Flugfélög bera ábyrgð á kostnaði farþega
16.4.2010 | 14:10
Á vef Flugmálastjórnar má sjá hver réttindi allra flugfarþega eru við eldgos.
Þetta skjal er fengið hér á síðu Flugmálastjórnar, efsti linkur.
Þetta skjal segir einfaldlega að allir sem eru nú strandaglópar utan Íslands, til dæmis Íslendingar á leið heim, eiga rétt á því að flugfélagið greiði á meðan
- hótelgistingu
- mat
- ferðir til og frá flugvelli
- tvö símtöl á meðan farþegar eru strandaglópar utan heimalandsins.
Það eina sem fellur niður við hamfaraástand er réttur farþega til skaðabóta. Það er það eina sem glatast í slíku ástandi.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.