Nýtt útlit?

Jæja. Skellti mér á ný gleraugu. Yngrisyni til ómældrar gleði og ánægju! Mamma ekki lengur með plástruð gleraugu í 1995 stílnum. Ehemm....

Ég kom heim í gær og með nýju gleraugun á nefinu.

Ekkert gerðist.

Ekki hóst eða stuna frá neinum heimilismeðlima.

Nýogbreytt1

Ekkert.

En... ég er hæstánægð með þau.

 Jólabarnið2009

Það er svo gott að búa í Kópavogi að ég er komin með þrjár undirhökur eins og ex-bæjarstjóri.

En er ekki tölvan mín flott skreytt? Það er allt að verða vitlaust í jólaskreytingum í vinnunni Wink.

Það er af sem áður var þegar húsvörðurinn reyndi að banna jólaskraut út af einhverjum arkitekti út í bæ sem taldi sig ráða yfir okkur. Frekjunum á 3. hæð. Hah!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband