Metfé
23.12.2009 | 11:25
Ég er nú "algjört metfé" eins og sagt er í minni fjölskyldu.
Fyrri metfés-saga
Ég er semsagt að leita dyrum og dyngjum að jólagjöfinni sem Obróður langar svo í. The God Delusion eftir Richard Dawkins.
Hver annar en ég fer inn í kristilega bókabúð (Kaffihúsið Glætan) og spyr hvort að þau séu að selja bókina "The God Delusion" eftir Richard Dawkins?
Höfundur The God Delusion heldur því fram að það sé nánast öruggt að engin yfirnáttúruleg vera að nafni Guð sé til. Delusion þýðir hugarórar eða ímyndun.
Svarið sem ég fékk var, -Nei, við erum sko kristileg bókabúð. Jeremías minn.....
Seinni metfés-saga
Hjólina bónusdama er að spara. Það þýðir engar-ferðir-á-snyrtistofuna-þegar-þú-getur-gert-það-sjálf. Semsagt, heima-kantskurður með vax-lengjum sem þú hitar sjálf í lófanum.
Ég geri hlé hér og bendi á að á snyrtistofum er vaxið hitað í potti til að ná réttu hitastigi. Hefði það átt að segja Bónusdömunni eitthvað að ætlast var til að hún hitaði vaxrenningana í lófa sér?
Ræmurnar voru lagðar á réttan stað. Ááááááá....i en sko! Það tókst vel til vinstra megin. Jesssss!Lagt var á hægra læri tveir renningar.
Tveir ég endurtek. Á hægra læri, ofarlega, hugsanlega inná skóglendið fyrir miðju.
Hvað gerðist?
Tja, við skulum segja það að það er dálítill Picasso-á-slysadeildinni stíll á þessu þetta árið.
Það væri náttúrulega bara mín heppni að lenda á slysó núna.
-Hvað kom fyrir þessa konu?
-Varð hún fyrir árás á hægra læri?
-Hún er öll marin í hægri nára!
-Og hvað er þetta með að vera hárlaus öðru megin? Ætli árásarmaðurinn hafi verið vopnaður rakhníf?
Athugasemdir
Guð minn góður, þú drepur mig úr hlátri einn daginn. múahahahhahahahahahha
Lóa (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 14:02
Ááááiiii. Ég hef aldrei farið í vax og held að ég muni ekki nokkurn tíma leggja í slíkar pyntingar, og eiginlega bara alls ekki eftir þennan lestur. Ég er venjulega loðin alls staðar eins og ég var sköpuð, en tók það "brasilískt" með rakvél í sumar, af því ég var mikið á þvælingi um sveitir landsins og þá er betra að geta migið úti í móa og bara hrist dropann eins og karlpeningurinn. Kannski ég taki annað flipp með rakvélina og raki á mig jólatré í tilefni hátíðanna.
Hjóla-Hrönn, 23.12.2009 kl. 15:05
fliss...
Sigga Hjólína, 23.12.2009 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.