Er uppskrift endilega það besta?

Hef aðeins minnst á kjólinn sem ég hef verið að prjóna. Manstu, hér?

Ennívei. Ég er haldin þeim kvilla að notast helst ekki við uppskriftir þegar kemur að prjónamálum. Þannig að ég missti svolítið stjórn á málunum...

Reyndi að hafa þetta svolítið framúrstefnulegt en þannig að ég drægi athyglina frá bumbunni og undirhökunni.

Það er eitthvað skrýtið við hvernig þetta endaði... eða hvað finnst þér?

prjondull.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég bætti um betur og gerði smá til viðbótar á vini mína. Finnst þér þetta ekki smart?

randaprjon.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

En svona í alvöru talað þá er kjóllinn löngu klár. Ég þarf bara aðeins að hitta konu í Kópavogi út af ermunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Snilldargrein hjá þér Sigga.  Fékk mig til að hlæja og hláturinn bæði hressir og kætir, svipað og kaffi, en þar sem ég drekk ekki kaffi, verð ég að láta mér nægja að lesa þetta hjá þér, virkar einsog Expressóbolli, sem ég drakk einu sinni eldsnemma kl. 6 í Flórens, ósofinn, búinn að labba um borgina alla nóttina og þessi bolli nægði til að hressa mig allann daginn, í bland við Endurreisnarlistaverk.  Þessi mynd að ofan hljómar í minni sál einsog Nýendurreisnarsinfonía í skemmtilegum dúr.  Lifðu heil

Máni Ragnar Svansson, 10.12.2008 kl. 16:15

2 Smámynd: Sigga Hjólína

Ekki slæmt að vera líkt við kaffi, uppáhaldsdrykkinn minn. Takk fyrir Máni

Sigga Hjólína, 12.12.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband