Þú ert með bólu

Ég var nýbyrjuð með eiginmanninum. Var að fara í fyrsta sinn í bíó með honum. Leit í spegil. Æ, hvaðan kom þessi litla bóla? Æ ég meika bara yfir þetta, hún sést ekkert.

Þar sem ég bjó hjá ömmu..... og hún stóð við hliðina á mér... þá lá beinast við að spyrja hana, -Lít ég ekki bara ágætlega út?

Hún horfði á mig með ástúð í augum, hallaði sér nær mér, nánast upp við nefið á mér og sagði, -Guð minn góður hvað þú ert með stóra bólu á kinninni!

Ef ég hefði átt hauspoka þá hefði ég sett hann upp en í því hringdi dyrabjallan.....Kærastinn var kominn til að sækja mig.

Einhvern veginn tókst mér seinna um kvöldið að lauma þessu hræðilega andlitslýti í samræðurnar, svona rétt til að afsaka það að mér hafði sprottið bóla....... en þá segir þessi elskulegi núverandi eiginmaður minn.....-Ha hvaða bóla?

Hann er náttúrulega einstaklega ljúfur og mikið prúðmenniInLove


Skroppið á Suðurskautið

Við mamma skruppum á Suðurskautið. Létum taka mynd af okkur.

Elin_og_Sigga

Já....

....það eru kannski ekki bekkir á Suðurskautinu?

Ekki það nei?

Ha? 

 

Bara tékka á athyglisgáfunni ykkar. Auðvitað var myndin tekin þegar við skoðuðum Gullfoss í einstaklega fallegu veðri og brjáluðu roki í byrjun ársins.

Ég sagði brjáluðu roki.

Sigga_close 

Hehe.


Rekaviður

Á ferð okkar um vestfirði í sumar sáum við ansi mikið af rekavið.

Gegnumgangandi þema bænda var að nota rótarklump við innkeyrslu að bænum. Dáldið þreytt eftir þriðja bæinn....

Hér er ný hugmynd fyrir ykkur sem komist yfir rekavið.

 Anth-bord

Fengin að láni hjá www.anthropologie.com


Má ég faðma þig?

Fyrstu orðin sem eiginmaður minn sagði við mig voru, -Má ég faðma þig? Brosandi út að eyrum stóð maður í prjónapeysu fyrir framan mig og spurði þessarar spurningar. Ég sagði auðvitað já, ekki spillti fyrir að sá sem bauð faðmlagið var hinn myndarlegasti. Hann var reyndar vinur manns sem var að reyna við vinkonu mína. Við biðum á meðan þau hin reyndu við hvort annað og spjölluðum saman hálfa nóttina. The rest is history eins og sagt er.

Ótrúlegt hvað eitt faðmlag getur breytt miklu. Það verður allt svo miklu betra. Skapið lyftist og maður fyllist krafti.

Það er svo gott að faðma, að vera sá sem býður faðmlagið. Það er jafn gott og nærandi að vera sá sem tekur á móti.

Prófaðu.


Fréttir vikunnar

Leiðinda frétt

Beinin gróa ekkert hjá Hallsteini

Baráttu frétt

Hallsteinn ætlar að fá álit annars sérfræðings

Skemmtileg frétt 

Kári (í 10. bekk) var hæstur á prófi í náttúrufræði og fékk frábæra einkunn í stærðfræði

Spá frétt

Haukur (á 2. ári í MH) verður rithöfundur, þvílíkur snilldarpistill sem drengurinn skrifaði fyrir Íslensku, ég roðnaði því hann fer langt fram úr mér í snilld ;o)

Tilhlökkunar frétt

Föstudagspizzukvöld í kvöld, heimagerðar pizzur rúla og það er gaman að fá gesti

Veikinda frétt

Ég, rúmið, hóst

Vinkvenna frétt

Held að saumaklúbburinn ætti að ganga í AA, hann er svo óvirkur 

 


Klukkuð

Hallsteinn klukkaði og hér eru svörin.....

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina

Flakaði fisk hjá SÚN Neskaupsstað (stanslaust djamm)

Býtibúrsdama á Geðdeild Borgarspítalans (vel kryddaðir einstaklingar þar)

Beinlínusérfræðingur RB (hef aldrei hlegið jafnmikið)

Hjá Íslandspósti (ótrúlega skemmtilegt)

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá

Stranger than Paradise (við Halldóra hlógum alla myndina á meðan listaelítan horfði uppskrúfuð á) 

Bladerunner (á sínum tíma ógeðslega flott)

Blood Simple

Bittu mig elskaðu mig (féll þá fyrir Almodovar og hans leikaraliði)

Fjórir staðir sem ég hef búið á

Mulbarton UK

Reykjavík

Hafnarfirði

Mosfellsbæ (þar er best að vera)

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

House

Star Trek (framhaldsþættir hinna hugsandi ;o)

CSI (hvar sem er)

Doctor Who (elska breskan húmor og sci fi)

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

Krít (yndislegt fólk og yndislega falleg eyja)

Norwich (besta borg utan Íslands því þar á mamma heima)

Illugastaðir (oh! slappa svo vel af þar)

Ísafjörður (hefur allt sem þarf og meira til)

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

mbl.is (pottþétt daglega)

google.is (sama hér)

Póstbókin (ójá)

vedur.is

Hva? Haldiði að ég setji inn mest djúsí síðurnar? Nebb, verð að hafa einhverja mystík.

Fernt sem ég held uppá matarkyns

Krítverskt salat

Hallsteins pizzur

Saltimbocca ala Elín

Ristað brauð með hunangi og ískalt mjólkurglas 

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

Who will take this man?

Rancas, þorp á heljarþröm

Shadow Heart

Maðurinn með gulltennurnar

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka

Hrannsa

arh

kari-hardarson

systa

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna

41 Alexandra Road 

Manolis veitingastaðnum, Krít

Hjólandi í Bleiksmýrardal

Heitum potti á Illugastöðum

 

 

 

 


Dagurinn í dag

Í dag vitna ég í samtök sem hafa hjálpað mér.

Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt.
Kjark til að breyta því sem ég get breytt,
og vit til að greina þar á milli.

Láttu ekki hugsanir þínar dvelja á dögum harma þinna, en fremur á hinum sem færðu þér birtu og frið.

Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin. (Orðskviðirnir)


Teknó-diskó játning

Ég viðurkenni að þessir gera vinnuna skemmtilegri þessa dagana! Þessi músík smekkur er líklega því að kenna að ég elst upp við klassíska músík, diskó, pönk og uppgötvaði Jean Michel Jarre á unglingsárunum. Fila hann ennþá.

Daft Punk eru góðir.


Minn er 42ja í dag......

Hehehehe.... hann nálgast minn aldur óðfluga....en aldur minn er jafn óræðinn og þessi mynd....

Sólbogi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hallsteinn myndaði þetta listaverk sólarinnar. 

 

 


Brúsi klikkar ekki hér

Ég féll fyrir þessu lagi fyrst þegar ég heyrði það. Það hefur ekki breyst. Hér er live-útgáfa fyrir ykkur að hlusta á. Ég veit ekki hvað það er sem heillar mig svona við þetta lag, það er ekkert einfalt að hlusta á en það hefur þetta "égveitekkihvað" sem er ómótstæðilegt.

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband