Saklaus og hrein

Ég þykist muna eftir því þegar þessi mynd var tekin...

SJbaby

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Óljós minning um dót, svört tjöld og ljós. Tröppur sem þurfti að labba upp til að fara inn í stúdíóið. Þarna var ég 8 mánaða. Veit ekki hvort það geti staðist að maður muni eitthvað frá þessum aldri. Svakalegt krúttípútt. Svo saklaus og hrein sál.

Eitt af því sem ég hef alltaf haft gaman af er að föndra.

Sem kom sér vel fyrir Leynivininn minn þetta árið.

Við erum með skemmtilega hefð á hæðinni minni þar sem ég vinn. Nokkrum vikum fyrir jól höldum við Leynivinaviku. Allir draga nafn úr potti og í eina viku leggur maður sig í líma við að gleðja Leynivininn með gjöfum, fallegum orðum og álíka. Í lok vikunnar segjum við frá gjöfum og getum uppá hver hafi verið Leynivinurinn. Mjög skemmtilegt í dimmasta mánuðinum.

Ég var harðákveðin í því að gera bara eitthvað sjálf handa Leynivininum en gefa eina góða rauðvín í restina svona til að halda Leynivininum góðum ef ske kynni... Leynivinurinn var nefnilega starfsmannastjóri fyrirtækisins.

Ennívei... einn af mínum skemmtilegu eiginleikum er að geta aldrei alveg farið eftir leiðbeiningunum.

jola2010_1.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Svooo það var náttúrulega gefið að ég myndi ekki alveg fara hefðbundnar leiðir þegar ég ákvað að gefa Leynivininum mínum málaðan jólasvein.

2010jola_2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Keypti svona skemmtilegt sett á næsta pósthúsi... eða kannski ekki alveg næsta því það er á Reyðarfirði en áfram með smérið. Átta drifhvítir og fallegir jólasveinar bíða þar í kassa eftir að vera málaðir í föt með andlit og svoleiðis.

2010jola_3.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 Saklausar sálir.

SJbaby

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo saklaus sál... Bíður milli vonar og ótta. Verð ég með rauða húfu og hvítt skegg? Eða hvíta húfu og rautt skegg?

2010jola_3.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 Eða...

2010jola_4.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 Kannski verð ég í rauðum búningi með svartan...

2010jola_5.jpg

 

 

 

 

 

 

 

...svartan G-streng?!?!

SJbaby

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einu sinni var þetta svo hrein og saklaus stúlka. Hvað gerðist eiginlega?!

2010jola_5.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Bréfasleikir is in da house.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Hahaha, þú hefðir átt að hafa santa kvenkyns og mála brjóst líka.  Þá hefði bossinn orðið virkilega glaður.  Kannski ekki getað farið heim með skrautið, en haft eitthvað dúllulegt jólaskraut á skrifstofunni.

Hjóla-Hrönn, 5.12.2010 kl. 11:20

2 Smámynd: Sigga Hjólína

Góð hugmynd! Það eru 6 eftir, sjáum hvað gerist með þá/þær...

Sigga Hjólína, 6.12.2010 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband