Kötturinn Smári
16.11.2010 | 21:32
Við eignuðumst kött í sumar.
Reyndar kom hann ekki til okkar fyrr en hann var tilbúinn, uppúr miðjum ágúst.
Við fórum allaleiðina í Grímsnesið til að sækja hann en vorum samt búin að velja nafnið á hann. Leiðrétting... Eiginmaðurinn valdi nafn á hann um leið og hann leit hann augum... hann bara féll kylliflatur fyrir honum. Mér finnst hann voða krútt. Við erum núna að tala um Smára... einbeita sér smá!
Hann er með svo skínandi skott.
Svo fallega litaðan feld.
Svo saklaus augu.
Ooooh Smári, þú ert svo mikið krútt.
Skaparinn heitir Einar og býr á Sólheimum. Þvílíkur listamaður.
Athugasemdir
Ekki veit ég hvad hann kostadi.....en dýr má hann vera thví thetta er púra list eins og hún gerist best.
Gód kaup og til hamingju med dýr-gripinn.
Jú thad er nú satt (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 23:50
Takk fyrir það. Smái kostaði svipað og einir íþróttaskór á unglingana. En miðað við 60 cm vasann sem seldist á uppboði í Bretlandi um daginn á 7,7 milljarða má segja að verðið á Smára hafi verið gjafverð .
Sigga Hjólína, 17.11.2010 kl. 09:56
Smári er greinilega kominn með viðurnefnið Smái. Svona er að flýta sér...
Sigga Hjólína, 17.11.2010 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.