man hann ekkert eftir fyrstu tæplega tveim vikunum því að skammtímaminnið var ekkert þann tíma.
Bæklunarlæknirinn hans hefur aldrei séð svona slæm beinbrot. Heila og taugaskurðlæknirinn er feginn að lófastór blæðing er utan við heilann. En Hallsteinn er í lífshættu alveg þar til búið er að fjarlægja blæðinguna því hún getur valdið bjúg á heila og þegar heilinn þrýstist niðurávið vegna plássleysis þá slekkur hann á öndunarstöðvunum og Hallsteinn deyr.
Aron heilalæknir gerir sitt kraftaverk.
Við taka margir klukkutímar þar sem Bogi bæklunarlæknir gerir er að annarri hendinni, hin er talin geta gróið. Á gjörgæslunni gleðjumst við Magga stjúpa yfir því að hann getur hreyft hendurnar, taugaskaðinn ekki algjör.
Það líða nokkrir dagar í miklum sársauka og í ljós kemur að hin hendin mun ekki geta gróið, það þarf að setja mergnagla líka í hana. Önnur og löng aðgerð fyrir Hallstein.
Á áttunda degi fær Hallsteinn að fara heim, hann getur nefnilega gengið á klósettið sjálfur! Við taka erfiðir dagar heima, fyrir okkur bæði. Hallsteinn þjáist af miklum svima og er ekki fær að ganga nema með stuðningi. Mamma er á landinu sem betur fer og bjargar málunum hvað varðar unglingana okkar tvo.
Tíminn líður og í janúarbyrjun, eftir mikla verki í vinstri hendi, kemur í ljós að ekkert hefur gróið saman s.l. 5 mánuði. Háorkubroti má líkja við sviðna jörð eftir napalm sprengju, segir Bogi. Það er ekkert til að gróa saman. Þriðja aðgerðin fyrir Hallstein, tekur nokkra tíma og tveir einvaladrengir við stjórn, Bogi og Ingvar.
Enn er beðið og eftir mánaðarlegar heimsóknir til Boga fáum við loksins gleðifrétt í byrjun apríl. Vinstri brotin eru loksins farin að sýna gróanda.
Af hverju er ég að segja frá þessu öllu? Jú þessi litla frétt er bara rétt efsti toppurinn á ísjakanum sem Hallsteinn hefur þurft að kljást við.
Nú er ég búin að vera heima í 3 daga í flensuveiru og er að verða geðveik. Hef ekkert að gera. Halló halló. Hvað með Hallstein? Hann er búinn að vera heima í 270 daga.
Hallsteinn er ótrúlega vinamargur og það hefur því haldið geðheilsunni hans að vera í sambandi við þá en þetta fékk mann til að hugsa.
Hugsa hvað hann er mikil hetja að hafa lifað þetta tímabil af og haldið sönsum.
Hugsa um hverjir hafa reynst vinir í raun.
Hugsa um hvað ég er heppin að eiga hann að.
Hugsa um hvað einn maður getur valdið mikilli eyðileggingu vegna þess að hann er smiður í aðalstarfi, smiður í aukastarfi hjá öðrum verktaka og svo yfirdyravörður á skemmistað um helgar. Allt af því hann fór af stað vansvefta.
Hugsa um hvað Hallsteinn er heppinn að hafa lifað af.
Hjálmurinn bjargaði, það er ekki spurning. Fjarlægðin á spítalann bjargaði honum, það er ekki spurning.
Jákvæðni, einurð og líkamlega gott form, bjargaði Hallsteini, það er ekki spurning. Hann hjólaði alla daga ársins í vinnuna, minnst 20 km á dag.
En eftir 270 daga get ég ekki annað en útvarpað því á ykkar torg að Hallsteinn er algjör hetja, hvunndagshetja!
