Jólagjafainnkaupin Part Uno

Vegna færslu gærdagsins árétta ég að Eiginmaðurinn veit að hann er númer eitt hjá undirritaðri og því er hann fullkomlega sáttur við aðdáunaróra Eiginkonunnar um Keanu Reeves.

Gærdagurinn: Fórum af stað í snjókomunni í gær. Fyrst var stoppað í byggingavöruverslbyssusk.jpgun.

Mamma heillaðist af byssuskápnum.

 

 nyttklosett.jpg

 

 

Mér fannst klósettið voða huggulegt. 

Eiginmaðurinn lét sig hverfa á meðan við skemmtum okkur til að finna það sem vantaði... En ég meina það... hvað er hægt að gera annað til að skemmta sér í byggingavöruverslun

Svo fórum við áfram í suður til að finna réttu jólastemninguna svona rétt áður en við færum norður í Kringluna. 

Jólaþorpið í Hafnarfirði er ágætt til þess. jolam1.jpgloganditunna.jpgAllt frá nunnum upp í róna þar.

Ágætis stemning á þessum jólamarkaði.

 

 

Hér má elda jólasteikina ef í hart fer...

 

 

klaustrid.jpg

 

 

Úff... Ekki gott að vera skjálfhent nunna. Það er nokkuð ljóst. Annars gæti María mey endað sem gleðikona um augun...

kaffibjor.jpg

 

Bóndinn fékk sér klippingu meðan við mæðgurnar sötruðum kaffi. Jah... önnur sötraði kaffi og hin bjór.

 

 

 kaffihandrid.jpg

 

Svo var haldið í Kringluna. 

Niðurstaðan: Er hálfnuð...

Hlýt að ná þessu fyrir jól!

Ef ég lendi í vandræðum er alltaf hægt að fara í byggingavöruverslunina að finna jólagjafir.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Gleðileg jól.

steinimagg, 24.12.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband