Hjólaklúður, þekkir þú þetta?
18.6.2009 | 00:48
Það er stundum auðvelt að gleyma sér á hjólinu þegar kapp er meira en forsjá. Hver hefur ekki lent í þessu? ....segir hún í þeirri von að það séu fleiri eins og hún
1. Að hrækja stórri slummu og gleyma því að þú varst að beygja uppí vindinn. Skyndilega er bringan og hálf öxlin þakin hráktaumi.
2. Að snýta úr annarri nösinni. Svo hinni. Gleymir að hin snýr uppí vindinn. Þarf ekki að útskýra hvað verður úr því dæmi.
3. Sjá einhvern aula sem hjólar hægar en þú. Nærð honum og gefur í. Tekur fram úr honum og hann hverfur í fjarlæga minningu. Finnur þér þægilegan hraða og ert að njóta dagsins þegar.... helvítið tekur fram úr þér og hverfur.
4. Að hjóla í grófri möl og gegn allri eðlisfræðilegri skynsemi grípur þú um bremsurnar. Það þarf ekki stóran stein til að stoppa dekkið ef þú ert á lúshraða... Af hverju er ég svona hrædd? Af hverju bruna ég ekki áfram í gegnum mölina? Einn daginn... Skal ég!
5. Að gefa í yfir sprænuna en gleyma að lyfta upp fótunum. Eðlisfræðin aftur. Hreyfingin ryður frá sér vatninu sem frussast yfir allt í pedala hæð.
6. Að gleyma því að efnið á þumlinum á grifflunum er bara visst stórt. Sama hversu mikið rennur úr nefinu.
Athugasemdir
Ömm, nei, sorrí, ekki lent í öllu þessu
1 - Ég kyngi
2 - Geri þetta aldrei á ferð, fer af baki, sný mér undan vindátt og beygi mig niður.
3 - Been there, done that, verst þegar gamla kellingin þýtur fram hjá mér á Sæbrautinni. Mér krossbregður alltaf.
4 - ó, ég held að það sé nú bara skynsamlegt hjá þér að bremsa, ég keyri alltaf á fullri ferð inn í möl, gras, órækt, missi stjórn á hjólinu, fer kollhnís og uppsker fullt af marblettum og skrámum.
5 - Hva, maður þornar strax aftur
6 - Ermarnar Sigga, ermarnar.
Hjóla-Hrönn, 18.6.2009 kl. 13:11
Sigga Hjólína, 18.6.2009 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.