Frakkur
30.11.2008 | 14:06
Erum með fjölskyldumeðlim sem stundum gistir hjá okkur þegar foreldrarnir bregða sér af bæ... í þessu tilfelli til Flórída og ég öfunda þau ekki neitt... Núna er hann hjá okkur í rúmlega viku. Það er mikil ábyrgð að passa fyrir aðra og það er ansi langt síðan maður var með smábörn.
Því var föstudagsnóttinn ansi erfið fyrir okkur hjónin. Sá litli sem við erum að passa tók upp á því klukkan hálftvö um nóttina að fara að kúgast. Þvílík óhljóð! Ðööö Ðööö Hóst! Ðööö Ðööö Hóst! Svona gekk þetta í þrjá klukkutíma.
Vissum ekki alveg hvað við ættum að gera. Lækni? Bíða og sjá?
Við sendum sms til systur Eiginmannsins: "Ertu vakandi?" Ekkert svar. Ég tók þá símann... klukkan var jú orðin fjögur um nóttina... tíu á Flórída eða ellefu... og vildi vita hvort við ættum að tala við lækni eða hvað?! Enginn svaraði enda slökkt á símanum. Hvílíkt ábyrgðarleysi...
Á endanum leið þetta hjá og við þrjú gátum sofnaði um fimm-leytið um morguninn.
Hér eftir pössum við vel uppá hvað hann Frakkur lætur ofan í sig á göngutúrunum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.