Stærsta skálastærðin er D....múahahaha

Bara smá fréttapistill.

Á heimilinu eru nú 4 unglingar, synir mínir og bræður mínir. 2 stk af 1991 módelinu og 2 stk af 1993 módelinu. Sumir hafa tekið andköf og spyrja mig hvernig þetta sé nú að ganga, 4 hormónasprengdir karlmenn á táningsaldri... Það verður nú að segjast eins og er að þeir eru eins og hugur manns. Ef einhver er farinn að stinka þá svínvirkar að minnast á tölvubann ef hreinlætisreglum er ekki fylgt... það sér bara undir iljarnar á viðkomandi.

Heimilin eru 2 þessar vikurnar. Helmingur í Mosó og helmingur í Kópavogi, bland í miðri viku og allir saman um helgar.

Ég hata að fara í gegnum gamalt dót og pakka niður í kassa. Hvað er eiginlega að? Af hverju er ég ennþá með tættar, úr sér gengnar nærbuxur í nærbuxnaskúffunni? Nei. Við erum ekki að tala um 1 -2 stykki. Frekar 20. Ég hefði þurft svona "nærbuxna-intervention" fyrir 5 árum. G-strengirnir eru 6. Einu sinni fannst mér það bara þægilegt. Var ég eitthvað sködduð á heila?

Við skulum ekkert fara að ræða sokkaskúffuna er það? Eða hilluna með stuttermabolunum? Nei, ekkert að ræða stuttermabolinn svarta með æpandi silfurstöfum framaná "Silicone free"? Ég er barmmikil. Við skulum segja að ég hafi næstum skellt uppúr þegar ég heyrði kallana á básunum fyrir aftan mig tala um eina sem var að koma í vinnuna eftir óskilgreint leyfi. -Mér sýndist hún vera í stærsta númerinu núna, sagði annar. -Hún er pottþétt komin í D hópinn. -Já einmitt, sagði hinn. -D er stærsta... LoL Þeir vita greinilega ekki að skálastærðir geta farið uppí H. Nei. Ég er ekki H.

Eiginmaðurinn er óþolandi duglegur í ræktinni. Ég þykist ekki hafa tíma. Er svo bissí. Meira bissí en hann. Tounge. Jújú, við erum að pakka sama heimilinu niður. Það er bara miiiiiiiklu meira að gera hjá mér þú skilur.

Læt þig vita hvað ég finn inni í skápunum. Ef það er ekki einum of...

 


Ekki hægt að drepa kött með kartöflu

-Það er ekki hægt að drepa kött með kartöflu, fullvissaði Eiginmaðurinn mig um þegar hann beindi slöngvivað sínum að svarta illfylglinu sem er mér og mínum til ama þessa dagana. svartur_789421.jpg

 

 

 

S.I. (svarta illfyglið) er á góðri leið með að svelta litlu sætu og yndislegu spörfuglana hér í Mos, til bana.

Litlu sætu krúttlegu spörfuglarnir koma ekki þegar S.I. er undir trampólíninu hér úti í garði. Trampólíninu þar sem fuglamatnum er stráð ofan á. Trampólíninu sem stendur við trén okkar tvö, hlaðin fuglakúlum, kúlum fullum af fræjum og öðrum nauðsynlegum mat fyrir litlu saklausu greyjin. snjtitthopur.jpgsnjtitt.jpg

 Það hefur ekki verið snert við matnum í tvo daga.

 

 

 

S.I. fékk smá fræðslu í morgun. 

Hvað gerist þegar þú ert með eitt stykki Eiginmann, hráa kartöflu og slöngvivað plús eitt stykki S.I. og núll spörfugla? slvad.jpg

 

 

 Ekki neitt. Hann hittir ekki.

En hvað gerist þegar þú skiptir út hrárri kartöflu og slöngvivaði fyrir eitt stykki barnaleikfang hlaðið litlum plastkúlum? bbgun.jpg

E.K.K.E.R.T.  S.I.

Hah!

 Sem ég skrifa þetta hafa tveir spörfuglar nærst í trénu. S.I. liggur heima hjá sér... hvar sem það er... nærist á Whiskas kattarmat og teiknar í huganum brynju sem dugar gegn litlum pirrandi plastkúlum.

 


Magga mín

Einhverjir hafa tekið eftir að á þessu bloggi mínu hef ég leitast við að leggjast ekki í eymd og volæði heldur horfa á það jákvæða í lífinu. Það er bara ég og mín afstaða til bloggsins hvað mig varðar.

Í dag geri ég undantekningu á því.

mo1.jpgUndanfarna mánuði hefur ótrúleg kona, kjarnakona, háð baráttu. Ég sagði ykkur frá henni Möggu hér og hinu einstaka Amsterdam ævintýri okkar þegar við vorum á leið á ægilega merkilegt læknaþing á vegum samtaka undir regnhlíf Sameinuðu Þjóðanna. Ekki á vegum neins lyfjafyrirtækis heldur á vegum Möggu.

Magga var skurðlæknir. Fyrsta konan sem starfaði sem slíkur á Íslandi. Hún var prófessor við HÍ, deildarstjóri skurðdeildar LSH, átti "stól" eftir sérnám sitt í Yale, tengdist bestu læknum heims og átti ótrúlega marga þeirra sem vini. Hún var ofboðslega klár kona og alveg svakalega skemmtileg. Einstök og gegnheil.

Þessari kjarnakonu, Möggu, tengist ég þannig að hún giftist föður mínum.

Magga var stjúpmamma mín en þar sem ekki voru nema 9 ár á milli okkar vorum við mjög góðar vinkonur. Hún var alveg frábær mamma drengjanna sinna og tókst margt... sem var talið fram að því að hún kynntist honum... hið ómögulega... hvað pabba minn varðaði. Pabbi fór að stunda gönguskíði, göngur, ýmislegt tengt útivist og hreyfingu... það þekktist ekki áður en hann kynntist Möggu! Það var ekki bara hann sem naut góðs af þessum drifkrafti Möggu. Ég naut líka góðs af því. Hún dreif mig og mína fjölskyldu í göngur, sund, útivist af ýmsu tagi, menningu og bara allt sem auðgaði anda, líkama og sál. Magga lagði mikla rækt við fjölskylduna og við nutum svo sannarlega góðs af því.

Margt er lagt á suma.

Magga og pabbi eignuðust dreng árið 1991 og tvíbura árið 1993. Mistök í fæðingu ollu því að þau misstu annan tvíburann, 6 vikna gamlan. Magga greindist með illvígt brjóstakrabbamein árið 1999. Hún vann bug á því og eftir 5 ára hormónakúr var hún frjáls. Frelsið varði fram til ársins 2006, þá greindist hún aftur með krabbamein. Hún vann bug á því. Pabbi greindist með krabbamein í byrjun sumars 2007 og dó í lok sumars, 3 mánuðum síðar. Magga greindist með krabbamein enn á ný í byrjun ársins 2008. Framhald af brjóstakrabbameininu. Komið í bein og lifur. Breiddi úr sér þrátt fyrir mjög erfiðar lyfjameðferðir.

Magga dó í morgun.

Nú lifa foreldra sína tveir unglingar, hálfbræður mínir. Fjölskyldan safnast öll kringum þá og stendur þétt við bak þeirra því við gerum allt sem hægt er til að gera þeim lífið bærilegra. Þeir munu verða undir verndarvæng ömmu sinnar og afa sem og mínum með dyggum stuðningi eiginmanns, sona og stórfjölskyldu. 

Ég tek mér því bloggfrí á meðan sorgin er svona sár. Á meðan allt ferlið gengur yfir. Verið blessuð í bili.

 


Hámenningarleg?

Gleðilegt ár :o)

Byrjaði daginn í dag á Jómfrúnni í fjölskyldu-gett-tú-geððer. Skrýtið. Engin Björgúlfur þar eins og alltaf á laugardögum. Hann hlýtur að vera spara til að endurgreiða skuldirnar sínar við sparifjáreigendur. Gott hjá honum.

