Jón Ásgeir Sigurðsson

Pabbi minn dó eftir snarpa baráttu við briskrabbamein. Hann greindist í maí og dó nákvæmlega 3 mánuðum síðar. Það er svo skrýtið að eftir að hann dó þá áttaði ég mig á því hvað hann var rosalega góður pabbi. Til að fyrirbyggja misskilning þá auðvitað fannst mér hann góður pabbi meðan hann var á lífi en þegar hann er horfinn þá finn ég svo sárt fyrir því sem vantar, eitt af því mörgu sem gerði hann einstaklega góðan pabba.

Mig vantar að rökræða við hann um

stjórnmál
kynjamisrétti
slúðrið í Séð og Heyrt
hvernig Samfylkingin ætti að taka á þessu máli eða hinu
hvað Geir var að pæla
könnunartölurnar sem birtust í Fréttablaðinu um daginn
strákana mína
strákana hans
Hallstein minn og hvernig honum gengur í sinni baráttu við afleiðingar slyssins
slúðrið í þjóðfélaginu
heimspeki
alheimsstjórnmál
að fylgja sinni eigin sannfæringu

Mig vantar rökræðu og skoðanaskipta félagann minn

Mig vantar að viðra hugmyndir við hann

Ég sakna hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Leyfðu þér að sakna.

Samhryggist þér innilega.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.10.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband