Dagurin í dag og gullpróteindrykkurinn

Jæja. Fór í ræktina. Einkaþjálfarinn er alveg með mig í átaki núna. -Þú ætlar að komast yfir 5vörðuháls ekki satt? -Jújú sagði ég milli samanbitinna tannanna.

Í lok æfingar fannst mér ég hafa púlað svo rækilega að ég átti nú skilið einn prótíndrykk. -Níuhundruð, sagði afgreiðslustúlkan. 900? Níuhundruð nýkrónur? Fyrir þann pening hefði ég nú getað keypt mér hamborgara og franskar, stalst ég til að hugsa en rétti fram kortið. Er svo duuuuuugleg! Er þó nokkuð viss um að í próteindrykknum hljóti að leynast gullflaga sem réttlætir verðið. Gull hlýtur að bæta meltinguna. Var það ekki svo gott í risotto-ið hér um árið?

Þaut út í bíl til að drífa mig af stað að sýna húsið í fimmtánda sinn eða álíka. Tyllti prótíngulldrykknum í glasahaldarann og bakkaði út úr stæðinu.

Kronsj.

Hvað haldiði?

Helv... prótíndrykkurinn hrundi á gólfið í bílnum og lá þar eins og nýuppköstuð æla. Deeeeemmmmmm.... Ég held ég hafi aldrei séð eins mikið eftir einum níuhundruð kalli. Ekki einu sinni á Skyline hryllingsræmunni. Það var nú ljóta og leiðinlega myndin.

Allaveganna. Húsið sýndum við enn einu sinni. Manni finnst nú kominn tími til að einhver fari að koma með tilboð? Við hjónin erum á fullu að sýna hús pabba og stjúpu sem við systkinin eigum saman. Húsið bíður eftir nýjum eigendum. Vona að það verði gott fólk. Ekki sama hver heldur áfram sögu hússins. En maður er nú farinn að hljóma svolítið eins og biluð plata. -Já, þeim fannst þetta svo skemmtilega kitsj klósett að það fékk að halda sér. Lóðin er svo vel hellulögð að hún er nánast viðhaldsfrí. Blasíblasíblaaaa...

En hugsum bara góðar hugsanir til allra sem koma að skoða. Einhvert paranna er það eina rétta í þetta hús. Og á böns of monní. 

Var að klára að þrífa gólfið í bílnum. Borgaði sig að gera það fyrir morgundaginn því að þá verð ég með erlendan viðskiptamann í skoðun milli starfsstöðva. Gat ekki látið hann halda að það hafi verið svona gaman um helgina! 

Árshátíðin var geggjuð og gríðarlegt stuð. Endaði á því að halda ræðu uppi á sviði. Neieieieieii, var ekki kominn á 9. glasið. Var bara nokkuð edrú og í bananastuði að afhenda bikar til starsmanna sem áttu það svo sannarlega skilið.

Óverandát. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband