Hvar ég er þessa dagana...
17.11.2008 | 23:55
Rosa bissí. Enginn tími til að blogga. Er ekki bissí að sjá um sjúklinginn. Nei. Bissí að líta inn hjá vinum og vinkonum.
Þessi vinkona er fyndin og býr í sveitinni (Hicksville) í Texas. Hún léttir manni lundina. Hlæ/flissa oft að því sem henni dettur í hug að skrifa um. Hún keypti glugga nýlega í nýja húsið sem er í byggingu á landinu þeirra. Ofsa ódýr gluggi. Eitt vandamál. Það fylgdi ekkert gler... Það sem henni dettur í hug...
Þessi vinur er hjólafrík, á góðan hátt. Eiginkona hans er að deyja úr brjóstakrabba. Ég fylgist með hvernig honum og eiginkonunni gengur, ég finn virkilega til með honum. Það hefur verið gott að líta inn til hans því hann er uppfullur af hjólafróðleik og frábært að fletta upp í hans ráðleggingum.
Þessi vinkona er svo yndislegt uppskriftafrík og allar uppskriftirnar eru svo auðveldar í raun og veru. Mitt heimilisfólk hefur ekki kvartað hingað til. Í alvöru.
Líffræðingurinn hefur hárbeittan húmor og er þessa dagana í algjörum vandræðum með brjálaðan nágranna.
Alltaf ágætt að kíkja á blaðamanninn. Hann hefur meiningar um allt.
Kennarinn sem hefur yndislegan húmor fyrir sjálfri sér og umhverfinu. Mæ kænda gal.
Og svo allir hinir (hér til vinstri) sem ég kíki stundum til. Auðvitað hef ég aldrei hitt þetta fólk en það hefur opnað glugga inn í líf og/eða hugarheim og gera daginn skemmtilegri fyrir mig.
Hvað með ykkur? Eigið þið einhverja skemmtilega vini og vinkonur (svo langt sem sá kunningsskapur nær...) sem þið viljið deila með mér?
Bloggar | Breytt 18.11.2008 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Diddirriddidiiii....Nú verða sagðar fréttir...
14.11.2008 | 22:52
Eiginmaðurinn kom heim í dag. Loksins.
Svolítið þreyttur.
Flott listaverkin eftir hann á veggnum fyrir aftan. Sem sést í að hálfu leyti. Ókey. Ég er ekki eins flink og eiginmaðurinn.
Sem er loksins kominn heim.
Það snjóaði í dag. Loksins. Megi það halda áfram. Gönguskíði here we come...
Ég bakaði kanilsnúða fyrir sárþjáða/aðþeimfannstbanhungraða syni í dag. Loksins.
Tók upp prjónana og hélt áfram með lopakjólinn. Loksins. Svakalega hamingjusöm að prjóna.
Bara tuttugu ára hlé.
Hóst.
Snéri uppá handlegginn á GéGé til að taka myndina.
-Stattu fyrir ofan svo það sjáist ekki of mikið í undirhökuna.
Hlæhlæ voða fyndin. Gaman í saumó. Sem var í gær. Allt um það í næstu færslu.
Oh! Kell-horrör...?!?
Ég tók eftir svolitlu...
...sérðu það?
Ekki það nei?
ÉG sé það. Ekki þú?
En ef þú hefur þessa mynd til samanburðar?
Líttu þá aftur. Og skoðaðu nú vel og vandlega.
Rósirnar.
Hér eru rósir hlið við hlið.
Hér er hauskúpa og rós. Eða slys og rós. Eitthvað. Helmingurinn af öllum hringnum / kjólnum er svona kreatívur. Býst við að það verði á afturendanum. Einmitt. Við látum sem ekkert sé. Ókei. Er það ekki gott þegar vandamálin eru svona auðleyst og upprekjanleg?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sterk bein
10.11.2008 | 20:41
-Þetta var erfitt, sagði bæklunarlæknirinn. -Ég þurfti 3 borvélar í aðgerðinni. Tvær þeirra biluðu. Bein var gróið yfir skrúfurnar þannig að það þurfti að leita að þeim. Teinninn sem var fyrir var of mjór. Og allt var laust. Öll brotin laus.
Aðgerðin er semsagt yfirstaðin og Eiginmaðurinn liggur nú inni á spítala og reynir að ná sér. Tíminn leiðir í ljós hvort beinin gróa í framhaldi af þessari aðgerð.
Aðalmálið í dag er að ná því að pissa. Það hafði ekki gerst þegar ég fór heim í kvöld. Þetta er mikið hjartans mál fyrir karlmenn. Að geta pissað hvar sem er hvenær sem er . Ég held að Eiginmaðurinn hafi vitað að honum byðist pilsner. Sem læknisráð við þvagleysi. Það sagði hjúkkan hans... Mínum fannst það ekkert leiðinlegt. Næstumþvíbjór .
Eiginmaðurinn fær semsagt að koma heim þegar hann getur hjálparlaust farið á klósettið og kannski það sem skiptir meira máli, þegar hætt er að blæða og hann er orðinn verkjaminni.
Annað hef ég ekki að segja í kvöld. Núna þegar ég get loks hætt að halda í mér andanum. Ég er komin í vinnufrí og ætla að slaaaaaaka á áður en Eiginmaðurinn kemur heim. Og eftir að Eiginmaðurinn er kominn heim. Aaaaalveg til næstu viku . Nú verður sko bloggað!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ástin mín
7.11.2008 | 08:29
Afsakið léleg myndgæði, síminn er ekki besta tækið í slíkt.
Mér finnst hann sætur.
Nýklipptur og fínn.
Ég á hann!
Hann er glaður að vera á lífi.
Hamingjusamur að bráðum sér fyrir endann á stanslausum verkjum.
Aðgerðin er á mánudaginn.
Veit ekki alveg með eiginkonuna...
...það er eitthvað skrýtið við hana!
Get ekki alveg sett fingurinn á það.
...hvað heitir það aftur?
...JÁ...
A.T.H.Y.G.L.I.S.S.Ý.K.I.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Amerískar pönnukökur
4.11.2008 | 00:02
Í tilefni vetrar og skammdegis kenni ég ykkur að búa til amerískar pönnsur sem klikka ekki! Uppskriftin kemur frá Coahuagua í Bandaríkjunum og er upprunalega frá indíánakonu sem var uppi um þarsíðustu aldamót. Nema hún notaði buffalafeiti í stað smjörlíkis. Eða þannig.... Þú klikkar ekki með þessum. Börnin þín fá enn meiri matarást á þér og makinn gerir hvað sem er þegar svona er eldað í morgunmat á laugardögum. Eða hvaða dag sem er.
Efni í Amerískar pönnukökur:
5 dl hveiti
4 tsk lyftiduft
1 tsk salt
3/4 dl sykur
4 dl léttmjólk
2 egg (ekki skurnina með... í guðanna bænum)
60 gr bráðið smjörlíki (ágætt að setja klípuna á pönnuna á lágan hita áður en þú byrjar að setja allt hitt ofan í hrærivélina, þá er smjörlíkið bráðið þegar röðin er komin að því)
Ekki þvo pönnuna eftir að smjörlíkið er brætt. Þú vilt hafa hana vel smurða fyrir steikingu
Aðferð:
Settu allt í hrærivélina í þeirri röð sem er talin upp hér að ofan. Kveiktu svo á hrærivélinni. Slepptu þér aðeins, láttu þetta þeytast vel saman. Þá lítur þetta bara ljómandi vel út og er örugglega subbulegt. Fínt, þannig á það að vera. Nákvæmlega svona.
Ef þú átt ekki hrærivél. Gangi þér vel að þeyta, þú færð fína tvíhöfða af því.
Neinei, það er ekkert mál að hræra saman í höndunum.
Þvínæst er að hita pönnuna á ný. Ég stilli á 4-5 á eldavél sem fer uppí 9. Það er best að nota pönnu með reynslu. Eins og þessi hér. Lesist: Pönnukökupönnu sem er aldrei þvegin með sápuvatni. Svo pönnukökurnar festist ekki við hana. Ef þú átt ekki svoleiðis pönnu þá skaltu hafa smjörlíkið við hendina og setja smáflís á pönnuna þegar pönnsurnar fara að festast.
Svo er bara að skella sér í að baka. Settu eina sósuausu af deigi á pönnuna. Ég nota sósuausu. Þú mátt nota hvað sem er. Það er betra að hafa margar litlar pönnsur en eina stóra sem fyllir út í pönnuna.
Mín reynsla er að svangir magar taka alltaf jafnmargar, óháð stærð.
Nei sko. Surtsey.
Ætlaði alveg að gera hana svona...
Er svo listræn þú skilur.
Þetta er bara fyrir þá sem þora.
Þorirðu?
Ertu jafn klár og ég?
Þ.R.J.Á.R. í einu...
Passaðu að snúa þeim við um leið og það eru farnar að sjást í loftbólur í deiginu.
Svo sitja þær og bíða brúnar og sællegar þar til sama lit hefur verið náð hinu megin. Undir.
Það er betra að vera með lágt stillt og hækka aðeins en að hafa of háan hita.
Við of háan hita verða þær dökkbrúnar. Og þá þarf að henda þeim. Öllum þremur.
Ekki það að svoleiðis komi fyrir mig. Bara að vara þig við.
Svo manstu eftir því að þær eru óætar án smjörs og síróps. Hlynsíróps, pönnukökusíróps, bökunarsíróps... skiptir ekki máli. Allt notað á mínu heimili ef ég á að segja þér satt.
Þeir sem vilja geta fengið sér jógúrt og ávexti með. En ekki heima hjá mér.
Taktu eftir sýndar-hollustunni á miðju borði. Hrökkbrauðinu. Hahahaha! Við erum svo fyndin fjölskylda.
En semsagt, þetta er ekkert mál. Ofsa auðvelt að gera og mjöööög gott að borða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvor myndin finnst þér flottari?
3.11.2008 | 17:02
G.M.G.! Hvað finnst ykkur um skólamyndirnar mínar?
...ef ég hefði verið unglingur á þeim tíma
...eða ef ég hefði verið uppi á þeim tíma
Svo er það hin myndin...
... er ekki alveg viss um þessi gleraugu
... er ekki alveg viss um þetta hairdo!
... finnst að ljósmyndarinn hefði getað látið mig vita að gleraugun voru skökk
Prófaðu þig núna. http://www.yearbookyourself.com/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver ætlaði að fá næstum 100% afslátt af skuldunum við bankann sinn?
1.11.2008 | 01:27
Svona á að gera þetta!?! Hvað finnst þér? Ef við gerum svona þá getum við örugglega líka keypt 3ja hæða sérsmíðaða lúxus skútu.
Hér minntist ég á að Herra Grænn hefði ætlað að kaupa skuldir vinar síns á 5%. Manstu? Lestu síðan þessa grein í Financial Times.
Nokkrar vel valdar setningar úr grein FT: ...we thought, Shit, they are probably going to freeze all the Icelandic assets in the UK, says Mr Jóhannesson. og neðar í sömu grein ...Baugurs team approached Sir Philip three weeks ago in desperation to see whether the owner of BHS and Topshop would be interested in buying the Baugur debt from the Icelandic government.
Hvað finnst þér? Ætluðu þeir að fá Græna manninn til að kaupa skuldirnar á 5% virði til að selja þeim á 10%?
Smá pæling.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég elska þessar myndir
1.11.2008 | 00:37
Var aðeins að fletta í gömlu albúmi. Stundum dett ég í nostalgíuna. Það eru svo margar góðar og skemmtilega minningar. Til dæmis frá þessari ferð okkar vinkvennanna í sumó hjá GéGé.
Við kölluðum okkur piparjónkufélagið á þessum tímapunkti.
Little did we know...
Fliss.
Aumingja stúlkan.
Hún notaði 34 ZZ.
Hva, trúirðu mér ekki?
GéGé. Næsta dag. Og eftir aðgerð... Með mér.
Er ég ekki fín? Ég er þessi með hattinn.
Er hún ekki fín? Hún er þessi með hattinn.
Æ Sombreró.
Ólei.
Ókei.
Nostalgíukastið er yfirstaðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vetrarfrí og huggulegheit
31.10.2008 | 08:41
Í gær var Esjan svona um morguninn.
Er ég ekki heppin að hafa hana fyrir augunum á hverjum morgni?
Og þessi hér... Úff, ég gæti ekki byrjað daginn án vinar míns kaffibollans.
Einu sinni hætti ég að drekka kaffi í 6 vikur.
Það var eitthvað brjálæði sem greip mig.
Eða kannski einkaþjálfunin sem ég var í...
Ég fæ ennþá hroll þegar ég minnist fráhvarfseinkennanna.
Við (ég og yngri sonurinn) fórum með Stjúpu og yngsta bróður mínum í göngutúr í gær.
Fyrst fengum við okkur aðeins smá pönnukökur.
Þær eru svo góðar í magann og nauðsynleg orka áður en lagt er af stað í leiðangur.
Algjörlega nauðsynleg orka.
Lífsnauðsynleg ef ske kynni að við villumst í göngutúrnum.
Já. Það. Þarf. Síróp.
Og það er mjööööög mikilvægt að smyrja þær vel. Mjög vel. Út í alla kanta.
Veðrið var svo fallegt.
Súkk.
Nei sko! Halló litla trjágrein.
En hvað þú ert dugleg.
Og svo fengum við okkur nesti áður en við lögðum af stað heim. Alveg nauðsynlegt. Hehe.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Falalalalaaaa....lalalalaaaa
30.10.2008 | 19:04
Ég fór inn í geymslu í gær til að leita að svolitlu... Þori varla að segja ykkur að hverju ég var að leita. En, semsagt... ég stóð fyrir neðan þetta...
...og tók niður hvern kassan af öðrum í leit að... heimatilbúnu jólakortunum okkar.
Við búum nefnilega til jólakortin á hverju ári og sendum vítt og breitt.
Spáið í það hvað mamma hefur verið að gera þegar hún var hér síðast...
Vá!
Hver einasti jólaskrautskassi er merktur með innihaldslýsingu.
Jóla:
* Dúkar
* pottaleppur
* smekkur (umm... einmitt...) eníhúú...
* viskustykki og svo víðere...
Í ár verða öll jólakortin handgerð. Það kemur væntanlega ekki á óvart? Sorrí ABC, Svölur, Eymundsson Penninn...En það verður engin last minute redding/Guð minn góður, ég gleymdi þessum redding, hér á þessu heimili.
Það er eitthvað svo notalegt að sitja með fjölskyldumeðlimum og búa til jólakort. Jæja, ég leitaði og leitaði en fann engin handgerð jólakort frá fyrri árum. Auðvitað ekki... Datt ykkur í hug að ég væri svona skipulögð að ég ætti sýnishorn hverra jóla? Ónei, aldeilis ekki. Þar líkist ég ekki móður minni í nákvæmri skipulagningu.
Fann reyndar föndurpokana og skoðaði hvað var ofan í þeim.
ég elska glimmer...
...ég játa það fúslega...
Ég er algjör glimmer kelling.
Svo fallegt.
Glimmer.
Úúú, taka sig taki. Áfram með smérið.
Í leit minni að jólakortunum fann ég þennan kassa.
Minn.
Góður.
Þvílíkt eitís flassbakk.
Axlapúðar.
Toppurinn spreyjaður upp í loft.
Man einhver eftir þessum nælum? Þessum rhinestone hræðilegu nælum?
Eða þessum hræææææðilegu eyrnalokkum.
Því stærri, því flottari...
Hehehe....
Niðurstaðan varðandi jólakortin er þessi: Fullt af stöffi til. Vantar karton. Vantar jólakortahugmyndir. Verðum að fara að spá í prótótýpur. Ekki seinna vænna. Bara 55 dagar til jóla.
Hvað með ykkur? Búið þið til jólakortin sjálf?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)