Alvarlega slasaður eftir reiðhjólaslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mónakó schmónakó
15.4.2008 | 21:40
Iss piss, þetta er nú ekki merkilegt ríki þetta Mónakó. Þeir eru með Evruna en ekki í Evrópubandalaginu. Fá víst aldrei inngöngu þar sem þeir eru ekki nógu lýðræðislegir, einn prins ræður bara öllu. Meira að segja hvaða litur er valinn á opinberar byggingar, haldið að það sé nú stjórnsemin.
Maður fékk nú netta minnimáttakennd þótt sé stoltur eigandi 4ra ára gamals Subaru Forrester því að það sást ekki ein drusla í þessu smáríki. Bílaumboðin eru náttúrulega ekkert slor. Ekkert Toyota takk eða svoleiðis heldur bara Bentley, Ferrari, Aston Martin og álíka kalíber. Halló, er ekkert venjulegt fólk þarna? Greinilega ekki.
Myndirnar eru í Mónakó albúminu.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Deee...mmm...
15.4.2008 | 21:13
Klifraði 45 hæðir í Hong Kong | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ástæða hækkandi gengis
18.3.2008 | 13:51
Ég viðurkenni það hér með fúslega opinberlega að ég skil ekki af hverju gengið hækkar og hækkar.
Ísland er svo hræðilega lítið markaðssvæði og þjóðarframleiðslan er svo lítil miðað við önnur lönd að við erum óhjákvæmilega háð samhenginu, semsagt stærri markaðssvæðum og hvernig ástandið er á þeim. En af hverju hefur það áhrif á gengið okkar á Islandi,á evrunni, sterlingspundinu, dönsku krónunni til dæmis?
Hvað veldur hækkandi verði gengis? Hver getur útskýrt fyrir mér á einfaldan hátt í minna en 50 orðum?
Gríðarlegt flökt á krónunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Óóó flensa
6.3.2008 | 11:29
Jájá. Búin að liggja í flensu síðan á laugardag. Missti af flensusprautunni þetta árið en vinnustaðurinn minn býður upp á slíkt ókeypis
Það sem er verra er að eiginmaðurinn hefur nú legið á þriðja dag með sömu pest og þar sem ég elska hann svo mikið þá mun ég eingöngu láta þetta myndskeið tala fyrir mig þegar þú spyrð hvort hann sé jafn lasinn og ég? Þú VERÐUR að skoða þetta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er svo fyndið
21.2.2008 | 12:06
Hvernig væri nú að taka einn svona næst þegar einhver fulltrúi fyrirtækis hringir til að bjóða þér eitthvað aaaalveg frítt?
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þa'nebblea það
4.2.2008 | 20:26
Jæja þá er maður búinn að ganga frá jólaskrautinu
Allt í lagi, allt í lagi, þú sást í gegnum mig!
Jæja þá er mamma sem kom alla leið frá Englandi búin að ganga frá jólaskrautinu.
Við elskum það þegar hún kemur í heimsókn. Þá er svo gaman saman..... .... (hvísl) og allt hreint og fínt allan sólarhringinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fluga á vegg
1.2.2008 | 22:36
Ef þú vilt vera fluga á vegg hjá okkur fjölskyldunni á föstudagskvöldum..... þá er það bara akkúrat svona stemning ;o)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hulunni lyft
31.1.2008 | 23:21
Var á skemmtilegu kvöldi meðal 200 kvenna. Séra Jóna Hrönn hélt lengstu ræðuna en mikið svakalega var ræðan innihaldsrík / áhugaverð / hreint út sagt frábær! Sjálfsmynd kvenna í ljósi Jesú frá Nazaret. Hreint út sagt "an eye-opener".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Davos Spurningin
27.1.2008 | 17:32
Sniðug leið til að fá umheiminn (þennan rafvædda) til að taka þátt í þessu þingi.
Og þessi er ekki með slæma hugmynd? Hér talar Dr. Rajendra Pachauri, Chairman of the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)