Kvenmannsleysi og ráð við því

Einhver bloggaði í gær um kvenmannsleysi eða ekki... og þá datt mér í hug að þar sem ég er komin á miðjan aldur og er reynslunni ríkari... reynslu sem ég eignaðist fyrir tíð Eiginmannsins... að kannski ætti ég að ausa úr viskubrunni mínum... hann er djúpur og dimmur... 

Strákar, það eru 6 einföld atriði sem skipta máli og þið ættuð að vita.

1. Konur hafa ótrúlegt lyktarskyn. Farðu í bað á hverjum degi og notaðu svitalyktareyði. Það er ekki sniðugt að kæfa þær í rakspíra. Nei. Það er ekki hægt að fara í þvottapokabað og komast upp með það.

2. Eitt bros getur öllu breytt. Brostu og þær brosa framan í þig.

3. Kurteisi kostar ekkert og getur gert gæfumuninn.

4. Hafðu einhver umræðuefni tilbúin. Jólagjafainnkaup, veðrið og færðin, eitthvað skemmtilegt sem þú hefur upplifað eða gert, vinsælasta bókin, vinsælasta bíómyndin. Ekki tala illa um menn eða málefni. Ekki vera neikvæður.

5. Sú sem vill þig ekki er ekki sú rétta. Sú sem gefur þér færi (ef þú fylgir 1. til 4. plús 6) er sú sem er þess virði.

6. Áfengi verður að neyta í hófi. Það er enginn frábær eða fyndinn á fimmta glasi. Líka gott að sleppa því alveg.

drunks

drunk-girls

Gangi ykkur vel Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

*hóst* held að þessi ráð dugi líka fínt fyrir kvenmenn.

1. Ég vann í frystihúsi á unglingsárunum og var ekkert að ofnota baðherbergið...
2. Pönkari og töffari dauðans, ef menn gátu ekki skilið að grimmilegt augnatillit táknaði áhuga, þá gátu þeir bara átt sig!
3. Eh, vísa í nr 2...
4. Vísa aftur í nr 2...
5. Enda gekk ég ekki út fyrr en ég var orðin 33 ára, farin að brosa og fara í sturtu 2x á dag...
6. Hóflega drukkin kona gleður mannsins hjarta

Hjóla-Hrönn, 11.12.2009 kl. 20:11

2 Smámynd: Sigga Hjólína

Hahaha

Sigga Hjólína, 12.12.2009 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband