Út að hjóla trallallaaaa
7.5.2009 | 17:35
Við fluttum í 5 herbergja raðhúsi án bílskúrs í 7 herbergja einbýlishús með bílskúr.
Bílskúrinn í nýja húsinu var fullur af drasli. Fáránlegt hvað það var mikið af rusli í bílskúrnum og margar, margar ferðir á Sorpu. Svo margar að starfsmennirnir þekkja okkur með nafni og við þá. -Hæ Boris.
Svo fórum við að hjóla s.l. laugardag. Hahahhaaaaaa. Já, það var rigning. Miiiiiiikil rigning. Rigning og haglél, helltúrfötu-rigning.
Það var bara gaman. Ég söng hástöfum, -I'm singing in the rain. Það passar eitthvað svo við slík tilefni.
Sko hvað mín er fín!
Athugasemdir
Það er svo yndislegt að hjóla í rigningu, sérstaklega þegar björkin og annar gróður byrjar að ilma.
Okkur vantar bílskúr, það er svolítill sóðaskapur af því að vera að gera við hjólin inni í stofu. En samt eitthvað svo heimilislegt.
Hjóla-Hrönn, 7.5.2009 kl. 23:15
Já við vorum einmitt í þeim stílnum að gera við innan íbúðarinnar . En heyrðu, við erum bara tvíburar! Sérðu hvað við erum með góðan buff (skjólu) og hjálmasmekk? Bara alveg eins
Sigga Hjólína, 8.5.2009 kl. 08:55
hahaha, já ég var að hugsa það sama þegar ég sá hjálmamyndina af þér
Hjóla-Hrönn, 8.5.2009 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.