Hvar ég er þessa dagana...

Rosa bissí. Enginn tími til að blogga. Er ekki bissí að sjá um sjúklinginn. Nei. Bissí að líta inn hjá vinum og vinkonum.

Þessi vinkona er fyndin og býr í sveitinni (Hicksville) í Texas.  Hún léttir manni lundina. Hlæ/flissa oft að því sem henni dettur í hug að skrifa um. Hún keypti glugga nýlega í nýja húsið sem er í byggingu á landinu þeirra. Ofsa ódýr gluggi. Eitt vandamál. Það fylgdi ekkert gler... Það sem henni dettur í hug...

Þessi vinur er hjólafrík, á góðan hátt. Eiginkona hans er að deyja úr brjóstakrabba. Ég fylgist með hvernig honum og eiginkonunni gengur, ég finn virkilega til með honum. Það hefur verið gott að líta inn til hans því hann er uppfullur af hjólafróðleik og frábært að fletta upp í hans ráðleggingum.

Þessi vinkona er svo yndislegt uppskriftafrík og allar uppskriftirnar eru svo auðveldar í raun og veru. Mitt heimilisfólk hefur ekki kvartað hingað til. Í alvöru. 

Líffræðingurinn hefur hárbeittan húmor og er þessa dagana í algjörum vandræðum með brjálaðan nágranna. 

Alltaf ágætt að kíkja á blaðamanninn. Hann hefur meiningar um allt.

Kennarinn sem hefur yndislegan húmor fyrir sjálfri sér og umhverfinu. Mæ kænda gal.

Og svo allir hinir (hér til vinstri) sem ég kíki stundum til. Auðvitað hef ég aldrei hitt þetta fólk en það hefur opnað glugga inn í líf og/eða hugarheim og gera daginn skemmtilegri fyrir mig.

Hvað með ykkur? Eigið þið einhverja skemmtilega vini og vinkonur (svo langt sem sá kunningsskapur nær...) sem þið viljið deila með mér?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband