Bingóbrjáluð

Jólabingó fyrirtækisins var í gær (laugardag).

 Allir nema Eiginmaðurinn (í vinnunni) og O skelltu sér.

bingo.jpg

Við erum bara bingóbrjáluð! ...einu sinni á ári... En hvað er skemmtilegra en að sitja með túss í hönd og gasilljón bingóseðla fyrir framan sig? Maður heldur í sér andanum af spenningi því nú er bara allt að gerast.

Við unnum ekki neitt. En ég hef sjaldan séð svona mikla einbeitingu á andlitum drengjanna. Á hverjum seðli eru þrír kassar og stundum voru tveir seðlar í gangi þannig að alls þurfti að fara yfir 6 kassa við hvern upplestur. Vá! Þetta var jafnspennandi og tölvuleikur... kannski.

Jólafílíngurinn er að færast yfir fjölskyldumeðlimi. Búið að draga fram jólaföndurskassann. Nú þarf bara að ákveða lúkkið á kortunum í ár. Meira um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband