Reiðhjólahjálmur er málið!

Rannsóknarfrúin Sigríður fór að kynna sér málið: Reiðhjólahjálmur eða ekki í lög?

British Columbia fylkið gerði rannsókn í kjölfar þess að hjálmur var lögleiddur í fylkinu og þá rannsóknarskýrslu er að finna hér.

Aðalatriðin í mínum huga úr þessari skýrslu eru.....

75% hjólreiðamanna sem slasast á reiðhjóli verða fyrir höfuðáverkum.

Málið er einfalt.

Rétt notaður reiðhjólahjálmur minnkar áhættu á heilaskaða um 70%

Til að sannfæra ykkur enn frekar hvet ég ykkur til að skoða reiðhjólahjálm Hallsteins á myndinni hér fyrrir neðan. Hjálmurinn sem bjargaði lífi hans.

Þennan hjálm var Hallsteinn með þegar Bens keyrði aftan á Hallstein á reiðhjóli við Vesturlandsveg. Hallsteinn rann eftir húddinu og skall af öllu afli með höfuðið / hnakkann á efri gluggapóst framrúðunnar. Hann dældaði gluggapóstinn á bílnum með hjálminum. Svona lítur hjálmurinn út eftir þetta slys.

Þið sjáið að það vantar bita aftan á hjálminn. Þetta hefði annars verið höfuðkúpa Hallsteins...í kistunni. 

 DSC0072

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Sæl Sigríður 

Aðgát skal höfð í nærveru sálar ?

Mér finnst lokaorðin þín ekki samræmist þessi heilræði.  Nú er þetta að sjálfsögðu svolítið sérstakt  þar sem þú þekkir mjög vel til enmitt sálræna hliðar þessa máls, og á eigin skinni ... og sál.  ( Ég reikni með að ég sé álýkta rétt hér...)

En samt.   Né sé ég að góð rök sé fyrir því að þetta geti talist sennilegt. ég les orðin þín þannig að þarnaé mikill vissa um hvernig hefði farið án hjálms. Ég ákvað að svara Hallsteini beint varðandi hans mál  á mínum bloggi um daginn, og kannski hefði ég átt að halda mer við það að ekki ræða málið á opinberum vettvangi, og án þess að  njóta stuðnings af tjáskiptingu án orða, til að einmitt troða varlega í nærveru sálar.

Ég veit ekki nóg um árekstrinum, né meiðslin til að geta sagt 100% af eða á, og það geta sennilega engir, því málið hefur ekki verið nægilega rannsakað svo ég viti. Og jafnvel eftir rannsókn á maður að fara varlega með svoleiðis fullyrðingar útávið um tiltekið slys.  En reyndar þá er þetta ákveðin leið til að tjá tilfinningar og léttir. Ákveðin leið til að finna skýring á hlutunum, sem  er okkur mannverur mjög eðlislegt. Þannig hef ég fulla skilning á þessu sem þú skrifar, og mjög mörg dæmi eru um  við svipaðar aðstæður.

Þú vitnar í eina skýrslu um gagnsemi hjálma, en hjálmarannsóknir hafa sýnt sér að vera sumir af lélegum gæðum, þar sem menn virðist að hluta til gefa sér niðurstöðuna fyrirfram, og beita ekki gagnrýna hugsun. Eða slysast til að gera mistök í hönnun rannsóknar og/eða tílkun. 

Ég mæli frekar með að lesa yfirlit rannsókna á Wikipediu og á cyclehelmets.org. Þá  er til úttekt frá Norsk Transportøkonimisk institutt um hjálmavísindi, sem hefur verið gefin út sem hluti af  þykkri bók, líka gefin á ensku á forlaginu Elsevier. TØI segir þar (fyrir nokkrun árum), þrátt fyrir því að hafa ekki kynnt sér gagnrýnina á rannsóknirnar sérlega vel, að hjálmar séu ekki sú 100% töfralausn sem af er látið.  Hef mætt á fund hjá TØI, og þeir vita nú enn meira um mótrökin.   Á vef LHM er líka fjallað eitthvað um vísindin.

Opinberir aðilar á Bretlandi hafa viðurkennt  að til séu jafn margar vísindaskýrslur sem benda til þess að hjálmar gera miklu mun minna gagn í að bjarga mannslífum en haldið er fram öllu jöfnu.  Þar á landi fer nú fram endurmat á vísindunum, á vegum opinberar nefndar.  John Franklin sem kom hingað í fyrra haust tekur þátt í endurmatinu. 

Ég er með fullt af efni um hjálma, og gæti haldið lengi áfram, en  læt þetta duga í bili.  

Þegar ég googlaði skýrsluna sem þú bendir á fann ég þessa umfjöllun um hjálmar í Kanada :

http://www.magma.ca/~ocbc/fatals.html 

Þetta er yfirlit, frekar en vísindagrein en þar er svo vitnað í  greinum sem maður getur lesið ef maður vill kafa ofaní efninu.
 

Það er fljótt gert að menn misskilja hvorn annan í þessu. Til að hafa það á hreinu : Ég og skoðanabræður mínir segjum  engan að hætta að nota hjálm, og sérstaklega ekki ef þeir mundu hjóla minna án hans. Vonandi njóta  þeir sem hjóla án hjálms sams konar virðingu, en annað hefur maður séð, jafnvel frá opinberum aðilum, og meir að segja og ekki síst í Danmörku og BNA.

það er í lagi að vera sammála um að vera ósammála.  En það er líka gott að þekkja til rökin ( og tilfiningarnir ) í báðar áttir.  Get sagt frekar frá mínum tilfinningum við tækifæri ef óskað er eftir því.

Morten Lange, 14.5.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: Sigga Hjólína

Þakka þér þitt álit Morten. Á mínu bloggi get ég gantast og þeir sem þekkja mig skilja því síðustu setninguna. Ef við leggjum allar skýrslur til hliðar þá myndi segja að ég hafi nokkuð góð dæmi í mínu nær-umhverfi sem færa rök fyrir hjálmanotkun.

Árið 2006 hjólaði sonur okkar Hallsteins á fleygiferð á fyrirstöðu, brunnalok, flaug af hjólinu og beint á þetta brunnalok. Höfuðið skall fyrst á járnlokið og það kom ljót dæld í hjálminn eftir kantinn á þessu niðurfallsloki og hjálmurinn brotnaði þeim megin sem höfuðið skall á. Hann fékk mjög slæman heilahristing. Það sem bjargaði syni okkar samkvæmt lækninum sem skoðaði hann, var hjálmurinn. Ég get því ekki annað en mælt með notkun hjálmsins.

Við verðum því að vera sammála um að vera ósammála

Sigga Hjólína, 15.5.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég þurfti einu sinni að nauðhemla þegar flokkur unglinga kom á móti mér í þvögu og enginn að horfa í kring um sig.  Hjólið endastakkst og ég og hjólið kútveltumst þarna á malbikuðum stígnum.  Ég brákaði bein í handleggnum og skinnið skrapaðist af hnénu en ég var í stuttum hjólabuxum.  Hjálmurinn var brotinn yfir gagnauganu og djúpar rispur eftir endilangri hliðinni á honum.  Höfuðið á mér slapp alveg.  Það er ekkert víst að ég hefði höfuðkúpubrotnað við fallið ef ég hefði ekki verið með hjálm, en það er alveg ljóst að rispurnar sem voru á hjálminum væru núna ljót ör á enni, kinnbeini og gagnauga ef ég hefði ekki verið með hann á mér.  Svo ég trúi því að það sé betra að vera með hjálm.

Hjóla-Hrönn, 27.5.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband