Laugardagsmorgunn

Oh hvað ég elska laugardagsmorgna! Vakna snemma, kíki út, ennþá snjór. Litli spörfuglinn kominn til að gæða sér á brauðmolum, verð að muna að kaupa kornkúlur og lítil epli til að gefa honum í dag. Helli upp á gott kaffi í yndislegu kaffikönnunni minni. Hún sýður vatnið fyrst, hvílíkur lúxus. Synirnir fara að rumska, eiginmaðurinn kominn á fætur á undan mér. Fórum í kvöldgöngutúr í gær áður en Wallander byrjaði. Stjörnurnar sáust svo vel og það var allt svo fallegt í snjónum. Eins og demantakurl yfir öllu.

Búinn

Eiginmaðurinn kominn úr aðgerð og allt gekk vel. Ekki þurfti að sækja bein í mjöðm þannig að þetta verður miklu verkjaminna. Nú hlýtur þetta allt að stefna uppávið :o)


Skaupið útskýrt

Fyrir þá sem föttuðu EKKI sketsið með parinu í ljósbláu íþróttagöllunum í Skaupinu.... Horfið... Á allt... Þótt ykkur flökri... Hehehe...

Hann fer í aðgerð á morgun

Eiginmaðurinn fer í aðgerð á morgun. Vinstri handleggurinn grær ekki saman enda eru brotin beinin víst eins og sviðin jörð eftir napalmsprengju. Bæklunarlæknirinn ætlar að draga út mergnaglann og 4 skrúfur og setja nýtt sett í. Fyrst á að kreista brotin saman, bora í mjaðmarkambinn og sækja þar beinflís, mylja hana og skella í rifurnar á upphandleggsbeininu.
Við hlökkum bara til því eiginmaðurinn hefur verið með sára og stöðuga verki í þessum brotum í marga mánuði. Loksins sér fyrir endann á þessum verkjum. Ef allt gengur vel mun hann geta farið að stunda vinnuna að hluta til í byrjun mars, 7 mánuðum eftir slys. Jibbí!


Deck the halls....

Ha! Svona á þetta að vera. Að springa af seddu eftir frekar seint snæddan hádegisverð (breakfast brunch) með einni pintu af Abbots Ale á Sheringham Pub. Strandlengjan hafði verið gengin fram og til baka, átti maður það skilið or what? Allir sælir með sínar gjafir. Drengirnir hafa yfir þrjátíu sjónvarpsstöðvar að velja á milli á kvöldin ef ekki er farið í bíó, amma er best. Sá Richard E. Grant niðri í bæ, hann er svo mikil dúlla Wink. REG classic fmEiginmaðurinn benti mér að sjálfsögðu á að ef mér hefði ekki legið svona á að fara yfir götuna þá hefðum við getað heilsað honum og kannski spjallað? O.M.G. mín hefði kannski orðið orðlaus í fyrsta sinn?

Löggu og bófa

Er Mosfellsbær svona Stepford Wives bær? Allir dópistar, krimmar, ofbeldisseggir hér í bæ fara bara í svona standby mode og hreyfa sig ekki frá því klukkan hálfsex á laugardagsmorgnum og fram til hálfátta á mánudagsmorgnum. Af hverju spyr ég að þessu? Ástæðan er einföld. Á þessum tíma erum við löggæslulaus. Löggustöðin er tóm.

Krakkar að sprauta sig inni á almenningsklósetti í Mosó? Nei, við sinnum ekki svona lítilvægum málum á þessum tíma segir stórborgarlöggan sem á þó að vera stóribróðir á meðan.

Jamm og já. En síðan erum við með Rauða Krossinn og þeirra forvarnarstarf. Það hefur verið meðal annars að stuðla að forvörnum í samvinnu við foreldra.
Foreldrar grunnskólabarna hafa farið í lögguleik í tvo tíma um helgar, milli 22 og 24. Elt uppi unglingana hér um bæinn. Ekkert gert, bara horft á þau ábúðarfull og "Eruð þið ekki að fara heim krakkar?" Skýrsla kannski send til Fjölskyldusviðs eða hringt í hana Guðrúnu löggu eftir helgi. Mikið rætt um mikilvægi forvarrna með rölti en ekkert markvisst hefur komið út úr því bara pirringur út í foreldra að mæta ekki í löggó. Rauða Kross fulltrúar hættu því sjálfir að mæta á rölt.

Hins vegar lagði fulltrúi foreldrafélags Lágafellsskóla til á fundi með fjölskyldusviði að félagsmiðstöðvarnar sæju alfarið um þetta forvarnarstarf í samvinnu við Rauða Krossinn og lögregluna eins og í Reykjavík, til að markvisst forvarnarstarf væri í gangi með fagaðilum.

Ekkert hefur spurst til forvarnarstarfs um helgar okkar megin (Lágafellsskólamegin) og greinilega engin vandamál á ferðinni með unglingana. Einmitt já.

Hvað er Kjósarsýsludeildin að aðhafast þessa dagana?


Ráðherfa?

Þvílík yndælis orðsnillingur er þessi drengur!

Skoðist vel og vandlega:

http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/entry/371835/

Bráðaofnæmi fyrir...?

Vaknaði í vikunni snemma morguns og klæjaði hræðilega mikið á maganum. Fór inn á bað til að vekja ekki eiginmanninn og kveikti ljós til að skoða. Reif mig úr náttbuxunum. Hva? Eldrauður maginn? Hroðalegur kláði? Síðan færðist kláðinn yfir í lófana og ég gekk um gólf klukkan fimm að morgni og horfði undrandi á puttana á mér. Og lófana. Allt logaði af kláða og var eldrautt. Hvað var eiginlega í gangi? Hvað átti að gera? Leit í spegil og sá að eyrun voru líka orðin eldrauð. Nú voru góð ráð dýr! Þá fór tungan að bólgna..... hvað var nú að ske?

Var sem betur fer með gemsann hjá mér inni á baði til að sjá hvað klukkan væri. Ýtti á 112. Maður svaraði. "É hedd é þé me onnæmi. Gedurru þent þjúkabíl hinga þí dungan er þúeföld og ég á eðfiht me a tala?" Þurfti að tvítaka og þrítaka sumt því að ég var illskiljanleg, skiljanlega.

Eiginmaðurinn var vakinn til að láta hann vita hvert ég ætlaði og hann benti mér góðfúslega á að fara í eitthvað að neðan áður en sjúkrabíllinn kom. Ég var víst í svolitlu uppnámi. Sjúkarbíllinn skaust niður á Landspítala og ég fékk þar fínan lyfjakokteil til að slá á ofnæmið og útbrot sem höfðu breiðst um allan líkamann hurfu. Er nú með bráðaofnæmi fyrir? Verður athugað um miðjan des en þangað til er ég með galdrapennann á mér.

Galdrapenninn er víst lífgjafinn ef þetta gerist aftur. Heitir Epi-pen og er með adrenalín inni í sér. Má stinga í gegnum föt og allt. Næst verður það víst eiginlega þannig að hálsinn lokast, hugsanlega bólgnar tungan áður, kannski ekki... Enginn kláði fyrst eða viðvörun þ.e.a.s. ef ég kemst í tæri við ofnæmisvaldinn. Mér fannst læknirinn vera nú óþarflega svartsýnn þegar hann lýsti næsta ofnæmiskasti fyrir mér. Gerði mig bara taugaveiklaða ;o)

Heimilismenn og vinnufélagar hafa nú fengið upplýsingar og kennslu í að nota pennann á mig. Ég sá blik í augum sona minna þegar ég sagði að jú, það mætti stinga í rassinn ef ekkert annað væri í boði... Vona að þeir reyni nú við lærvöðvann fyrst ef svo ber undir.


Einfalt bæjarfélag!

Greinilega ekki mikið mál að gera fjárhagsáætlun fyrir heilt bæjarfélag með öllum þeim málaflokkum og verkefnum sem þar þarf að vinna ef sú vinna á að hefjast á allra næstu dögum..... Eða er bara alltaf notað copy-paste frá síðasta ári? Ekki traustvekjandi, herra forseti bæjarstjórnar.
mbl.is Mosfellsbær skoðar málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi heldur athyglinni


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband