Kalli kanína
27.9.2008 | 16:02
Kanínur eru krúttlegar.
Ég man eftir kanínunum sem hún Jenný átti. Jenný passaði mig eftir leikskólann og labbaði með mig heim. Ég elskaði að fá að koma við heima hjá Jenný því að það var æðislega gaman að gefa kanínunum kál.
Mér finnst kanínur ennþá krúttlegar. Rekst stundum á þær í Reykjalundarskóginum.
Algjört kvúttípútt. Kanínur.
Þess vegna get ég ekki borðað kanínukjöt. Ekki einu sinni þótt kanínukjötið sé dulbúið í einhverri kássu. Gengur bara ekki upp. Það er sálfræðileg bremsa sem veldur því að ég kúgast.
Krítverjar eru ekki sammála mér.
Þeim finnst kanínukjöt mjöööög gott. Sko litlu hvítu lappirnar.
En lystugt. Kjötkaupmaðurinn fór í auglýsingasálfræði 101.
Væntanlegir kaupendur fá á tilfinninguna að kanínan sé svo ljúffeng að hún hoppar upp á diskinn.
mmmmm..........ooooojjjjjjj
Afsakið meðan ég kúgast.
Athugasemdir
Ætli þeir færu ekki að æla grænir í framan ef við byðum þeim að smakka svið?
Dísa Dóra, 27.9.2008 kl. 19:25
Jah...sko...Dísa Dóra... kíktu betur á efri myndina. Lengst til vinstri á myndinni hanga tveir myndarlegir kindahausar á krókum. Ég spurði kjötkaupmanninn út í þessa hausa og hann sagði að Krítverjar sjóða hausana með einhverju kryddi. -Voða gott, sagði hann og bara smjattaði hástöfum til að undirstrika góðgætið.
Sigga Hjólína, 27.9.2008 kl. 21:22
Ég verð nú bara svangur á því að horfa á allar þessar krásir.
steinimagg, 28.9.2008 kl. 19:59
Ég er svo mikil kjötæta, að mér finnst þetta bara freistandi, en skil þig vel að geta ekki borðað vini þína
Hjóla-Hrönn, 3.10.2008 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.