Slátur er eins og beikon!
18.11.2009 | 20:42
Yndislegir gullmolar falla af vörum drengjanna af og til. Stundum dálítið fyndnir svo ekki sé meira sagt.
-Ummm... slátur er svo gott að það er eins og beikon!
-Mamma, áttu asinton (naglalakkseyðir) svo ég geti náð bleika naglalakkinu af mér?
-Áttu skæran varalit sem ég má nota?
-Það var bara gamalt fólk fremst á tónleikunum. Gamalt þrjátíuára fólk.
-Tölvuleikir eru ekki ávanabindandi.
Athugasemdir
Þá er nú alla vega komin hugmynd að "öðruvísi" jólagjöfum svo piltarnir hætti að stelast í snyrtibudduna þína
Ég man líka eftir að hafa fundist fólk á fertugsaldri gamalt. Jafnvel fólk nýskriðið yfir tvítugt, bara með aðra löppina í gröfinni.
Núna er ég 45 ára og tek stundum nett dans-æðiskast á danstöðum og börum borgarinnar, oft innan um algjöra kjúklinga (tuttuguogeitthvað, það eru kjúklingar, þrjátíuogeitthvað er ungt). Oft að spá í hvað ungdómnum finnist um "ömmu gömlu" dansandi rokk.
Hjóla-Hrönn, 19.11.2009 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.