Netlausir í 12 klukkustundir
20.11.2009 | 17:34
Já það var erfitt gærkvöldið.
Ég og Eiginmaðurinn ákváðum að taka netið af eftir kvöldmat sunnudaga til fimmtudaga þar til prófhrinu menntskælinganna er lokið. Sagt var við strákana að nú ætti að nota tímann til að læra fyrir prófin. Því væri engin tölva á kvöldin frá og með fimmtudagskvöldinu.
Kvöld nr. 1 var í gærkvöldi.
Routerinn var fluttur úr herbergi O upp í stofu, til að hafa routerinn miðsvæðis og í slökkvifæri.
Gærkvöldið var svona.
Kl. 20:00:00 Slökkt á routernum.
Kl. 20:00:01 lét Eiginmaðurinn sig hverfa á bráðnauðsynlegan fund í Fjallahjólaklúbbnum. Með litlu ljósatöskuna með í för. Ég hældi honum fyrir krúttlegan man-bag. Taskan inniheldur hjólaljósið hans. Þetta nýja dýra og við skulum ekki tala um hvað það var greiddur hár tollur af því...
Kl. 20:00:30 kom S (yngsti bróðir) og settist niður til að horfa á MythBusters. Ég sat líka í stofunni.
Kl. 20:01 kom O (næstyngsti bróðir) og tilkynnti að nú væri hann farinn til vinar síns að sækja flakkarann sinn.
Kl. 20:01:30 kom K (yngri sonur) og reyndi að tala mig ofan af þessari fáránlegu ákvörðun. Hann væri jú búinn að læra fyrir morgundaginn.
Kl. 20:15 gafst K upp. Móðirinni yrði ekki haggað. Hún hafði réttilega bent á að það væri ekki farið eftir samkomulagi sem var gert í haust um að læra fyrst og svo í tölvu.
Kl. 20:20 kom O aftur með flakkarann.
Kl. 20:21 kom O og tilkynnti að K væri í tölvunni að horfa á bíómynd. H (elsti sonur) væri í Playstation. S væri að horfa á sjónvarpið og að hann sjálfur færi nú að horfa á bíómyndir.
Kl. 20:21:01 svaraði ég að fullkomnun næðist ekki í fyrsta sinn og gnísti tönnum.
Kl. 23:00 fóru heimilismeðlimir að bursta tennur og koma sér í háttinn. Enginn hafði litið í bók eða lært fyrir prófin.
Oj.
Vinsældarlisti gærkvöldsins:
1. sæti: K + H + S + O
50. sæti: Eiginmaðurinn sem var utan skotfæris
100. sæti: Ég
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.