Bingóbrjáluð
22.11.2009 | 19:56
Jólabingó fyrirtækisins var í gær (laugardag).
Allir nema Eiginmaðurinn (í vinnunni) og O skelltu sér.
Við erum bara bingóbrjáluð! ...einu sinni á ári... En hvað er skemmtilegra en að sitja með túss í hönd og gasilljón bingóseðla fyrir framan sig? Maður heldur í sér andanum af spenningi því nú er bara allt að gerast.
Við unnum ekki neitt. En ég hef sjaldan séð svona mikla einbeitingu á andlitum drengjanna. Á hverjum seðli eru þrír kassar og stundum voru tveir seðlar í gangi þannig að alls þurfti að fara yfir 6 kassa við hvern upplestur. Vá! Þetta var jafnspennandi og tölvuleikur... kannski.
Jólafílíngurinn er að færast yfir fjölskyldumeðlimi. Búið að draga fram jólaföndurskassann. Nú þarf bara að ákveða lúkkið á kortunum í ár. Meira um það síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Netlausir í 12 klukkustundir
20.11.2009 | 17:34
Já það var erfitt gærkvöldið.
Ég og Eiginmaðurinn ákváðum að taka netið af eftir kvöldmat sunnudaga til fimmtudaga þar til prófhrinu menntskælinganna er lokið. Sagt var við strákana að nú ætti að nota tímann til að læra fyrir prófin. Því væri engin tölva á kvöldin frá og með fimmtudagskvöldinu.
Kvöld nr. 1 var í gærkvöldi.
Routerinn var fluttur úr herbergi O upp í stofu, til að hafa routerinn miðsvæðis og í slökkvifæri.
Gærkvöldið var svona.
Kl. 20:00:00 Slökkt á routernum.
Kl. 20:00:01 lét Eiginmaðurinn sig hverfa á bráðnauðsynlegan fund í Fjallahjólaklúbbnum. Með litlu ljósatöskuna með í för. Ég hældi honum fyrir krúttlegan man-bag. Taskan inniheldur hjólaljósið hans. Þetta nýja dýra og við skulum ekki tala um hvað það var greiddur hár tollur af því...
Kl. 20:00:30 kom S (yngsti bróðir) og settist niður til að horfa á MythBusters. Ég sat líka í stofunni.
Kl. 20:01 kom O (næstyngsti bróðir) og tilkynnti að nú væri hann farinn til vinar síns að sækja flakkarann sinn.
Kl. 20:01:30 kom K (yngri sonur) og reyndi að tala mig ofan af þessari fáránlegu ákvörðun. Hann væri jú búinn að læra fyrir morgundaginn.
Kl. 20:15 gafst K upp. Móðirinni yrði ekki haggað. Hún hafði réttilega bent á að það væri ekki farið eftir samkomulagi sem var gert í haust um að læra fyrst og svo í tölvu.
Kl. 20:20 kom O aftur með flakkarann.
Kl. 20:21 kom O og tilkynnti að K væri í tölvunni að horfa á bíómynd. H (elsti sonur) væri í Playstation. S væri að horfa á sjónvarpið og að hann sjálfur færi nú að horfa á bíómyndir.
Kl. 20:21:01 svaraði ég að fullkomnun næðist ekki í fyrsta sinn og gnísti tönnum.
Kl. 23:00 fóru heimilismeðlimir að bursta tennur og koma sér í háttinn. Enginn hafði litið í bók eða lært fyrir prófin.
Oj.
Vinsældarlisti gærkvöldsins:
1. sæti: K + H + S + O
50. sæti: Eiginmaðurinn sem var utan skotfæris
100. sæti: Ég
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Slátur er eins og beikon!
18.11.2009 | 20:42
Yndislegir gullmolar falla af vörum drengjanna af og til. Stundum dálítið fyndnir svo ekki sé meira sagt.
-Ummm... slátur er svo gott að það er eins og beikon!
-Mamma, áttu asinton (naglalakkseyðir) svo ég geti náð bleika naglalakkinu af mér?
-Áttu skæran varalit sem ég má nota?
-Það var bara gamalt fólk fremst á tónleikunum. Gamalt þrjátíuára fólk.
-Tölvuleikir eru ekki ávanabindandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Láttu eins og ekkert sé
14.11.2009 | 12:44
Flaut...flaut...flaut...
Ekkert skrifað í dágóðan tíma.... flaut...flaut... tekur örugglega enginn eftir því.
Best að skella einni mynd af okkur hjónunum úr síðustu skemmtiferð okkar. Getiði hvar við vorum?
Þið vitið að ég hef alltaf þráð að komast til Hawaii...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Boooooorn in the USA...
27.9.2009 | 22:58
Jamms. Her er eg i USA. Landi Brusa vinar mins.
Verslud upp ad hnjam af sportvorum.
I nott gisti eg hja vinafolki Jean og thau eiga geit og fimm haenur. Bara til ad fylla upp i gardinn sogdu thau. Fyndid folk svo ekki se meira sagt.
For i messu i morgun. Thad var skal eg segja ykkur bara gaman. Kaninn gerir thetta svo skemmtilega. Sungid... Snuid ser i allar attir ad naesta manni og honum/henni heilsad med handabandi og bodinn godan daginn. Bara lett og skemmtilegt.
Hjolastoff verdur keypt a thridjudaginn naesta thegar eg fer i Zane's. Sa er brjalaedislega umhverfisvaenn og faer orkuna fyrir budar rafmagnid medal annars fra vindmyllu sem er i laginu eins og dekk a reidhjoli. Cool! Hallsteinn eg heyri ofundina yfir hafid....muahahah.....
New York a morgunn... Vonandi :o)
Sjaum til ;o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aaaaahhhh....
22.9.2009 | 16:50
Jamms.
Það var gaman.
Rigningin buldi á þakinu.
Kældi okkur í framan í pottinum.
Við hættum við að taka hjólin með...
Grillmeistarinn sá um grillið og frúin horfði á með G&T sér við hönd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rómó...
18.9.2009 | 08:34
Ó já. Frá því klukkan 2 í dag þá....
Bústaður + ég + Eiginmaðurinn = Rómantík
og af því við erum svo biluð þá bætist x við jöfnuna.
x
er
sama
sem
...
.....
Reiðhjólin okkar. Jei. Fullkomið.
Skorradalsvatn, here we come!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Deyr fé deyja frændur... Það er háflug í kvöld
17.9.2009 | 19:07
Loksins þegar ég læt í mér heyra þá finnst mér við hæfi að byrja á einni gamallri og góðri og skýt inn enskri þýðingu í leiðinni, just for fun.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur
Cattle die,
and kinsmen die,
And so one dies one's self.
But a noble name
will never die,
If good renown one gets.
Ég skrifa frá hjartanu í dag, ekkert grín ekkert væl ekkert vesen. Bara eins og það flæðir...
Ég er svo heppin að fá að fylgja bræðrum mínum í næstu viku til USA, nánar tiltekið Yale University. Þar er okkur boðið í hátíðlegan kvöldverð til minningar um mömmu þeirra. Daginn eftir verðum við viðstödd fyrsta fyrirlestur M. Oddsdottir MD Memorial Lecture sjóðsins í Yale University. Fyrirlesturinn verður haldinn árlega til minningar um mömmu þeirra. Haldinn árlega þar til Yale háskóli hættir. Spáiðiíðetta!
Ekki nóg með það heldur hefst fyrirlestrarstundin með því að höfundar mjög merkilegrar kennslubókar munu afhenda bræðrunum áritað eintak tileinkað móður þeirra. Bókin er útgefin af McGraw-Hill og heitir SCHWARTZ's Principles of Surgery.
Hvað hét mamma þeirra? Jú, hún hét Prófessor Margrét Oddsdóttir, skurðlæknir. Magga.
Magga var nú alls ekki fyrir það að auglýsa hvað hún væri framarlega, heimsþekkt eða virt meðal fremstu skurðlækna heims fyrir kviðsjárskurðlækningar! En hún var það virt og framarlega á sínu sviði að Yale háskóli hefur stofnað minningarsjóð um hana og ein virtasta útgáfa heims ásamt höfundum tileinkar henni 9. útgáfu bókar sem notuð er í kennslu um allan heim. Hún á líka einn kaflann í bókinni ásamt Prófessor John Hunter. Hún var heldur ekkert að monta sig á því...
Magga var náttúrulega frábær í alla staði. Góð mamma, ofvirk, hláturmild, drífandi, berjabrjáluð, góð, skemmtileg og traust vinkona, eldklár, hugsandi út fyrir kassann, úrræðagóð, hæversk. Hreint út sagt frábær. Kemur ekkert á óvart að hún skuli hafa verið svona heimsfræg/-þekkt. En kemur samt á óvart því ekkert vissum við, fjölskyldan eða vinir.
Góður orðstír deyr aldrei.
Þetta er svosem spurning sem maður spyr sig þegar manns nánustu deyja skyndilega. Við sem eftir lifum. Hvað viljum við skilja eftir í þessu lífi?
Eitt er nefnilega alveg á hreinu.
Þetta veraldlega fylgir þér ekki þegar þú skilur við þetta líf.
Amen, over and out.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Well well
1.9.2009 | 12:03
Ef það er eitthvað sem ég hef lært undanfarin ár þá er það að meira segja best gerðu áætlanirnar fara úrskeiðis. Í minni fjölskyldu eru þær svona bara slump-áætlanir en þær fara líka úrskeiðis.
Hvaða áætlanir fóru úrskeiðis? Jaaaah... Til dæmis...
Spánarferðin okkar. Fórum öll fjölskyldan til Spánar. Taka það rólega í viku og síðan leigja bíl og skoða ýmislegt og heimsækja skemmtigarða.
Well, well well. Það var svo sannarlega tekið rólega á því fyrri vikuna. En þá seinni? Tjaaa. Hún fór í "De Mexican Virus". Já þú last það rétt. Í svínaflensuna. H1N1.
Okkar útgáfa var: Hár hiti + Miklir beinverkir + smá hæsi eða særindi í hálsi + NIÐURGANGUR DAUÐANS.
Hvað er hún að væla? Tja, settu þig í eftirfarandi spor.
1 klósett + 5 manns með niðurgang (sá 6. slapp við hann) + lítil hótelíbúð + 35 stiga hiti.
Einmitt.
Heimkoman í Leifsstöð. Ég og eiginmaðurinn pökkuðum niður örfáum bjórdósum. Keyptum samt fullan skammt í fríhafnarversluninni.
Hvað gerðist þegar við gengum fyrir hornið á leið okkar framhjá Tollurunum?
Jú. Víst.
-Viljiði gjörasvovel að setja allar töskurnar ykkar í gegnum tækið.
Nokkrir Tollarar og við plús strákarnir. Allir aðrir rúlluðu framhjá með sitt.
-Hver á þessa tösku? spurði Tollarinn. Ég mundi eftir því að hafa pakkað bjórdósum í þessa tösku. Úps.
-Ég, sagði Yngsti Sonur og ég fölnaði. Ef það var hægt að fölna meira því ég var lasin á leið heim. Eiginmaðurinn var hræðilega lasinn.
-Ég pakkaði í töskuna, sagði ég, -ég pakkaði niður fyrir alla. Tollvörðurinn var grimmur á svip og sagði, -Hvað eru margir 20 ára og eldri hér?.
-Bara við hjónin, svaraði ég og sagði strákunum að setjast í sætin þarna við. Þeir voru líka slappir.
Jæja, þetta endaði með því að Tollarinn sagði að við slyppum með þessar örfáu dósir.
-Það er meira hér, heyrðist frá öðrum Tollara bak við gegnumlýsingartækið. Æ, já. Við gleymdum einni rauðvínsflösku sem ekki hafði gefist færi á að dreypa á vegna veikinda.
-Og meira í þessari. Hann var svo duglegur, Tollarinn bak við gegnumlýsingartækið. Hann fann tvær bjórflöskur. Tegund sem Eiginmaðurinn ætlaði að smakka en gat ekki vegna veikinda.
Tollarinn tók vínflöskuna úr annarri töskunni og bjórflöskurnar tvær úr hinni og sagðist gera smyglið upptækt.
Ég snéri mér við og horfði í augun á hverjum og einum af okkar fjórum unglingsstrákum og sagði hægt og yfirvegað, -Strákar. Hvorki ég né eiginmaðurinn höfum nokkurn tímann smyglað inn áfengi áður. Og munum aldrei gera það. Við höfum verið svo veik að við föttuðum ekki hverju var verið að pakka niður... Hóst. Þið skiljið lesendur góðir. Það skiptir öllu máli að vera góð fyrirmynd. Ehemm. Hóst.
Aftur heyrðist í vini okkar Tollaranum bak við gegnumlýsingartækið og nú var röddin komin í hæstu undrunar-hæðir. -Það er meira hér! Í bakpokanum.
Nú urðum við öll eitt spurningarmerki. Hvernig var þetta hægt? Hver hafði pakkað niður einhverju áfengi sem enginn vissi af?
Bakpokinn var snarlega opnaður og Yngsti Bróðir togaði upp nokkrar samhangandi jógúrt (æ þessar spænsku sem eru voða góðar fyrir fólk með enga lyst).
-Þetta er bara jógúrt, sagði Yngsti Bróðir.
Við blésum öll frá okkur. Hjúkket! Þetta var bara búið. Þá var bara að tína saman allt dótið og koma sér út.
Það gerðum við og í því sem við vorum tilbúin að koma okkur af stað kom aðal-Tollarinn til okkar, þessi sem spurði um töskur og aldur... og sagði, -Hérna. Þið megið taka þetta.
Hann rétti mér vínflöskuna og bjórflöskurnar tvær. -Það er laugardagur og við erum í góðu skapi.
Ég elska Tollarana í Leifsstöð.
Seinna um kvöldið fór ég að leita að bókinni sem ég var að lesa í flugvélinni og uppgötvaði þá að einn bakpokinn hafði týnst. Leitaði hátt og lágt. Enginn blár sundpoki. Ó Nei! Í honum var ekki bara bókin mín heldur líka nýju eyrnalokkarnir og hálsmenið. Swarowski. Ég varð ansi leið því að líklegasta skýringin væri að hann hefði dottið úr skottinu þegar við hlóðum inn í bílana. Ég hafði því miður ekki mikla trú á að Heiðarlega Fjölskyldan hefði fundið pokann. Jæja. Eiginmaðurinn er nú stundum svolítið skýr. Ég vakti hann til að þusa um bakpokann og þá umlaði hann, -Ég man ekki eftir honum eftir að við fórum frá Tollurunum.
Ég hringdi í Tollarana. Jess! Pokinn þar. Guðminngóður hvað við vorum út úr korti. Að gleyma einum poka. Með skartinu mínu! Djísess. Jæja það fór vel að lokum. Pokinn sóttur næsta dag.
Meira af okkur síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
A summary of this Blogger in 7 lines....
23.7.2009 | 23:58
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)