Danspartí

Hver hefur ekki verið á útihátíð/árshátíð/partíi þar sem maður sér einhvern einn fullan/í annarlegu ástandi í eigin fíling að dansa við sjálfan sig.

Svo kemur svona óvæntur glaðningur... Þetta hélt maður að gerðist bara í bíómyndunum eða hvað? Þessi útgáfa er skemmtilegri en lélegri upptökugæði Wink Lagið er Unstoppable með Santigold.

Frábært atriði... Sjáðu bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Humm, ég hef oft verið í hlutverki þess sem er að dansa fullur eða í annarlegu ástandi.  Viðbrögðin eru misjöfn.  Stundum gerist nákvæmlega þetta, ég hef byrjað að dansa ein, hvort sem er á skemmtistað eða í heimahúsi og eftir smástund er fullt af fólki farið að dansa og mikið stuð og grúv í gangi.  En ég hef líka lent í því að karlmaður bjóði mér í dans og yfirgefi mig svo á dansgólfinu.  Ég er nefnilega ekkert sérlega pen þegar kemur að dansi...

Hjóla-Hrönn, 8.12.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband