Rauðhettan virkar vel
23.6.2009 | 21:11
Tveir nýklipptir af starfsfólkinu hennar Rauðhettu og úlfsins.
Tilbúin í hjólatúr með nýja hraðamælinn... liggaliggaláááá... sýni ykkur hann síðar...
Gasalega.
Mikilvægt.
Að.
Vera.
Vel lakkaður fyrir svona ferðir.
Múahahaha....
Talandi um múahahaaa...
Hér erum við (mínus faðir þeirra sem sat með þjáningarsvip yfir asnaskapnum í okkur...) í hræðilegu hláturskasti.
Hræðilegu segi ég því þarna sitjum við undir skemmtiatriði við útskrift 10. bekkinga í grunnskóla Yngri Sonar. Tvær yndislegar stelpur að spila á rafmagnsgítar og þverflautu. Lagið? SMELLS LIKE TEEN SPIRIT.
Nei.
Þær voru ekki vel æfðar. Já. Þær "sökkuðu" frekar mikið. Greinilega ekkert æft og bara hrist fram á staðnum. Þar af leiðandi var þessi fjölskylda að pissa á sig af hlátri. Þetta var bara svona hræðilegt...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Einmitt!
20.6.2009 | 03:35
Sjáið vin minn Fatty og hans hjólafélaga fara í smá hjólreiðatúr. G.M.G.! Bíddu í 1 mínútu! Sjáðu!
Grove II: This Time We Show the Downhill from Fat Cyclist on Vimeo.
Jesús minn! Eins gott að þeir eru ekki að hjóla hér. Í dag. Á litla titrandi Íslandi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hjólaklúður, þekkir þú þetta?
18.6.2009 | 00:48
Það er stundum auðvelt að gleyma sér á hjólinu þegar kapp er meira en forsjá. Hver hefur ekki lent í þessu? ....segir hún í þeirri von að það séu fleiri eins og hún
1. Að hrækja stórri slummu og gleyma því að þú varst að beygja uppí vindinn. Skyndilega er bringan og hálf öxlin þakin hráktaumi.
2. Að snýta úr annarri nösinni. Svo hinni. Gleymir að hin snýr uppí vindinn. Þarf ekki að útskýra hvað verður úr því dæmi.
3. Sjá einhvern aula sem hjólar hægar en þú. Nærð honum og gefur í. Tekur fram úr honum og hann hverfur í fjarlæga minningu. Finnur þér þægilegan hraða og ert að njóta dagsins þegar.... helvítið tekur fram úr þér og hverfur.
4. Að hjóla í grófri möl og gegn allri eðlisfræðilegri skynsemi grípur þú um bremsurnar. Það þarf ekki stóran stein til að stoppa dekkið ef þú ert á lúshraða... Af hverju er ég svona hrædd? Af hverju bruna ég ekki áfram í gegnum mölina? Einn daginn... Skal ég!
5. Að gefa í yfir sprænuna en gleyma að lyfta upp fótunum. Eðlisfræðin aftur. Hreyfingin ryður frá sér vatninu sem frussast yfir allt í pedala hæð.
6. Að gleyma því að efnið á þumlinum á grifflunum er bara visst stórt. Sama hversu mikið rennur úr nefinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aaaaahhhh......oj
15.6.2009 | 18:41
Föstudagurinn 12. júní kl. 08:00
Eiginmaðurinn farinn í rúmlega vikuferð til Englands. Tékk.
Sami dagur kl. 20:00
Pantaðar Dominos pizzur. Tékk.
Tilhlökkun að taka helgina með stæl. Í ræktina. Hjóla. Taka til. Fara í búðir. Lakka táneglurnar. Tékk.
Laugardagurinn 13. júní kl. 09:00
Vakna og er með óráð. Hitinn þá þegar yfir 38 stig. Hræðilega sárt að hreyfa sig. Ógeðslega flökurt. Hringi í eiginmanninn og brest í grát. Græt alltaf þegar ég er með mikinn hita og veik. Hann er löngu farinn að þekkja það og segir bara hlýleg orð en fer ekki í rusl. Yngri sonur lítur á mig og segir að ég sé með ógeðslega bauga. Ég segi honum að ég sé svo veik. Græt. Yngri sonur kippir sér ekkert upp við það. Þekkir mömmu sína. Ég sofna aftur.
Sami dagur kl. 14:00
Darri bróðir hringir. Ég tala við hann en veit ekkert hvað ég segi. Er enn með óráð.
Sami dagur kl. 19:00
Yndislegast drengurinn sem til er, H-eldri sonur, býr til kvöldmatinn handa þeim sem eru heima. Gryte (hakk + Ítölsk gryte pakki), kartöflumús úr pakka og hrásalat úr dós. Gerir líka allt klárt fyrir og eftir mat. Er hægt að biðja um meira? Ég græt af gleði. Hann kippir sér ekkert upp við það. Þekkir mömmu sína.
Vitna bara í meistara Steinbeck:
Even the best-laid plans of mice and men/often go awry
Fer að öllum líkindum í vinnu á morgun því ég er næstum eiginlega alveg hitalaus...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dagurinn í dag
4.6.2009 | 16:54
Í dag kom yngsti sonur heim, örþreyttur eftir útskriftarferðalag í Skagafjörðinn. Í kvöld klukkan 8 hefst útskriftarveislan í skólanum. Ég er ekki búin að baka.
Á fimmtudaginn í síðustu viku kom næstyngsti fjölskyldumeðlimurinn heim, örþreyttur eftir útskriftarferðalag á suðurlandinu. Útskriftarveislan hans er á morgun. Ég þarf ekki að baka.
Svo að núna ætti ég tæknilega séð að standa í eldhúsinu að bræða súkkulaði og smjör. Ég ætla að baka franska súkkulaðiköku fyrir drenginn til að koma með á heimagerða hlaðborðið. En ég er ekki byrjuð.
Hvað segirðu um að ég komi mér í bakstursgírinn? Já, það finnst mér líka. Einn kaffibolla fyrst.
Og svo verður þetta einhvern veginn svona.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rómó í sveitó
8.5.2009 | 08:47
Svo ég fór norður til Agureyrar. Í vinnuferð. Tók kallinn með. Smá svona rómó ferð í leiðinni. Gistum á hóteli.
Ekki þessu hóteli. Aðeins of langt fyrir utan bæinn...múahaha...
Ekkert smá rómó. Litum nú aðeins í bæinn til að fá tilfinningu fyrir mannlífinu. Dáldið spes þessi loð-teninga stíll.
Er ekki alveg að fíla hann. Greinilega að ganga upp á Akureyri?
Hluti af upplifun staðarins er....?
....Auðvitað mall-ið!
Kíktum auðvitað inn. En.....
Jeminneini. Það var steindautt. Ekkert um að vera.
Kannski af því að klukkan var 5 á þriðjudegi?
En svo fór nú ýmislegt að koma í ljós.
Það eru tildæmis mjög hættulegir samuraimenn á sveimi þarna fyrir norðan.
Don't mess with me mister!
Þá baða þting é þi.
Hvílíkt krútt.
Hallsteinn er með netta hnífadellu. Eða hvað?
Já þú þkalt nú baða vaða þig góði minn.
Ég hef auga með þér!
Áður en við gengum útfyrir mollið fengum við staðfestingu fyrir því að álfar eru menn. Álgerður faldi sig bakvið súluna en álfurinn sá hana samt.
Á leiðinni á hótelið sáum við fullt af sætum rauðum ljósum.
Við vorum líka voða rómó. Fengum okkur smá rautt og vorum sæt.
Daginn eftir........
Svo göngutúr uppá Grábrók til að líða betur með matarsukkið .
Hallsteinn hjálpaði einhverjum túristum að festa sig á filmu meðan ég velti fyrir mér hvort við myndum fjúka framaf.
Hreint út sagt æðisleg ferð. Þetta verður endurtekið fljótlega!
Heyriði það strákar?!? Unglingar? Halló?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Út að hjóla trallallaaaa
7.5.2009 | 17:35
Við fluttum í 5 herbergja raðhúsi án bílskúrs í 7 herbergja einbýlishús með bílskúr.
Bílskúrinn í nýja húsinu var fullur af drasli. Fáránlegt hvað það var mikið af rusli í bílskúrnum og margar, margar ferðir á Sorpu. Svo margar að starfsmennirnir þekkja okkur með nafni og við þá. -Hæ Boris.
Svo fórum við að hjóla s.l. laugardag. Hahahhaaaaaa. Já, það var rigning. Miiiiiiikil rigning. Rigning og haglél, helltúrfötu-rigning.
Það var bara gaman. Ég söng hástöfum, -I'm singing in the rain. Það passar eitthvað svo við slík tilefni.
Sko hvað mín er fín!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Poppstjarna hræðist H1N1
29.4.2009 | 21:21
Má til með að deila þessu með ykkur múahahahaa...
Var í apótekinu í gær að leysa út lyf. Hékk við ilmvatnsrekkann meðan ég beið og bakvið mig vomaði starfsmaður eins og venjan er þegar saklausar konur skoða snyrtivörurnar. Mikið hlýtur að vera stolið af snyrtivörum...fliss. Allaveganna... kem mér nú að því sem ég ætla að segja....
Á bakvið mig heyrðist silkimjúk karlmannarödd spyrja afgreiðslukonuna -Áttu andlitsgrímu? Svona svínaflensugrímu?
Mér fannst þetta náttúrulega svo merkilegt að ég snéri mér við til að sjá hver væri búinn að missa sig út af þessari flensu. Er þetta ekki bara herra He1kaN1na sjálfur! Kann ekki við að skrifa að fyrsti stafurinn er S og sá næsti er tebbi... Þú reynir bara að fatta hver þetta er...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)