Hámenningarleg?

Gleðilegt ár :o)

Byrjaði daginn í dag á Jómfrúnni í fjölskyldu-gett-tú-geððer. Skrýtið. Engin Björgúlfur þar eins og alltaf á laugardögum. Hann hlýtur að vera spara til að endurgreiða skuldirnar sínar við sparifjáreigendur. Gott hjá honum.

Fór í Hallgrímskirkju seinna um daginn. Hlustaði á barokkhljómsveit, kór og einsöngvara flytja Messias eftir Händel. Voða fallegt. Ég er hins vegar svo mikil ljóska eða með athyglisbrest að ég þarf alltaf að fylgjast með fleiru en flutningnum. Til dæmis var augljóst að fyrsta fiðla hafði eitthvað klikkað í stillingunni á strengjunum því að skyndilega flissaði sú sem sat við hlið hans (fyrstu fiðlu) af og til á meðan hann sjálfur varð hugsi á svip þegar ákveðnar nótur voru spilaðar. Hann reddaði þessu á milli laga. Hjúkket. Ég gat haldið áfram að njóta tónlistarinnar. Íþróttamaður ársins var þarna með eldri konu. Hvílíkt krútt. Fékk dáldið sjokk þegar alt-röddin, karlmaðurinn, hóf söng sinn. Ég vissi ekki að alt-rödd hjá karlkyns einsöngvurum væri eins og þegar geldingur syngur. En voða fallegt.

Nei ég hef ekki hlustað á gelding. Það var bara sagt mér. Eða ég sá einhverja hræðilega sorglega bíómynd um það. Eitthvað svoleiðis ókei?

Svo fórum við mamma á 101 til að fá okkur eitthvað að snæða. Þar var náttúrulega eitthvað af fólki. Enginn man ekki hvaða eyju hann hefur komið til Jón Ásgeir eða leim gamall kall sem reynir að ná í tvítugar stelpur Óli F. Tvær ljóskur á næsta borði. Önnur sagði hinni að það væri sko allt í lagi að gefa brjóst þótt hún væri búin að fá sér smá. Það voru átta glös á borðinu. Síðan þar sem þær voru svo ofboðslega edrú (eða ekki) fannst þeim í lagi að tala frjálslega við hvor aðra. Um hvað skyldi gera ef þær yrðu svangar. Bara hugsa um eitthvað annað... Ekki fá sér að borða... Þær voru náttúrulega mjög grannar og huggulegar. Þær fengu sér ekki hamborgara eins og við mamma. Þeim fannst líka í lagi að tala um hvað skyldi gera strax þegar hann (eiginmaður/elskhugi/... annarrar) kæmi úr viðskiptaferðinni. Þá ætlaði önnur að kaupa sér egg. -Svart, sagði hin. -Svo smart.

Já. Fór á klósettið á 101. Dálítið hmm. Veggirnir eru klæddir svörtum marmara fyrir utan einn. Á veggnum við hlið klósettsins eru bara speglar frá lofti niður í gólf. Sniðugt? Veit ekki. Minnir mig á SAS vél sem ég flaug eitt sinn með. Þar var glugginn beint fyrir aftan klósettið. Semsagt hægt að múna á skýin. Og dyrnar voru klæddar með spegli að innan. Því horfðist ég í augu við sjálfa mig á klósettinu að múna á skýin. Næs.

Fór heim stútfull af menningu af ýmsu tagi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband