Aaaaahhhh......oj
15.6.2009 | 18:41
Föstudagurinn 12. júní kl. 08:00
Eiginmaðurinn farinn í rúmlega vikuferð til Englands. Tékk.
Sami dagur kl. 20:00
Pantaðar Dominos pizzur. Tékk.
Tilhlökkun að taka helgina með stæl. Í ræktina. Hjóla. Taka til. Fara í búðir. Lakka táneglurnar. Tékk.
Laugardagurinn 13. júní kl. 09:00
Vakna og er með óráð. Hitinn þá þegar yfir 38 stig. Hræðilega sárt að hreyfa sig. Ógeðslega flökurt. Hringi í eiginmanninn og brest í grát. Græt alltaf þegar ég er með mikinn hita og veik. Hann er löngu farinn að þekkja það og segir bara hlýleg orð en fer ekki í rusl. Yngri sonur lítur á mig og segir að ég sé með ógeðslega bauga. Ég segi honum að ég sé svo veik. Græt. Yngri sonur kippir sér ekkert upp við það. Þekkir mömmu sína. Ég sofna aftur.
Sami dagur kl. 14:00
Darri bróðir hringir. Ég tala við hann en veit ekkert hvað ég segi. Er enn með óráð.
Sami dagur kl. 19:00
Yndislegast drengurinn sem til er, H-eldri sonur, býr til kvöldmatinn handa þeim sem eru heima. Gryte (hakk + Ítölsk gryte pakki), kartöflumús úr pakka og hrásalat úr dós. Gerir líka allt klárt fyrir og eftir mat. Er hægt að biðja um meira? Ég græt af gleði. Hann kippir sér ekkert upp við það. Þekkir mömmu sína.
Vitna bara í meistara Steinbeck:
Even the best-laid plans of mice and men/often go awry
Fer að öllum líkindum í vinnu á morgun því ég er næstum eiginlega alveg hitalaus...
Athugasemdir
Þú átt góða að Sigga mín.
Enda ert þú líka góð og skemmtileg.
Láttu þér batna.
Bestu kveðjur úr Tungunni frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 15.6.2009 kl. 23:44
Merkilegt að kallarnir skuli alltaf vera fjarverandi þegar maður þarf á þeim að halda. Síðast þegar minn fór erlendis fékk ég heiftarlega influensu og þurfti að leggjast inn á spítala í tvo daga. Krakkarnir búnir að lifa á frosnum pylsubrauðum í tvo daga þegar ég hafði loks rænu á að hringja eftir hjálp.
Nokkrum mánuðum fyrr sprakk botlanginn og aftur ég inn á spítala. Og kallinn líka erlendis þá. Hann hefur ekki þorað erlendis á þessu ári, aldrei að vita hvað kemur fyrir kellinguna.
Hjóla-Hrönn, 16.6.2009 kl. 08:21
Takk bæði.
Sigga Hjólína, 16.6.2009 kl. 09:38
Þá meina ég fyrir hlý orð Kalli minn og skilning og skemmtilegheit Hjóla-Hrönn.
Sigga Hjólína, 16.6.2009 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.