Fór í Hallgrímskirkju seinna um daginn. Hlustaði á barokkhljómsveit, kór og einsöngvara flytja Messias eftir Händel. Voða fallegt. Ég er hins vegar svo mikil ljóska eða með athyglisbrest að ég þarf alltaf að fylgjast með fleiru en flutningnum. Til dæmis var augljóst að fyrsta fiðla hafði eitthvað klikkað í stillingunni á strengjunum því að skyndilega flissaði sú sem sat við hlið hans (fyrstu fiðlu) af og til á meðan hann sjálfur varð hugsi á svip þegar ákveðnar nótur voru spilaðar. Hann reddaði þessu á milli laga. Hjúkket. Ég gat haldið áfram að njóta tónlistarinnar. Íþróttamaður ársins var þarna með eldri konu. Hvílíkt krútt. Fékk dáldið sjokk þegar alt-röddin, karlmaðurinn, hóf söng sinn. Ég vissi ekki að alt-rödd hjá karlkyns einsöngvurum væri eins og þegar geldingur syngur. En voða fallegt.

Nei ég hef ekki hlustað á gelding. Það var bara sagt mér. Eða ég sá einhverja hræðilega sorglega bíómynd um það. Eitthvað svoleiðis ókei?

Svo fórum við mamma á 101 til að fá okkur eitthvað að snæða. Þar var náttúrulega eitthvað af fólki. Enginn man ekki hvaða eyju hann hefur komið til Jón Ásgeir eða leim gamall kall sem reynir að ná í tvítugar stelpur Óli F. Tvær ljóskur á næsta borði. Önnur sagði hinni að það væri sko allt í lagi að gefa brjóst þótt hún væri búin að fá sér smá. Það voru átta glös á borðinu. Síðan þar sem þær voru svo ofboðslega edrú (eða ekki) fannst þeim í lagi að tala frjálslega við hvor aðra. Um hvað skyldi gera ef þær yrðu svangar. Bara hugsa um eitthvað annað... Ekki fá sér að borða... Þær voru náttúrulega mjög grannar og huggulegar. Þær fengu sér ekki hamborgara eins og við mamma. Þeim fannst líka í lagi að tala um hvað skyldi gera strax þegar hann (eiginmaður/elskhugi/... annarrar) kæmi úr viðskiptaferðinni. Þá ætlaði önnur að kaupa sér egg. -Svart, sagði hin. -Svo smart.

Já. Fór á klósettið á 101. Dálítið hmm. Veggirnir eru klæddir svörtum marmara fyrir utan einn. Á veggnum við hlið klósettsins eru bara speglar frá lofti niður í gólf. Sniðugt? Veit ekki. Minnir mig á SAS vél sem ég flaug eitt sinn með. Þar var glugginn beint fyrir aftan klósettið. Semsagt hægt að múna á skýin. Og dyrnar voru klæddar með spegli að innan. Því horfðist ég í augu við sjálfa mig á klósettinu að múna á skýin. Næs.

Fór heim stútfull af menningu af ýmsu tagi.

 

 


Jólagjafainnkaup Lokakafli

Ókei. Þetta hafðist fyrir rest. Eins og sjá má.  tred.jpg

 

 

 

 

 

Í nærmynd...

 

pakkar2008.jpg

 

 

 

Tréð var skreytt í gærkvöldi.

Óvenjuseint en allt í lagi með það Smile. Í ár var þemað eins og alltaf að skreyta tréð með því sem okkur þykir fallegt. Þetta er bara ágætt ekki satt? tredskreytt.jpg

 

Á trénu er eitt skraut sem ég man eftir frá því ég var pínulítil. Þetta er skraut sem hræddi líftóruna úr mér!

 

Amma keypti skrautið í Rússlandi og þetta er eflaust myndgerving einhvers ævintýris... En mig hryllti við því.

Hræðilegar klær á draugalegum kofa og svartur köttur þarna hjá. Sjáðu. Hvað finnst þér? Spáðu í klærnar... Hryllilegt. Og alltaf á jólatrénu... ár eftir ár.

Ég get ekki annað en haldið hryllingnum áfram Tounge.hryllkofinn.jpg

 

Gleðileg jól öll sömul.

Hafið það gott yfir hátíðirnar.

Knús frá mér til þín sem lest þetta.

 

 


Jólagjafainnkaupin Part Uno

Vegna færslu gærdagsins árétta ég að Eiginmaðurinn veit að hann er númer eitt hjá undirritaðri og því er hann fullkomlega sáttur við aðdáunaróra Eiginkonunnar um Keanu Reeves.

Gærdagurinn: Fórum af stað í snjókomunni í gær. Fyrst var stoppað í byggingavöruverslbyssusk.jpgun.

Mamma heillaðist af byssuskápnum.

 

 nyttklosett.jpg

 

 

Mér fannst klósettið voða huggulegt. 

Eiginmaðurinn lét sig hverfa á meðan við skemmtum okkur til að finna það sem vantaði... En ég meina það... hvað er hægt að gera annað til að skemmta sér í byggingavöruverslun

Svo fórum við áfram í suður til að finna réttu jólastemninguna svona rétt áður en við færum norður í Kringluna. 

Jólaþorpið í Hafnarfirði er ágætt til þess. jolam1.jpgloganditunna.jpgAllt frá nunnum upp í róna þar.

Ágætis stemning á þessum jólamarkaði.

 

 

Hér má elda jólasteikina ef í hart fer...

 

 

klaustrid.jpg

 

 

Úff... Ekki gott að vera skjálfhent nunna. Það er nokkuð ljóst. Annars gæti María mey endað sem gleðikona um augun...

kaffibjor.jpg

 

Bóndinn fékk sér klippingu meðan við mæðgurnar sötruðum kaffi. Jah... önnur sötraði kaffi og hin bjór.

 

 

 kaffihandrid.jpg

 

Svo var haldið í Kringluna. 

Niðurstaðan: Er hálfnuð...

Hlýt að ná þessu fyrir jól!

Ef ég lendi í vandræðum er alltaf hægt að fara í byggingavöruverslunina að finna jólagjafir.



Réttu mér tissjú til að þurrka hökuna

Við hjónin fórum í bíó á fimmtudagskvöldið.

Sáum mynd sem okkur langaði mikið að sjá.

krheader.jpgThe Day the Earth Stood Still

 Okkur langaði mikið að sjá hana.

Sérstaklega mig.

Ég er svona faaaan þú veist.

kr1.jpg

Bíómynda faaaan.

Allar myndir sem ég sé verða að hafa einhvern tilgang.

 

kr2.jpgTilgang sem mér er ljós.

Eitthvað sem gefur lífinu gildi.

 

Eitthvað sem auðgar andann. krdzlbm.jpg

Eitthvað sem gleður hjartað. Sálina. Augun. Augnakonfekt.

 

Eitthvað sem lyftir þér og andanum á æðra plan.

kr3.jpg...Andvarp...

 


Vá...

Haldiði að ég nái að kaupa allar jólagjafirnar á morgun? Ég veit það ekki heldur.

rami1.jpg

 

Allt að verða voða jóló hér heima. Litla jólatréð sem við keyptum á jólamarkaði í Heiðmörk fyrir hálfum mánuði stendur skreytt og sætt fyrir utan útidyrnar. Algjört krútt. Settum á það seríu í dag. Æði.

rami2_753332.jpg

 

 

 

 

 

Hef ekkert bloggað og er komin með fráhvarfseinkenni. Þessar myndir voru teknar af L sem er býr í Toronto. Geðveikt gull í þessum gluggum. Óverandát þangað til á morgun. Sver. Í alvöru. Uppátíu.


Jibbí...Jibbí...Jibbí...Jibbí

Icelandexpressvélin lendir kl. 22:30.

Um borð er mikilvægasta persónan um þessi jól... og næsta mánuðinn...

HeartMammaHeart

vide.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Erum við ekki líkar?


Kallinn bara sextugur...

Áfram með fræga fólkið og þá hlið á mínu lífi. Á meðan ég tók þátt í V.S. sýningunni þá...

...skrapp kunningi minn til Las Vegas til að halda uppá sextugsafmæli vinar okkar. Það var ozzalega gaman.

oid.jpg

 

 

 

 

 

 

Afmælispartíið var ágætt. Dáldið furðulegur gaur var á staðnum, er ekki viss hvort hann var eitthvað grín, nánar tiltekið grínstæling á Ozza eða ekki...

litligaurinnoid.jpg

 

 

 

 

 

 

Kúl.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband