Komin frá Krít!

Við erum komin frá Krít.
Þetta frí var nú frekar skrýtið. Það má segja að við höfum gert afskaplega lítið annað en að taka það mjöööööög rólega.
Ástæðan?
Eiginmaðurinn lenti í slysi 3 klukkustundum fyrir flug frá Noregi til Krítar.

Við fórum á slysó í gærkvöldi, um leið og við vorum búin að segja hæ við unglingana á heimilinu.
Eiginmaðurinn er hælbrotinn á hægri og ökklabrotinn á vinstri og eflaust rófubeinsbrotinn líka.

Mamma kallar hann Postulínsmanninn.
Ég segi að nú sé hann búinn með óheppnisskammtinn sinn.
Hvað finnst ykkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Jeminn eini, verndarengillinn hans Steina hefur í nógu að snúast.  Segðu honum að fólk á okkar aldri eigi ekki að vera að taka heljarstökk að gamni sínu, það endar bara með ósköpum!  Hvað kom annars fyrir?  Bestu bataóskir, vona að þið hafið eitthvað getað notið frísins, þó að þetta hafi komið fyrir

Hjóla-Hrönn, 26.6.2010 kl. 21:11

2 Smámynd: Sigga Hjólína

Við eigum dálítið kærulausa vini sem eru að gera upp húsið sitt. Hallsteinn var ekki sá fyrsti sem hrundi niður um eina hæð. Bara heppinn að steindrepast ekki.

Sigga Hjólína, 26.6.2010 kl. 22:28

3 Smámynd: steinimagg

Ég var nú heppinn að vera stálsleginn :-)

steinimagg, 27.6.2010 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband