Ekki hægt að drepa kött með kartöflu
7.2.2009 | 17:02
-Það er ekki hægt að drepa kött með kartöflu, fullvissaði Eiginmaðurinn mig um þegar hann beindi slöngvivað sínum að svarta illfylglinu sem er mér og mínum til ama þessa dagana.
S.I. (svarta illfyglið) er á góðri leið með að svelta litlu sætu og yndislegu spörfuglana hér í Mos, til bana.
Litlu sætu krúttlegu spörfuglarnir koma ekki þegar S.I. er undir trampólíninu hér úti í garði. Trampólíninu þar sem fuglamatnum er stráð ofan á. Trampólíninu sem stendur við trén okkar tvö, hlaðin fuglakúlum, kúlum fullum af fræjum og öðrum nauðsynlegum mat fyrir litlu saklausu greyjin.
Það hefur ekki verið snert við matnum í tvo daga.
S.I. fékk smá fræðslu í morgun.
Hvað gerist þegar þú ert með eitt stykki Eiginmann, hráa kartöflu og slöngvivað plús eitt stykki S.I. og núll spörfugla?
Ekki neitt. Hann hittir ekki.
En hvað gerist þegar þú skiptir út hrárri kartöflu og slöngvivaði fyrir eitt stykki barnaleikfang hlaðið litlum plastkúlum?
E.K.K.E.R.T. S.I.
Hah!
Sem ég skrifa þetta hafa tveir spörfuglar nærst í trénu. S.I. liggur heima hjá sér... hvar sem það er... nærist á Whiskas kattarmat og teiknar í huganum brynju sem dugar gegn litlum pirrandi plastkúlum.
Athugasemdir
Svart illfygli, drepa með kartöflu, svona talar maður bara ekki um bestu vini mína.
Finnur Bárðarson, 7.2.2009 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.