Deyr fé deyja frændur... Það er háflug í kvöld

Loksins þegar ég læt í mér heyra þá finnst mér við hæfi að byrja á einni gamallri og góðri og skýt inn enskri þýðingu í leiðinni, just for fun.

Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur

Cattle die,
and kinsmen die,
And so one dies one's self.
But a noble name
will never die,
If good renown one gets.

Ég skrifa frá hjartanu í dag, ekkert grín ekkert væl ekkert vesen. Bara eins og það flæðir...

Ég er svo heppin að fá að fylgja bræðrum mínum í næstu viku til USA, nánar tiltekið Yale University. Þar er okkur boðið í hátíðlegan kvöldverð til minningar um mömmu þeirra. Daginn eftir verðum við viðstödd fyrsta fyrirlestur M. Oddsdottir MD Memorial Lecture sjóðsins í Yale University. Fyrirlesturinn verður haldinn árlega til minningar um mömmu þeirra. Haldinn árlega þar til Yale háskóli hættir. Spáiðiíðetta!

Ekki nóg með það heldur hefst fyrirlestrarstundin með því að höfundar mjög merkilegrar kennslubókar munu afhenda bræðrunum áritað eintak tileinkað móður þeirra. Bókin er útgefin af McGraw-Hill og heitir SCHWARTZ's Principles of Surgery.

Hvað hét mamma þeirra? Jú, hún hét Prófessor Margrét Oddsdóttir, skurðlæknir. Magga.

Magga var nú alls ekki fyrir það að auglýsa hvað hún væri framarlega, heimsþekkt eða virt meðal fremstu skurðlækna heims fyrir kviðsjárskurðlækningar! En hún var það virt og framarlega á sínu sviði að Yale háskóli hefur stofnað minningarsjóð um hana og ein virtasta útgáfa heims ásamt höfundum tileinkar henni 9. útgáfu bókar sem notuð er í kennslu um allan heim. Hún á líka einn kaflann í bókinni ásamt Prófessor John Hunter. Hún var heldur ekkert að monta sig á því...

Magga var náttúrulega frábær í alla staði. Góð mamma, ofvirk, hláturmild, drífandi, berjabrjáluð, góð, skemmtileg og traust vinkona, eldklár, hugsandi út fyrir kassann, úrræðagóð, hæversk. Hreint út sagt frábær. Kemur ekkert á óvart að hún skuli hafa verið svona heimsfræg/-þekkt. En kemur samt á óvart því ekkert vissum við, fjölskyldan eða vinir.

Góður orðstír deyr aldrei.

Þetta er svosem spurning sem maður spyr sig þegar manns nánustu deyja skyndilega. Við sem eftir lifum. Hvað viljum við skilja eftir í þessu lífi?

Eitt er nefnilega alveg á hreinu.

Þetta veraldlega fylgir þér ekki þegar þú skilur við þetta líf.

Amen, over and out.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband