Amerískar pönnukökur

Í tilefni vetrar og skammdegis kenni ég ykkur að búa til amerískar pönnsur sem klikka ekki! Uppskriftin kemur frá Coahuagua í Bandaríkjunum og er upprunalega frá indíánakonu sem var uppi um þarsíðustu aldamót. Nema hún notaði buffalafeiti í stað smjörlíkis. Eða þannig.... Þú klikkar ekki með þessum. Börnin þín fá enn meiri matarást á þér og makinn gerir hvað sem er þegar svona er eldað í morgunmat á laugardögum. Eða hvaða dag sem er.

Efni í Amerískar nnukökur:

5 dl hveiti

4 tsk lyftiduft

1 tsk salt

3/4 dl sykur

4 dl léttmjólk

2 egg (ekki skurnina með... í guðanna bænum)

60 gr bráðið smjörlíki (ágætt að setja klípuna á pönnuna á lágan hita áður en þú byrjar að setja allt hitt ofan í hrærivélina, þá er smjörlíkið bráðið þegar röðin er komin að því)

Ekki þvo pönnuna eftir að smjörlíkið er brætt. Þú vilt hafa hana vel smurða fyrir steikinguWink

Aðferð:

Settu allt í hrærivélina í þeirri röð sem er talin upp hér að ofan.  Kveiktu svo á hrærivélinni. Slepptu þér aðeins, láttu þetta þeytast vel saman. Þá lítur þetta bara ljómandi vel út og er örugglega subbulegt. Fínt, þannig á það að vera. Nákvæmlega svona.

deigid.jpg

 

Ef þú átt ekki hrærivél. Gangi þér vel að þeyta, þú færð fína tvíhöfða af því.

Neinei, það er ekkert mál að hræra saman í höndunum.

 

Þvínæst er að hita pönnuna á ný. panna.jpgÉg stilli á 4-5 á eldavél sem fer uppí 9. Það er best að nota pönnu með reynslu. Eins og þessi hér. Lesist: Pönnukökupönnu sem er aldrei þvegin með sápuvatni. Svo pönnukökurnar festist ekki við hana. Ef þú átt ekki svoleiðis pönnu þá skaltu hafa smjörlíkið við hendina og setja smáflís á pönnuna þegar pönnsurnar fara að festast.

Svo er bara að skella sér í að baka. hella-deigi.jpgSettu eina sósuausu af deigi á pönnuna. Ég nota sósuausu. Þú mátt nota hvað sem er. Það er betra að hafa margar litlar pönnsur en eina stóra sem fyllir út í pönnuna.

Mín reynsla er að svangir magar taka alltaf jafnmargar, óháð stærð.

surtsey.jpg

Nei sko. Surtsey. 

Ætlaði alveg að gera hana svona...

Er svo listræn þú skilur.

 

 

 Þetta er bara fyrir þá sem þora.

Þorirðu?

threesome.jpg Ha? Ha?

Ertu jafn klár og ég?

Þ.R.J.Á.R. í einu...

Passaðu að snúa þeim við um leið og það eru farnar að sjást í loftbólur í deiginu.

3heitar.jpg

 Svo sitja þær og bíða brúnar og sællegar þar til sama lit hefur verið náð hinu megin. Undir.

Það er betra að vera með lágt stillt og hækka aðeins en að hafa of háan hita.

Við of háan hita verða þær dökkbrúnar. Og þá þarf að henda þeim. Öllum þremur.

Ekki það að svoleiðis komi fyrir mig. Bara að vara þig við.

ponnukaka-tilbuin.jpgSvo manstu eftir því að þær eru óætar án smjörs og síróps. Hlynsíróps, pönnukökusíróps, bökunarsíróps... skiptir ekki máli. Allt notað á mínu heimili ef ég á að segja þér satt.

Þeir sem vilja geta fengið sér jógúrt og ávexti með. En ekki heima hjá mér.

 Taktu eftir sýndar-hollustunni á miðju borði. Hrökkbrauðinu. Hahahaha! Við erum svo fyndin fjölskylda.

katir-drengir.jpg

En semsagt, þetta er ekkert mál. Ofsa auðvelt að gera og mjöööög gott að borðaSmile.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

mmmmm, pönnukökur

steinimagg, 5.11.2008 kl. 10:04

2 identicon

Hæ Sigga mín! Var að prófa pönnukökurnar þínar sem vöktu ánægju heimilismanna. Ótrúlega góðar og gómsætar. Það var heldur enginn hollustustíll á þeim hjá okkur, sírópið hreinlega flaut um allt eldhús.

Á örugglega eftir að baka þær aftur og aftur. Takk fyrir uppskriftina. Kveðja, Lína. ( Þó ekki hjólína, þú manst ég er aðallega í mannræktinni. )

Líney Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 19:10

3 Smámynd: Sigga Hjólína

Verði þér svo sannarlega að góðu Lína mín. Jú, ég hef líka verið í mannræktinni s.l. vikur. Eeeeer á leið út í World Class bráðum...

Sigga Hjólína, 10.11.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband