Rabbarbaragrauturinn

Guð hvað ég skildi son minn áðan í kvöldmatnum þegar hann hætti að borða rabbarbaragrautinn eftir 2 matskeiðar.
Mér fannst grauturinn góður (enda bjó ég hann til sjálf) og eldri syninum fannst það líka (3 diskar hurfu ofan í hann) þannig að ekkert var að grautnum.
Ég man eftir því þegar ég var elt niður 2 hæðir, alla leið niður í þvottahús, því ég neitaði að borða rabbarbaragrautinn. Hann var svo ógeðslegur, mjólkin sýrð og grauturinn súr. Oj, ég fæ hroll og minningin situr pikkföst í huga mér.
Drengurinn fékk því að hætta eftir að hafa smakkað. Það dugar mér.


Vávává!

Ég tek ofan fyrir rólyndi 17 ára ökumanns sem skrúfaði niður rúðuna í loftinu, í miðri veltu! Þvílíkar stáltaugar. Gott að fór ekki verr hjá þeim og góðan bata.
mbl.is Heppnar að ekki fór verr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er svo fyndinn....

Jim Unger er fyndinn kall og sköpunin "Hermann" er náttúrulega baaaara bestur!

Herman


Ár er liðið

Jæja kæru vinir og félagar. Nú er ár síðan Jón Ásgeir Sigurðsson, pabbi, dó. Jás

Það er ekki sjaldan þetta árið sem ég hef hugsað með sjálfri mér, ef hann bara vissi! Þvílíkar sviptingar í borgarmálum, bæjarmálum Kópavogs og á landsvísu. Djísuss...

Ég trúi ekki á drauga eða árur en finnst ekkert að því að aðrir séu á þeirri línu. Það bara hentar mér ekki. En eitt furðulegt gerðist um daginn. Ég lá uppi í rúmi að hvíla mig. Ég dormaði eins og sagt er, milli svefns og vöku. Þá er ýtt í öxlina mína, pabbi hallar sér að mér og segir: "Ætlarðu ekki að kveðja?"

Ég stökk náttúrulega á fætur og auðvitað stóð enginn við hliðina á mér en ég hefði getað svarið það að ég var vakandi þegar þetta gerðist. Svona er þetta......Fríkí!

 


Ó mig auma

Hvers á ég að gjalda?

Haldiði ekki að bévítans vinstri afturdempari fagurrennireiðarinnar minnar (Subaru Forrester) hafi ekki verið að eyðileggjast? Bíllinn er 4. ára.

Var stödd á Ísafirði og Ari á verkstæðinu kannaðist nú við þetta vandamál á þessari tegund og árgerð!

Hann hringdi suður til að panta dempara. Kostar 60.000 kr. Kominn úr ábyrgð þrátt fyrir að vera þekkt vandamál.....  Ég fölnaði og sagði bara jájá, drífum í þessu, fjölskyldan borðar bara salat og hafragraut næstu mánuði.

En neieieieiei..... Bara til hægri dempari í umboðinu. Hægri. Ekki vinstri.

Það kemur ný sending í næstu viku af vinstri dempurum.  En þá kosta þeir 70.000 krónur.

Ég keyrði dúandi og marrandi bíl suður til Mosfellsbæjar og gnísti tönnum yfir helv... genginu. 

En ég vorkenni Ladda. Mánaðarlaunin hans fara öll í einn dempara. Eins gott að hann á ekki Subaru Forrester 2004 árgerð..... 


Við erum ekki í lagi?

Fórum til Krítar 25. júní.

Lentum í 5 klukkustunda töf á flugtaki.

3 og 1/2 tími vegna hvíldar áhafnarmeðlima og 1 og 1/2 tíma seinkun vegna hjóna sem voru of drukkin. Fengu ekki að fara um borð og því þurfti að finna farangurinn þeirra og henda út úr vélinni.

Jæja. Komum til Krítar og viti menn...er ekki bara hitabylgja? En við heppin. Einungis 35 stiga hiti.

En við erum náttúrulega ekki í lagi eins og vanalega. Aldrei gera það auðveldasta! Fengum yfirlit yfir hvaða ferðir voru í boði fararstjóranna og hvað haldiði?

Við skelltum okkur á degi þrjú (tæknilega séð degi tvö því við komum að verða miðnætti 25.). Ennívei, 27. júní smelltum við okkur í eina 17 kílómetra langa göngu eftir Sammaria gilinu. Í 35 stiga hita. Allt niður í mót. Fyrstu 300 metrarnir á 45 mínútum (lesist...mjööööög bratt). Í 35 stiga hita. Tók 6 klukkustundir. Í 35 stiga hita. Einmitt. Við erum ekki í lagi. Eeeen...voða fallegt í gilinu og við glöð þegar þetta var búið.

Til hamingju

 


Löt latari lötust?

Jamm...

Búin að vera í fínu blogg fríi og fæ þá bara komment frá KTomm um að ég sé "latur bloggari". Hahaha...

Satt en ekkert sem skaðar sálina. Þið vitið að ég var í fríi Whistling

Kem mér í gírinn í vikunni og segi ykkur frá Krítar- og Íslandsfríi. Aðeins farin að reyta inn myndir í albúm en þetta er semsagt verk í vinnslu.

Bóndinn í veiðiferð í Veiðivötnum og yngri gullmolinn flaug til Ísafjarðar í dag. Bara enn meira frí Tounge

 


Hmmm...

Stundum er maður bara ekki í neinu blogg stuði eins og hefur sést.

Þreytan er löngu farin að segja til sín og ég finn að það er ekkert eftir í vara-batteríinu.

Eins gott að ég fer í sumarfrí eftir viku. Tek 4 vikur í einu og hlýt að ná mér upp á því.Grin

Heimsæki Dani miðvikudag og fimmtudag. Vinnan.

Heimsæki Krítverja miðvikudag eftir viku. Fríííííííí............. CoolKissing

 

 

 

 

 

 

 


Mikið líður mér betur með að vita þetta....

Hefði kannski verið smart að segja hvað Alfesca gerir og hverjir eru stærstu hluthafar? Af heimasíðu Alfesca:

Alfesca is a leading European producer in its selected categories, which are smoked seafood, regional duck products, shellfish, blini, spreadables, snacks and other ready-to-eat products.

Ten largest shareholders - 22 November 2007

Kjalar Invest B.V.39,67%
Kaupþing Banki hf.18,88%
Straumur Burðarás Fjárfest hf.  6,79%
Glitnir banki hf  6,71%
Citybank                                              5,25%
Stafir lífeyrissjodur  5,09%
Gildi lífeyrissjóður  4,38%
GLB Hedge  2,18%
Landsbanki Íslands hf  1,32%
Arion safnreikningur  1,31%
Total  91,58%


Semsagt skyndiréttafyrirtæki og stærsti hluthafinn er "íslenskt" fjárfestingafélag...með aðsetur í Hollandi.

 


mbl.is Bróðir emírsins í Katar kaupir hlut í Alfesca
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haldiði að sé nú!

Er minn ekki langflottastur? Fyrsta hjólaferðin í 10 og 1/2 mánuð... Gegt.

Lagt af stað


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband