Sterk bein

-Þetta var erfitt, sagði bæklunarlæknirinn. -Ég þurfti 3 borvélar í aðgerðinni. Tvær þeirra biluðu. Bein var gróið yfir skrúfurnar þannig að það þurfti að leita að þeim. Teinninn sem var fyrir var of mjór. Og allt var laust. Öll brotin laus.

Aðgerðin er semsagt yfirstaðin og Eiginmaðurinn liggur nú inni á spítala og reynir að ná sér. Tíminn leiðir í ljós hvort beinin gróa í framhaldi af þessari aðgerð.

Aðalmálið í dag er að ná því að pissa. Það hafði ekki gerst þegar ég fór heim í kvöld. Þetta er mikið hjartans mál fyrir karlmenn. Að geta pissað hvar sem er hvenær sem er Tounge. Ég held að Eiginmaðurinn hafi vitað að honum byðist pilsner. Sem læknisráð við þvagleysi. Það sagði hjúkkan hans... Mínum fannst það ekkert leiðinlegt. Næstumþvíbjór LoL.

Eiginmaðurinn fær semsagt að koma heim þegar hann getur hjálparlaust farið á klósettið og kannski það sem skiptir meira máli, þegar hætt er að blæða og hann er orðinn verkjaminni.

Annað hef ég ekki að segja í kvöld. Núna þegar ég get loks hætt að halda í mér andanum. Ég er komin í vinnufrí og ætla að slaaaaaaka á áður en Eiginmaðurinn kemur heim. Og eftir að Eiginmaðurinn er kominn heim. Aaaaalveg til næstu viku Grin. Nú verður sko bloggað!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Óska bóndanum góðs bata.  Já, og þér líka, það hlýtur að vera erfitt að horfa upp á ástvin sinn svona kvalinn og þurfa að fara í margar aðgerðir.

Hjóla-Hrönn, 11.11.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband