Stærsta skálastærðin er D....múahahaha

Bara smá fréttapistill.

Á heimilinu eru nú 4 unglingar, synir mínir og bræður mínir. 2 stk af 1991 módelinu og 2 stk af 1993 módelinu. Sumir hafa tekið andköf og spyrja mig hvernig þetta sé nú að ganga, 4 hormónasprengdir karlmenn á táningsaldri... Það verður nú að segjast eins og er að þeir eru eins og hugur manns. Ef einhver er farinn að stinka þá svínvirkar að minnast á tölvubann ef hreinlætisreglum er ekki fylgt... það sér bara undir iljarnar á viðkomandi.

Heimilin eru 2 þessar vikurnar. Helmingur í Mosó og helmingur í Kópavogi, bland í miðri viku og allir saman um helgar.

Ég hata að fara í gegnum gamalt dót og pakka niður í kassa. Hvað er eiginlega að? Af hverju er ég ennþá með tættar, úr sér gengnar nærbuxur í nærbuxnaskúffunni? Nei. Við erum ekki að tala um 1 -2 stykki. Frekar 20. Ég hefði þurft svona "nærbuxna-intervention" fyrir 5 árum. G-strengirnir eru 6. Einu sinni fannst mér það bara þægilegt. Var ég eitthvað sködduð á heila?

Við skulum ekkert fara að ræða sokkaskúffuna er það? Eða hilluna með stuttermabolunum? Nei, ekkert að ræða stuttermabolinn svarta með æpandi silfurstöfum framaná "Silicone free"? Ég er barmmikil. Við skulum segja að ég hafi næstum skellt uppúr þegar ég heyrði kallana á básunum fyrir aftan mig tala um eina sem var að koma í vinnuna eftir óskilgreint leyfi. -Mér sýndist hún vera í stærsta númerinu núna, sagði annar. -Hún er pottþétt komin í D hópinn. -Já einmitt, sagði hinn. -D er stærsta... LoL Þeir vita greinilega ekki að skálastærðir geta farið uppí H. Nei. Ég er ekki H.

Eiginmaðurinn er óþolandi duglegur í ræktinni. Ég þykist ekki hafa tíma. Er svo bissí. Meira bissí en hann. Tounge. Jújú, við erum að pakka sama heimilinu niður. Það er bara miiiiiiiklu meira að gera hjá mér þú skilur.

Læt þig vita hvað ég finn inni í skápunum. Ef það er ekki einum of...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ó, það var erfitt að vera með frumburðinn einan heima.  Svo bættist gormur nr 2 við og þá varð heimilið einhvern veginn rólegra, því sá eldri fór að tipla um til að vekja ekki litla ljónið, sem gat öskrað ótrúlega hátt.  Núna þegar þeir eru 6 og 10 ára er oft fullt af strákum í heimsókn.  Þá fyrst færist logn yfir heimilið.  Það er eins og þeir viti að ef það verða of mikil læti, þá gefst mamma eða pabbi upp og skóflar umfram liðinu út.

Ég held að flíkurnar í fataskápnum séu að fjölga sér sjálfar.  Ég fer með hvern ruslapokann á fætur öðrum í Rauða Krossinn, en alltaf flæða föt út um allt.  Og kannski stærstu mistökin að útbúa kassa merkta 75, 80, 85, 90... og halda að maður komist einhvern daginn aftur í fötin.  Ef það gerist, þá fer maður ekki og grefur upp eldgömul löngu-komin-úr-tísku föt, maður stormar í bæinn og kaupir sér ný!

Hjóla-Hrönn, 25.2.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Sigga Hjólína

Nákvæmlega. Að geyma gömlu fötin þar til þau passa... hvað er eiginlega að okkur? Heldurðu að ég komist í brúðkaupsdressið, sérsaumað af vinkonu minni, sem er orðið 19 ára gamalt? Fyrir 35 kílóum síðan? Akkúrat. Ég geymdi einu sinni kjól í 2 ár þar til ég komst í hann. Þá var hann orðinn herfilega ljótur og löngu kominn úr tísku.

Sigga Hjólína, 28.2.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband