Þú ert með bólu
26.9.2008 | 17:49
Ég var nýbyrjuð með eiginmanninum. Var að fara í fyrsta sinn í bíó með honum. Leit í spegil. Æ, hvaðan kom þessi litla bóla? Æ ég meika bara yfir þetta, hún sést ekkert.
Þar sem ég bjó hjá ömmu..... og hún stóð við hliðina á mér... þá lá beinast við að spyrja hana, -Lít ég ekki bara ágætlega út?
Hún horfði á mig með ástúð í augum, hallaði sér nær mér, nánast upp við nefið á mér og sagði, -Guð minn góður hvað þú ert með stóra bólu á kinninni!
Ef ég hefði átt hauspoka þá hefði ég sett hann upp en í því hringdi dyrabjallan.....Kærastinn var kominn til að sækja mig.
Einhvern veginn tókst mér seinna um kvöldið að lauma þessu hræðilega andlitslýti í samræðurnar, svona rétt til að afsaka það að mér hafði sprottið bóla....... en þá segir þessi elskulegi núverandi eiginmaður minn.....-Ha hvaða bóla?
Hann er náttúrulega einstaklega ljúfur og mikið prúðmenni
Athugasemdir
MMMMMMMMMMM á fyrsta stefnumóti hann hefur verið að horfa aðeins neðar........
Res (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 18:13
Fliss!
Sigga Hjólína, 26.9.2008 kl. 18:16
Horfa hvað, ég bara elska hana, enda er hún snillingur
steinimagg, 27.9.2008 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.