For whom the bell tolls
3.10.2008 | 14:52
Lesist með dimmum og drungalegum róm......
.....Maður bara veit aldrei og því komst ég svo sannarlega að í gærkvöldi!
Ég var í saumó.
Þetta er mynd af mér, Guðrúnu og Halldóru
Við erum svo penar þegar við mætum í saumó
Veit ekki af hverju við köllum þetta ennþá saumó. Það er enginn sem saumar í þessum saumó.
Sver......
Það kemur á óvart ekki satt?
Í gærkvöldi mætti ég til Halldóru en hafði verið bitin af starrafló rétt áður en ég fór af stað.
-Starrafló? sagði eiginmaðurinn. -Þær eru ekki á þessum tíma. Mér finnst það nú ótrúlegt.
-Jæja?! sagði ég sigrihrósandi og rétti fram handlegginn. -Sjáðu! Hér eru þrjú bit! Sko!
Eiginmaðurinn, sem hefur verið giftur mér í 18 ár, hafði vit á því að fara ekkert lengra með þessar samræður.
Ennívei.
Þið munið eftir þessu atviki? Einmitt.
Starraflóarbitin fóru að ágerast í saumó. Mikið var þessi fló iðin. Bitin voru orðin mörg, farin að safnast saman í heila flekki og flekkirnir farnir að verða að bólguhellum.
Útbrotin færðust upp eftir handleggjunum og þá laut ég í lægra haldi fyrir þessu öllu saman.
Ég viðurkenndi fyrir sjálfri mér og öðrum í saumó að líklega væri ég með eitthvað ofnæmi.
Enda allt í lagi að viðurkenna það.... ég var búin að borða! Geðveikislega góður matur eins og alltaf.
Snjó kyngdi niður og ég á kódjakk dekkjum.Keyrði á 30 niður á slysó. Bjó til alls konar senur í huganum......
.....-Já 112, get ég aðstoðað?
-Ég..... umla og mumla.... -er í bíl.... skruðningar... -á Miklubrautinni... snjór.... bráðaofnæmi.... finnið mig!
Það gerðist ekki. Sem betur fer var enginn að bíða niðri á slysó, ég komst inn strax. Fékk lyfjakokteil sem rotaði mig. Eins gott að þau vildu halda mér yfir nótt, ég hefði sofnað á leið heim við stýrið.
Útskrifuð í morgun en VITIÐI HVAÐ?!
Núna.... ég legg áherslu á núna er ég líka með ofnæmi við einhverju sem enginn veit hvað er. Líklega einverjum mat. En ekkert sem ég borðaði í gær var eitthvað nýtt.
Æðislegt!
Not!
Nú þarf ég að ganga með helv.... sprautuna á mér við hvert fótmál.
Má aldrei gleyma sprautunni....
Og...... Hryllingur alls sem hryllilegt er......
.....gæti lent í því að einhver ókunnugur þurfi að fletta niður um mig og stinga í es-ið.
Hvað ef ég er ekki í glænýjum, ónotuðum og vellyktandi nærbuxum?
Hvað ef ég verð aftur í götóttum sokkabuxum sem hefði átt að vera búið að henda?
Hvað ef?
Athugasemdir
Æ feel jer pein sista.
Ég fékk eitthvað bölvað ofnæmi og það tók mig heilt ár að finna út úr því. Það lýsti sér sem krampi í vélindanu og öndunarerfiðleikar. Á sama tíma var ég með einn organdi grisling á brjósti og var að trappa niður fæðið í nánast ekki neitt til að finna út hvað væri að angra gorminn. Hann reyndist vera með mjólkuróþol og breyttist í hjalandi ljúfling þegar ég tók út allar mjólkurvörur.
Ég skráði allt sem ég borðaði og málið er að það getur tekið langan tíma fyrir það sem veldur ofnæmi að koma fram. Hjá mér koma einkennin fram daginn eftir að ég borða eitthvað sem ég þoli ekki. Ég prófaði að taka út eina fæðutegund í einu í eina viku. Að lokum voru bara epli og rækjur eftir. Sleppti rækjunum í eina viku, engin breyting, ætlaði ekki að trúa að epli gætu verið orsökin, en júbb, sleppti eplum í eina viku, skánaði og varð einkennalaus. Fékk mér svo epladjús með morgunmatnum viku seinna, var fín þann daginn en svo að drepast næsta dag. Ég get sumsé ekki borðað epli í dag eftir að hafa borðað epli í 40 ár.
Læknir sagði mér að ég hefði líklegast komist í snertingu við eitthvað sem veldur mér ofnæmi, og borðað epli á sama tíma, líkaminn ruglast svona og álitið eplin stórhættuleg. Fyrir er ég með ofnæmi fyrir krómi, laxi, lúðu og ýmis konar sjávarfangi.
Ég ætlaði eitt sinn að taka aukakílóin föstum tökum, keypti eitthver Slim Formula hylki, fékk bráðaofnæmi og bætti á mig 5 kílóum af bjúg á tveimur dögum. Ég leit út eins og útblásinn gúmmíhanski. Kallinn bað mig vinsamlegast að reyna ekki fleiri svona megrunarkúra. Hann höndlaði bara ekki að fá taugaáfall á morgnana við að sjá frúna rísa úr rekkju umbreytta í mrs Shrek.
Gangi þér vel að finna út úr þessu, og vonandi þarftu ekki að bera botninn á háannatíma í Kringlunni
Hjóla-Hrönn, 4.10.2008 kl. 13:58
Guð minn góður! Ég man ekki hvað ég borðaði á miðvikudaginn..... Hef þetta samt í huga
Sigga Hjólína, 5.10.2008 kl. 01:50
Hæ. Þetta var greinilega mjög óskemmtileg reynsla en þér tekst samt að skrifa um þetta á fyndnum máta. :-)
Vona að þú finnur út hvað þetta var / sé sem fyrst.
Morten Lange, 6.10.2008 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.