Gott var það!

Kræsingarnar!

Súkkulaðikakan. Skyr/rjómabomban. Brauðrétturinn. Rúllan. Djísess! Þetta var allt of gott hjá Hjúkrunarfræðingnum. Hef lúmskan grun um að hún sé að reyna að auka bíssnesinn á spítalanum með því að stuðla að sexföldu hjartaáfalli í saumó.

Mikið rætt og óvenjumikið af kjaftói í gærkvöldi. Hélt ég myndi detta af stólnum þegar ég heyrði af konunni sem gengur um með móður sína í handtöskunni.

Hvíti fíllinn ræddur á léttu nótunum sem betur fer. Það voru nefnilega himinn og haf á milli væntinga og skilnings á sameiginlegri för í gamla barnaskólann okkar. Eftir töluvert drama (hjá einni) og Facebook-þræði þar sem Frú Drama skrifaði heilu ritgerðirnar um framkomu annarra var málið rætt og komist að niðurstöðu.

Þegar skilaboðin eru ekki skýr og væntingar ekki orðaðar er ekki nema von að hver og einn skilji eins og honum er einum lagið.

End of story.

Ha? Þetta með mömmuna í handtöskunni. Já, það er saga um það að ákveðin kona hér í bæ gangi um með öskuna af móður sinni í töskunni og kynni hana fyrir öllum og þeir látnir heilsa í fyrsta sinn sem þeir hitta öskuna/móðurina.

Elska saumó!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband