Þanebblega þa

Ég og Yngri Sonur erum á leið heim á bílnum. Vorum úti í búð. Erum á leið heim í myrkrinu og keyrðum úr stæðinu hjá blómabúðinni þar sem allt er svo huggulega skreytt með jóla þessu og jóla hinu og seríum út um allt.

-Yngri Sonur. Þú verður bara að afsaka hvað ég er ömurleg mamma. Ömurlegur uppalandi. Það eru engar jólaseríur komnar upp. Enginn aðventukrans í gær. Jadíjadíjadí..... Alveg skrúfað frá móðurlegu samviskubitinu.

Hvernig svarar þessi elska?

-Mamma. Jólaskraut og seríur skipta engu máli. Það hefur ekkert með uppeldið að gera.

Vá. Síðan hvenær fullorðnaðist litla barnið mitt?

P.s. Það hjálpar kannski að þeir bræðurnir fengu jóladagatal a la amma í Englandi. Aðalatriðin eru á hreinu. 3_saman.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Þetta fær hann örugglega frá pabba sínum :-)

steinimagg, 2.12.2008 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband