Heilsusamlegir dagar
15.12.2010 | 17:42
Já góðan daginn og velkomin í jólamatarkúr Sigríðar.
Dagskráin næstu 5 daga er frekar einfaldur kúr. Svo einfaldur að ég þarf bara að skrifa upp plan fyrir einn dag, hinir eru alveg eins.
Kl. 7 Borða hollan morgunmat. Það er mikilvægt að byrja daginn vel.
Kl. 9 Fá sér einn súkkulaðimola inni hjá Herði
Kl. 10 Skreppa niður í afgreiðslu og fá sér einn súkkulaðimola þar
Kl. 11 Labba fram í kaffikrók og á leiðinni stoppa hjá nöfnu og smakka Quality Street
Kl. 12 Fá sér heitan hádegisverð í mötuneytinu, muna eftir að fá sér vel af salatinu.
Kl. 13:30 Smakka helst allar tegundir af Haribo hlaupinu sem er á boðstólunum frammi í kaffikrók í boði Alþjóðadeildar, gjöf frá Þýskum félögum.
Kl. 14:30 Fá sér heilsusamlega flatköku með 11% osti sem ég kom með að heiman í morgun.
Kl. 15 Meira súkkulaði inni hjá Herði, hann hefur ekki gott af öllu þessi konfekti. Hver getur borðað 2 kíló einn og óstuddur? Þetta er bara góðmennska í mér.
Kl. 16:30 Farið að síga á seinni hluta dagsins og því gott að fá sér eina léttjógúrt áður en lagt er af stað heim.
Kl. 18:30 Hollur og heilsusamlegur kvöldverður. Burritos með hakki eða kjúklingabringa með salati eða álíka léttur matur.
Kl. 21 Jólakaka og mjólk með unglingunum og Eiginmanninum. Ekki láta það trufla sig þótt þeir vilji ekki fá sér köku. Einhver verður að fá sér.
Þessi kúr mun veita þér mikla lukku og þú ferð að minna á krukku....
Athugasemdir
fáum við heimabakaða jólaköku ?
steinimagg, 15.12.2010 kl. 19:08
múahahaha.... hvaða köku ert þú að tala um...?
Sigga Hjólína, 16.12.2010 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.